Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 6
Til vinstri: Brœðurnir Jón, vinstra megin, og Steingrímur, hœgra megin, standa fyrir aftan Marinó sem situr. Ljósm.: H. Einarsson, A kureyri. Til hœgri: Sömu piltar i Danmörku nokkr- um árum síðar. Marinó, leikari hjá L.A. ogfyrr- um sölustjóri Lindu hf, hefur tyllt sér á tóman pilsnerkassa og situr undir Steingrími, listamanni og kennara, sem ber íþróttakennar- ann Jón á háhesti. Uffe, sonurJóns, tók myndirnar og raðaði saman. náttúrufræðingana Guðmund Kjartansson og Guðmund Þorláksson, skínandi félagar. Þarna voru líka Gestur Ólafsson, sem kenndi hér við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri og Kristján Kristjánsson, sem lengst af hefur unnið hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Sérstaklega urðum við góðir vinir, Gestur og Kristján. Kristinn Pétursson, myndhöggvari, var þarna líka. Sumarið 1932 æxlaðist það þannig, að ég slóst í för með honum til Borgundarhólms. Kristinn hafði á þessum tíma snúið sér að málverkinu og ætlaði að fá sér „mótív“ þarna. Við bjuggum í tjaldi norðarlega á eyjunni, þar sem heitir Sandvík, þar er mjög mikið um ferðamenn. Við sáum það fljótlega, að það væri möguleiki á því að pranga myndum inn á þetta fólk. Og þetta gerðum við, skiptum með okkur verkum og seldum á hóflegu verði, enda gekk þetta vonum framar og við lifðum eiginlega kóngalífi þarna í tjaldinu, líklega rúman mánaðartíma, og leyfðum okkur ýmsan lúxus sem við gátum ekki í Kaupmannahöfn. Þetta var skemmtilegur tími. Meðal annars lentum við í því að vekja óróa hjá pílagrímum sem sóttust eftir því að komast að heilsubótarlind þarna á eyjunni. radium-lind sem kölluð var, og notuðu vatn úr henni til drykkjar. En við höfðum í ókunnugleika okkar daglega rakað okkur þarna og notað lindina til þvotta og frárennslis jöfnum höndum. Eftir að okkur hafði verið veitt tiltal vegna þessa vikum við frá lindinni, en laumuðumst náttúrlega í hana við og við síðar. Teikninámið gekk vel, en þetta var árið 1932 og kreppa hér í landi. Það hlaut að koma sá tími að peninga þryti. Og náttúrlega var þetta nám útilokað nema með stuðningi föður míns. Ég sneri heim eftir tæplega hálft annað ár í Danmörku. Ég kunni vel við Danina og var staðráðinn í því að afla fjár og halda utan aftur. Nú var ekkert annað að gera fyrir mig en fara til sjós og reyna að skrapa saman peningum. En það gekk hægt í kreppunni. Tíminn leið, og svo kom Jón bróðir minn heim, líklega 1934, og þá var eins ástatt með hann, hann átti eftir að taka lokaáfangann í íþróttanáminu, sem varð að gerast í Kaupmannahöfn, og jafn erfitt með peningana og áður. Hann fór því til sjós eins og ég. 1937 telur Jón að hann sé búinn að aura það saman að hann geti farið og stingur af. Eg var ekki tilbúinn. 1938 komu hingað til landsins Poul Reumert og Anna Borg, þessir alþekktu leikarar frá Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn, og sýndu í Reykjavík. Þá hafði ég, frá því að ég kom heim 1932, nokkuð unnið að leiktjaldamálun á Dalvík og svolítið hér í kring, vegna þess að ég kynntist því örlítið í iðnskólanum úti. Ég hafði alltaf verið ákveðinn í því að kynna mér þetta fag betur, er ég héldi utan á ný. Þegar Reumert-hjónin komu til íslands fannst mér ég eygja eitt- hvert tækifæri, svo ég setti mig í samband við Ragnar Kvaran, sem þá var formaður Leikfélags Reykjavíkur og sagði honum hvernig ég hugsaði málið. Hann tók því feykivel og bauðst til að reka mitt mál við þau hjón. Þetta gerði Ragnar, því um haustið 1938 fæ ég bréf frá honum um að ég sé velkominn inn á málarasal Konunglega leik- hússins. SÍÐARI DANMERKURDVÖLIN: A Konunglega Ég bregð við og fer út. Jón bróðir hafði þá lokið sínu námi í Höfn og tekið við kennslustarfi úti á Sjálandi við íþróttaskóla. Þegar ég er að rangla þarna um götur í Kaupmannahöfn fyrsta daginn þá gerist það einkennilega að ég mæti manni á Strikinu, sem er enginn annar en Jón. Hann hafði þá átt erindi til Hafnar, en vissi ekki einu sinni að ég var á leiðinni. Ég geri svo vart við mig niðri á Kon- unglega og allt stendur heima, Reumert hafði gengið frá þessu og ég er boðinn velkominn á málarasal og fengið verkefni og þetta gekk allt saman ágætlega. En ég hafði nú ekki verið þarna lengi þegar ég fékk áhuga á því að kynnast fleiru, og fór að þreifa fyrir mér, hvort mögulegt væri að komast sem óreglulegur nemandi 150 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.