Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 12
Guðjón Sveinsson Mynd á einmánuði Vorið það nálgast, ég nem það af sólinni og birtunni, það nemur brátt land, svo bláeygt á djúpgrænni skyrtunni. Andar kyrrlátt, en leysir í gáska úr læðingi lindir til fjalla — og sálir er dvelja í næðingi. Ég verð aftur ungur, í huganum hendist um móana, horfi á skýin, nem glaðværan vellanda spóanna. Hógvær er aldan, sem angurvær fellur að ströndunum ástarkoss færir með kveðju frá suðlægu löndunum. Já, hvert er það afl, sem bróderar blómin í hiíðina, blæs þýðum vindum, gleymist óttinn við hríðina, tendrar í hjörtunum ungu ástir og stefnumót, óma í náttleysu landsins söngvar og blíðuhót? En, — hver það er, sem vekur vorið í steinunum og víðikettina gulu á ilmandi greinunum: Það á vorskipið bjarta, sem á útfalli ýtir úr naustinu. Undirbýr landið og börn þess að kvíða ekki haustinu. 156 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.