Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 28
-tegar fyrstu leiðangursmenn luku
upp sjónum um dagmál, var ekki
hægt að segja, að dagmálaglenna væri
á ásjónu himinsins. Það var kominn
norðaustan frassi. Setti hroll að
mönnum og dugði ekki að kveikja
upp í maskínunni, hann sat eftir sem
áður. Það sem einkum var hrollvekj-
andi, var sú staðreynd, að ekki komust
allir í bílana. Hafði ferðaáætlunin gert
ráð fyrir, að skipst væri á að ganga og
aka langleiðina að Sauðanesi. En
þetta er um 30 km leið og ekkert
spennandi gönguveður. Hugsuðu
margir fararstjóra þegjandi þörfina —
en ekki kom þó til uppreisnar. Það
dugði heldur ekki að berja lóminn.
Töldu bjartsýnismennirnir í ferðinni,
að nú legðist lítið fyrir menn komna af
norrænum víkingum. Svo var annað
alvarlegra á ferð — leiðangurinn orð-
inn matarlaus eða því sem næst.
Hættu menn öllum vafasömum hugs-
unum, heldur skófluðu í sig því litla,
sem eftir var af kosti. Að því búnu var
hafurtaskinu troðið í bílana. Ekki var
til setu boðið, sjónvarpsmenn kvaddir
í snatri. Bóndinn á Sauðanesi ætlaði
að flytja þá á áfangastað. Rétt fyrir
hádegi var land lagt undir fót og hjól.
En heppni þessa leiðangurs átti
ekki að verða endaslepp. Skömmu
eftir brottför frá Skoruvík, birti smátt
og smátt til og stytti upp. Varð
gönguveður þokkalegt, þótt lágskýjað
væri. Ekki gáfum við okkur mikinn
tíma til náttúruskoðunar. Staldrað við
á Skoruvíkurbjargi og kíkt niður á
Stórakarl. Svo nefnist stapi undir
björgunum. Þar byggir súlan annan
helming lóðar en svartfugl hinn.
Landamörk voru til að sjá skýr, stap-
inn hvítur öðru megin, mótparturinn
svartur (sést vonandi á myndinni).
Betra er að fara að öllu með gát þarna
á bjargbrúninni. Hún er þarna um 100
m há.
Já, gangan sóttist vel. Komið á
Þórshöfn um nón. Þar var etinn ær-
legur málsverður og þótti mörgum
vart mega tæpara standa. Síðan var
haldið áleiðis suður. Ekkert gerðist
markvert fyrr en í Hellisheiði, hvað
annað! í efstu brekkunni Vopna-
fjarðarmegin tók að rjúka úr bíl
fararstjóra. En ekki dugði að stoppa,
slík var efjan, að ekki hefði verið viðlit
að ná bíl af stað, ef hann hefði numið
staðar. Til að bæta gráu á svart, var
komin slydda og útlitið vægast sagt
óglæsilegt. Var ég nú viss, að heppni
leiðangursins væri fyrir bí og forsjón-
in orðin uppgefin að halda lengur yfir
honum hlífiskildi. Ég bjó mig undir
það versta. Sá undirbúningur var að
vísu fátæklegur, fólst einungis í því að
draga sig í hnút í aftursætinu, kreppa
hnefana —og loka augunum af og til.
En bíllinn slangraði eins og dauða-
drukkinn dóni upp forarbrekkurnar.
Er þær verstu voru að baki, nam Elli
staðar enda rauk úr farartækinu sem
úr Bjarnarflagi, þegar best lætur og
hitalyktin var kæfandi. Hún gat sem
best boðað úrbræðslu og þá var ein-
faldlega stóra stopp. Var það fyllsta
alvörumál, því komið var versta veð-
ur, norðaustan stormur og snjókoma
með öðrum orðum rammíslenskt
vetrarveður og það um miðjan júlí.
Undirstrikar þetta vel ummæli mín
um heiðina í upphafi fyrstu greinar-
innar.
Þarna í hriðarsortanum var reynt
að grennslast fyrir um, hvaða óyndi
gripið hefði bfl leiðangursstjóra. Ekki
vantaði smurolíu, nóg var kælivatn og
hvergi var leka að sjá. Annars voru
aðstæður til athugunar heldur slæm-
ar. En þeir fróðustu í vélfræði, töldu
að hér væri um mjög dularfullan
krankleik að ræða, en ekkert annað
Stórikarl við Skoruvíkurbjarg. Svartfugl-
inn býr ofan á þeim hluta hans sem snýr að
landi, en súlan sjávarmegin, eins og sjá
má.
172 Heimaerbezt
fyrir hendi en halda áfram og sjá
hvort beiglan drattaðist ekki undan
brattanum. Raunar var fárra kosta
völ, hinir bílarnir horfnir suður af og
ekkert hægt að fullyrða, hvenær þeir
uppgötvuðu, að við værum ekki með.
Elli ræsti því vélina og bfllinn dólaði
af stað.
Okkur lánaðist að komast niður af
heiðinni, niður úr hríðinni og ofan á
jafnsléttu í Jökulsárhlíð. Þar biðu
aðrir leiðangursmenn, var þá farið
að lengja eftir okkur. Eins og ég drap
á hér framar, höfðum við sérfræðinga
á flestum sviðum í þessum leiðangri.
Og nú kom til kasta bifvélavirkja, en
hann var einn af þeim, er beið okkar.
Hann fann fljótlega bilunina. Það var
leki á kælivatnsröri, þrátt fyrir allt.
Ekki var um auðugan garð að gresja,
hvað efni til viðgerðar varðaði. Þó
tókst að þétta rörið. Var það gert með
grisju, tyggigúmmíi og heftiplástri. Ég
get ekki láð neinum, þótt hann efi
sannleiksgildi þessara orða. En þeir
sem áhuga hafa að vita hið sannasta
og jafnframt læra þessa viðgerð, geta
snúið sér til Bjarna Björnssonar, bif-
vélavirkja á Fáskrúðsfirði og fengið
nánari upplýsingar. Trúlegt þykir
mér, að Bjarni hafi þegar sótt um
einkaleyfi á þessari viðgerð. En hvað
um það, dugði hún til ferðaloka og
undirstrikaði lán þessa leiðangurs
nánast hundrað prósent, ef hægt er að
mæla heppni á þann máta.
Við komum að Hlöðum (því miður
heitir þar Fellabær nú) um kl. 21.30.
Bauð fararstjóri liðinu til kvöldverðar
í Vegaveitingum. Var ekkert skorið
við nögl, hver fékk það er hann lysti
og á matseðli var. Yfir borðum þakk-
aði Elli mönnum vasklega fram-
göngu. Einnig bað hann velvirðingar
er orðið hafði á viðurgjörningi í för-
inni. (Ég held barasta, að þá hafi
flestir verið farnir að gleyma því).
Einnig hrósaði Elli mannskapnum
fyrir eljusemi, förin sólarhring styttri
en áætlun hafði hljóðað upp á. Gerðu
menn góðan róm að ræðu leiðang-
ursstjóra. Var samsæti þetta hið
ánægjulegasta í hvívetna.
Þarna mátti segja, að leiðangrinum
hafi lokið. Hafði hann tekist vel í alla
staði eða öllum aðalatriðum vildu
kannski sumir segja — og var þá ekki
takmarkinu náð? I þessari ferð bættu
menn við sig aukinni lífsreynslu,
fróðleik og skemmtan. Og því sem
mönnum fannst fara úrskeiðis í hita
dagsins, hlæja menn að þá árin líða.
Stundir erfiðleika og andstreymi
verða síðar meir eins og krydd ferð-
arinnar. Þetta er einn leyndardómur
lífsins.
Hvort eldspýtnaverksmiðjan á eftir
að rísa á Langanesströnd skal ekki
fullyrt, en Elli væri manna lfldegastur
að leggja þar hönd á plóg. Eitt er vist,
að þar norður frá er efni í eldspýtur
handa klendingum um ófyrirsjáan-
lega framtíð. Og með mikilli ánægju
skyldi ég kaupa fyrsta stokkinn.
Að lokum þakka ég öllum leiðang-
ursmönnum (þótt seint sé) ánægju-
legar stundir á strönd Dumbshafs.
Lesendum einnig, þeim er nennt hafa
að lesa. Vona ég, að þeir hafi haft
dálitla skemmtan af. Góðar stundir.
Uppkastið var samið
28. febrúar 1981.
Handriti lokið að fullu
þann 21. febrúar 1983.
Guðjón Sveinsson.
Á Skálum. Björn Kristjánsson vitavörður frá Skoruvik
mun nú manna fróðastur um byggð á Langanesi, borinn þar
og barnfœddur. Hann frœðir Jón sjónvarpsmann Björg-
vinsson um gamla daga. Þeir styðjast við einn lifrargeyma
bræðslunnar, sem voru úr tré og minntu á stórar slátur-
tunnur. A innfelldu myndinni er leiðangursstjórinn Elis P.
Sigurðsson við leifarnar af ofnum lifrarbrœðslunnar. Allar
Ijósmyndir með greinaflokknum tók greinarhöfundur.
Heima er bezt 173