Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 8
Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Steingrímur Þorsteinsson sem Guðný og Lén- Steingrímur og Steinunn með Jón Trausta.
harður í „Lénaharði fógeta“ á Siglufirði 1941.
Þegar ég kom 1939 bar fundum okkar Steinunnar saman
á ný og við giftum okkur 1941. Og fyrstu árin bjuggum við í
húsi tengdaforeldra minna hér á Dalvík. Móðir Steinunnar
var mikill sjúklingur og þurfti stöðuga aðhlynningu, svo
þetta var feykilega erfitt. Það hvarflaði vitaskuld að mér að
flytja til Reykjavíkur, en ég taldi það ekki rétt, eins og á stóð
og þar með var teningunum kastað.
Það er náttúrlega ekkert um það að villast, að mín besta
gjöf í þessu öllu saman er eiginkonan, því eins og ég drap á
var þetta dálítið erfitt heimili, sem fyrst og fremst mæddi á
henni.
Fyrir 27 árum hóf ég byggingu á þessu íbúðarhúsi við
Vegamót og valdi staðinn fyrir það að faðir minn átti
þennan gamla bæ sem stendur enn hér á bak við, og þar var
ég í tvígang í æsku minni. En faðir minn naut þess ekki
lengi að vera hér á sínum tíma og fór í hálfgerða útlegð.
Svo var hann kominn til okkar í elli sinni, og það var
hálfgert metnaðarmál fyrir mér að hann kæmist heim aftur.
Og það lánaðist ágætlega, við bjuggum áður i húsi tengda-
foreldra minna úti í fjörunni og þegar við fluttum þaðan
og hingað komu þeir með okkur, feður okkar hjóna og voru
hér hjá okkur þar til yfir lauk.
Ég er þess vegna kominn hingað í þriðja sinn að Vega-
mótum og byggði húsið rúmt, því auk gömlu mannanna
voru við komin með 3 börn. Svo hefur einnig alltaf búið hjá
okkur Vilhelm, mágur minn. Faðir minn, sem var blindur
síðustu árin, þurfti mjög mikla umönnun. Faðir Steinunnar
var hjartasjúklingur, svo það varð alltaf að hafa ansi mikla
gát á þessu öllu. Þegar svo þar við bættist að ég var í
leikstússi, þá var hún náttúrlega heima með þetta allt
saman, og það sá ég vitaskuld að gæti aldrei gengið til
lengdar.
Ég sé ekkert eftir hvernig þetta þróaðist, því ég er ágæt-
lega ánægður með lífið. Lífsskoðun mín hefur sennilega frá
fyrstu gerð mótast mikið af ást á öllu sem dregur lífsanda og
skiptir mig eiginlega ekki miklu máli hver tegundin er og
hvað það er. Þá verð ég að viðurkenna það t.d. varðandi
gróður, að ég er ekki sterkur í að greina hann til tegunda.
Vinur minn Ingimar Óskarsson sagðist hafa orðið svo al-
deilis forviða þegar hann uppgötvaði, að ég þekkti ekki
allar íslenskar blómplöntur með nafni.
Fuglar hafa alltaf verið mitt uppáhald og ég hef aflað
mér allmargra bóka varðandi það svið. Og ég tel það alveg
tvímælalaust bestu leiðina til að örva áhuga ungra sem
gamalla á náttúrufræðum að sýna þeim raunveruleg dæmi.
Það má vera meira en lítið góð frásögn ef hún kemst í
hálfkvisti við að geta sýnt, og skiptir þá ekki máli á hvaða
sviði það er. Og þetta færist allt í rétta átt með því að taka
nemendur í útitíma. En í héruðum eins og hér er veturinn
varla til þess fallinn að hægt sé að nýta hann á þann hátt.
PÓLARNIR í LÍFINU:
Kennslan og uppsetningin
Ég var nú hér í skólanefnd og ýmsu og svo vantaði eitt
haustið tilfinnanlega dönskukennara. Ég var beðinn að
sinna þessu, því ég hafði verið í Danmörku, og ég sló til.
Mér fannst eiginlega svo sárt að hugsa til þess að sú kennsla
þyrfti að falla niður ella. Þetta gekk sæmilega hjá mér, en
breytti bara því, að ég hætti mínum fyrri störfum og hélt
áfram að kenna. Þetta varð ansi langur tími. Ég var fast-
ráðinn kennari í 26 ár, en hafði þar áður verið stunda-
kennari í teiknun alllengi. En mér fannst þetta þægilegt í
byrjun og hafði líka gaman af því sem og raunar alla tíð. Ég
kenndi langmest því sem kallað er 7., 8. og 9. bekkur núna,
gagnfræðadeildinni. Samband mitt við nemendur í öllum
deildum var mjög gott.
Ég hætti svo kennslu þegar ég var 68 ára og fannst þá
hreinlega komið nóg. Það hafði eiginlega aldrei hvarflað að
mér að hætta fyrr, nema fyrstu árin. Ég sá þá að ég gat
brennt mig fastan í þessu. Lengst af kenndi ég teiknun, í
öllum bekkjardeildum. sömuleiðis handavinnu pilta í öll-
um skólanum og ævinlega náttúrufræði, oft í fleiri bekkjum
en þeim efstu. íslensku og stærðfræði kenndi ég aldrei,
hætti mér ekki út í það. Ég var náttúrlega „réttindalaus“ og
kannski fann ég svolítið fyrir því stundum, beitti mér ekki á
sama hátt og ég hefði annars leyft mér að gera. Að vísu var
ég búinn að öðlast þau undir lokin.
Ég man aldrei eftir því, öll árin, að ég færi í kennslutíma
ólesinn. Og ég hataði eins og pestina að þurfa að líta í bók í
tíma. Ég átti aldrei í neinum agavandræðum og náði góðu
sambandi við nemendurna. Þeir geta auðvitað verið mis-
jafnir, en það lagaðist tiltölulega fljótt. Margir nemendur,
152 Heimaerbezt