Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 19
Veigastaðaklif. „Huldudyrnar“ sjást vel á myndinni. Ljósm.: H.Hg. um sá ég huldufólksskipin koma utan fjörðinn og leggjast þar að, einkum vor og haust. Virtust þau vera að flytja vörur til huldufólksins. Einnig sá ég hestalestir úr sveit- inni, sem voru að fara í verslunarerindum út í kaupstað- inn. Búðirnar þar eru ekki neitt glæsilegar. Ekkert virðist gert til að lokka fólkið til að kaupa vörurnar. Þær fást þarna aðeins handa þeim, sem þurfa þeirra (með). Margir hafa séð ljós í þessum klettum. í kaupstað huldufólksins er einnig stór kirkja." Þótt lýsing Margrétar sé ekki fjölorð segir hún býsna merkilega sögu um líferni og háttu huldufólksins, og eng- inn sem Margréti þekkir mun efast um að hún segir þarna satt og rétt frá. í mörgum þjóðsögum fær hulduheimurinn á sig glæsibrag óskhyggjunnar hjá fátækri þjóð. Hér er eng- inn slíkur glæsileiki, enda virðist huldufólk ekki þekkja auglýsingaflóðið, nema þá af afspurn hjá okkur mönnum. Einnig kemur fram, að kaupstaður huldufólksins er ekki takmarkaður við Hallandsbjörgin, þótt þar sé þéttbýlið mest, enda er þar höfnin og verslanirnar, og að líkindum einnig kirkjan. LJÓSADÝRÐIN í VAÐLAHEIÐINNI Eins og þegar var vikið að, hafa ýmsir séð dularfull ljós í klöppum og klettahjöllum gegnt Akureyri og víðar upp um Vaðlaheiðina. Einhverja skemmtilegustu frásögn af slíkum ljósagangi er að finna í 2. bindi bókarinnar „Skyggna kon- an“, bls. 124-127, sem rituð er af Magnúsi Kristjánssyni frá Ljósm.: ÓHT Sandhólum í Saurbæjarhreppi, er sjálfur sá ljósin, ásamt Jónasi lækni Rafnar. Það var árið 1926 að haustlagi, að þeir lögðu af stað frá Saurbæ seint að kvöldi. „Við höfðum sinn hestinn hvor, og voru það víst engir fjörgarpar, a.m.k. fórum við hægt, oftast fót fyrir fót. Veður var yndislegt, stafalogn, jörð alauð og þíð, en kafþykkur himinn og niðamyrkur, svo að ekki sá út yfir vegarbrún." Þegar þeir koma nokkuð út fyrir tún á Stokkahlöðum, fara þeir af baki og lofa hestunum að grípa niður, en þá var klukkan að verða þrjú um nóttina. Kallar þá Jónas til Magnúsar og spyr hverju það sæti, að ljós séu í Brúnhús- um, en það er eyðibýli skammt fyrir utan Grýtu í Öngulsstaðahreppi. Hafði þar ekki verið búið síðan um 1880. Fór Magnús nú að horfa en sá ekkert í fyrstu, og undraðist Jónas það. „Við settumst þá niður hlið við hlið og horfðum á staðinn, sem Jónas benti til. „Eg trúi því ekki að þú sjáir ekki svona stórt og skært ljós,“ sagði Jónas, og rétt í því sá ég svolítinn daufan geisla, sem smáskýrðist, og eftir dá- litla stund sá ég það skýrt og greinilega. Virtist mér það líkast rafljósi." Stíga þeir svo á hesta sína og halda áfram sem leið liggur til Akureyrar. Sjá þeir nú svipuð ljós á ýmsum stöðum, m.a. í Grásteini, við Laugaland, sem er kunnur huldufólksbústaður, og fjölgar Ijósunum er utar dregur. „Þegar við vorum komnir niður að Gróðrarstöðinni, sunnan við Akureyri, blasti við okkur mikil Ijósadýrð víðs vegar um Vaðlaheiði, fram með öllum klettaböndum þar, og sum þeirra færðust úr stað. Eitt þessara ljósa var norðan við Bíldsárgilið, færðist suður með klettabandi niður í gilið, kom upp úr því að sunnan og hélt síðan áfram. Annað ljós sáum við norðar í heiðinni á hreyfingu meðfram klettabelti. Var það mjög skært og ekki ósvipað því að bíll væri þar á ferð, en þar hefur aldrei neinn bílvegur verið. Ljósadýrðin á móti Akureyri var líkust þvi, að þar væri kaupstaður og það vel skipuiagður. Mér virtist kaupstað- urinn byrja í gilinu sunnan við Litla Eyrarland, en ljósin þéttust eftir því sem norðar dró. Á móti Oddeyrinni var Ijósadýrðin þéttust að sjá, og náði langt upp fyrir efstu bæi, en hún strjálaðist eftir því sem lengra dró út með ströndinni.“ Þeir félagar koma að hesthúsinu „Carolina Rest“ í Grófargili, láta þar inn hestana og gefa þeim hey. En þegar þeir koma út sjá þeir sömu sýnina jafnglöggt og áður. Var þá klukkan orðin sex. Kvaddi þá Jónas og gekk Heimaerbezt 163

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.