Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 27
byggir enn afkomu sína á veiðum og staðurinn fengsæll. Þær urðu ekkert hrifnar af heimsókninni, létu sig hverfa í stórgrýtið eða upp af klettun- um. 2^.f Lambeyri komu myndarlegustu trén í þessum leiðangri. Stærsta tréð varð þó að skilja eftir. Það lá langt upp á eyrinni, þrælskorðað í stórgrýt- inu. Það var um 80 cm í þvermál og 6-8 m langt. Af rekaviðarfróðum mönnum, dæmdist það ekki góð vara, morkið og maðksmogið og því ekki eins verðmætt og það var efnismikið. Undir miðnætti fór að kula af norðaustri. Lagði þá strax kviku inn með nesinu. Var þvi keppst við af hörku að koma síðustu „trossunum" um borð. Gekk það furðu vel. Töldu leiðangursmenn veðurguðina hafa verið sér hliðholla þessa daga, verkið unnist allt að sólarhring á undan áætlun. Slík dæmi eru fágæt á íslandi, þar sem nánast engin áætlun stenst. Mættu íslenskir áætlanasérfræðingar sækja skóla til Elisar Pé í þeim efnum. Með norðaustanáttinni barst ísköld súld, enda við á mörkum Norður-At- lantshafs og íshafsins. Menn létu það lítt á sig fá. Drógu kannski úlpuhett- urnar betur yfir höfuðið og börðu sér við og við. Kl. 00.30 aðfaranótt laugardagsins 19. júlí, var síðasta tréð híft um borð í m.b. Gunnar SU 139. Lestunin hafði gengið áfallalaust. Akkeri var létt og haldið inn að Skálum. Þar voru land- menn selfluttir frá borði á Blöðrunni góðu. Voru skipverjar kvaddir með virktum, ekki síst kokkurinn, sem gert hafði allt að því kraftaverk í mat- reiðslunni, svo ekki er hægt að segja með góðri samvisku, að öld krafta- verkanna sé liðin. Og um kl. 02.30 lötruðu síðustu leiðangursmennirnir í hlað á Skoruvík. Voru þeir fljótir að fela sig svefnpokunum á vald. Það hafði fjölgað í húsinu. Sjónvarps- mennirnir, Jón og Óli, ætluðu að gista. Með morgninum ætluðu þeir út á Font, til þess að filma. Daginn, sem Björn fór með þeim, hafði veður til myndatöku ekki verið sem best. Var ætlunin að reyna að gera þar á brag- arbót. Bryggjan á Skálum. Fjörukamburínn hefur fœrsl út og hœkkað síðan hún var byggð. Heima erbezt 171

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.