Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 30
„Kvökum því upp á alla viðkomandi verkstjóra.. “ Arnes, hinn nafnkunniþjófur ogfélagi Fjalla-Eyvindar, var fœddur og uppalinn á Seltjarnarnesi. Hann var settur í hegningarhúsið á Arnarhóli 2. júlí 1766 fyrir stórþjófnað, og sat inni í 26 ár, en var látinn laus með konungsúrskurði 27. janúar 1792. í febrúar 1786 hœkkaði hann í tign, því þá var hann skipaður dyravörður við hegningarhúsið, en ekki virðist hann hafa verið vin- sœll af samföngum sínum, eins og kceran ber með sér. Vorið 1787 sótti hann um lausn eftir„21 ársþjónustu“. En ekkifékk hann lausn úr vistinni að því sinni, og hefur skap hans ekki mýkst við það, ef marka má ummœli kœrunnar, sem rituð er um haustið sama ár. Hefur Arnes beitt valdi sínu sem dyravörður óþyrmilega og verið nokkuð illorður, en kœran hefur lítinn árangur borið, og hann var dyravörður eftir sem áður, en samt skipaði stiftsamtmaður ráðs- manninum að rannsaka kœruatriðin, og láta svo lemja Arnes dug- lega, ef þau reyndust rétt. Þá var fangavörður („Tugtmester‘j Jó- hannes Zoéga, er fyrstur kom hingað til lands sinna œttmenna, og forfaðir hinnar hérlendu Zoégaœttar. Hann var skipaður fanga- vörður vorið 1787, um sama leyti og Henrik Scheel, danskur maður, varð forstöðumaður (ráðsmaður) hegningarhússins. Síðustu œviár sín var Arnes niðursetningur í Engey, og andaðist þar 7. september 1805, þá talinn 91 árs að aldri, en mun ekki hafa verið eldri en 86 ára. KÆRA Nú í næstliðnum septembermánuði var okkur sagt í verklag með Arnesi, eftir lestur á sunnudegi, fífu að taka, sem við gerðum í veikleika, en þá við vorum komin á leiðina frá húsinu, segir Arnes til okkar, að nú sé djöfullinn búinn að hnýta í helvítis kjaftana á okkur og vissi ei, hvert hann ætlaði að teyma okkur. Þessu næst sagði hann til okkar, að við skyldum koma í andskotans nafni nefnt verk að vinna. Framar segir hann, að hann skuli skera af oss hel- vítis hausana, bæði smærri og stærri, því nú værum við mátulega komin sér í greipar, því hann sagðist nú vera óhræddari heldur en þá húsbændur sínir væru við höndina; sagðist nú hafa hnífinn til reiðu okkur að drepa og í einn stað láta okkur ofan í graf- irnar, þar með ofan í helvíti með mörgum fleiri slæmum orðum og hræðilegum; hefur og hótað, að hafa líf vort sumra hér aumingjanna, hér úti og inni, svo nokkrum sinnum hef- ur Arnes sýnt fullkomin atvik til svoddan hótana, nefnilega á yfir- standandi sumri, fyrst við Jón Þor- steinsson, þá hann vildi hafa látið hann út í sjóinn úr bátnum og svo síðar, barði bæði hann og líka Jón Árnason, svo á sá, þar eftir átök á Einari, svo á sá stórum hálsi og andliti af bólgu og bláma, til með nú síðast næstliðinn sunnudag, barði svo Jón Þorsteinsson, að bæði var bólginn og blóðugur í framan, hótaði að snúa af honum helvítis hausinn og svo líka í húsbændanna viðurvist, þar með aldrei að vera rólegur við oss, sem hann kallar djöfuls pakk, með mörg- um og hræðilegum orðum og atvik- um, svo aldrei erum við óhrædd um líf okkar, hvorki nótt né daga, þá hús- bóndi vor er ei sjálfur við, utan hvað við höfum verið nú nokkur kvöld, síðan meistarinn sjálfur (Zoéga) læsti stofunni, dálítið óhræddari, en hefur þó aukizt aftur hræðslan á morgnana og næturnar, þá Arnes hefur verið látinn aftur uppljúka, að mundi með voðann koma og drepa nokkuð af oss, ef ei allt í hrúgu niður. Guðrúnu Jónsdóttur hefur hann kallað helvítis laga dækju og bölvaða flagmeri, Þor- stein helvízkan skelmi og lygara, Rannveigu helvízka hórudrottningu, og svo fleira og fleira; eins líka erum alla tíð dauðlega hrædd, að muni drepa oss með hnífnum eftir hans sjálfs hótunum, þá oss er skipað í verklag með honum. Þetta allt með öðru fleira berum við undir svarinn sáluhjálpareið, ef á herðir. Kvökum því upp á alla viðkomandi verkstjóra drottins guðs vors, og viljum aðspyrja, hvort svoddan manneskja sem Arnes er, eigi að hafa eftir guðs lögum ráð yfir oss nætur og daga, bæði með lykla og svo fleira, verandi öll í góðri von, að í guðs nafni gegna muni kvaki vor aumingjanna allra og ásjá gera, og það satt segjum. Og til frekari stað- festu skrifum vér og skrifa látum vor skírnarnöfn hér að neðan. Dag 21. október 1787 í tugthúsinu. (Undirskrifuð nöfn ellefu kvenna og karla). 174 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.