Heima er bezt - 01.05.1983, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.05.1983, Qupperneq 12
Guðjón Sveinsson Mynd á einmánuði Vorið það nálgast, ég nem það af sólinni og birtunni, það nemur brátt land, svo bláeygt á djúpgrænni skyrtunni. Andar kyrrlátt, en leysir í gáska úr læðingi lindir til fjalla — og sálir er dvelja í næðingi. Ég verð aftur ungur, í huganum hendist um móana, horfi á skýin, nem glaðværan vellanda spóanna. Hógvær er aldan, sem angurvær fellur að ströndunum ástarkoss færir með kveðju frá suðlægu löndunum. Já, hvert er það afl, sem bróderar blómin í hiíðina, blæs þýðum vindum, gleymist óttinn við hríðina, tendrar í hjörtunum ungu ástir og stefnumót, óma í náttleysu landsins söngvar og blíðuhót? En, — hver það er, sem vekur vorið í steinunum og víðikettina gulu á ilmandi greinunum: Það á vorskipið bjarta, sem á útfalli ýtir úr naustinu. Undirbýr landið og börn þess að kvíða ekki haustinu. 156 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.