Heima er bezt - 01.03.1987, Side 6
Áskell á Skugga sinum. Myndin var tekin við Laugaskóla 1943.
komst því heldur hrapallega úr takt við kórinn. Mér brá
skelfilega við þessi mistök mín, en lærði mikið á þeim.
— Áður en lengra er haldið, langar mig til að spyrja þig
um framtíðaráform þín á unglingsárum. —
— Mér er óhætt að segja, að þau hafi verið næsta óljós.
Það hljómar ef til vill sem ábyrgðarleysi að segja, að lífið
hafi gengið þar eins og af hendingu. En sjóndeildarhring-
urinn þarna inn við öræfin afmarkaði sérstakan heim, sem
ég undi þá vel við. Ég var snemma hændur að sauðkindinni
eins og fleiri ættmenn mínir, sem eru margir hverjir óvenju
glöggir fjármenn og voru a.m.k. áhugasamir um ræktun
sauðfjár. Á heimaslóðum mínum var, að því er ég best veit,
myndaður fyrsti félagsskapur til kynbóta sauðfjár hér á
landi, en það var um miðja 19. öld. Og ég hafði gaman af að
ganga við fé, en ól þó ekki í brjósti neina búskapardrauma.
Það var líka augljóst, að nógir voru til þess að taka við búi á
Mýri.
Þegar ég fann sjávarlykt
í fyrsta sinn
En til marks um það, hversu lokuð þessi bernskuveröld mín
var, þá hafði ég ekki komið á alla bæi í sveitinni fyrr en
löngu eftir fermingu. í kaupstaðarferð fór ég í fyrsta sinn
árið 1922, þegar ég var 11 ára gamall. Þá þurfti ég að fara til
augnlæknis á Akureyri. Mamma fór ein með mér og að
sjálfsögðu fórum við ríðandi heiman frá Mýri og sem leið lá
yfir Vallnafjall vestur um skarð það, er löngum hefur verið
talið Hellugnúpsskarð, sem nefnt er i Ljósvetningasögu.
Komum við þá niður í Fnjóskadal skammt sunnan við
Sörlastaði. Nokkru norðar var þá bærinn Belgsá, sem nú er
í eyði. Þar bjó þá Karl Kristjánsson, Ingjaldssonar frá Mýri,
frændi mömmu. Er mér í minni, hve vel var tekið á móti
okkur þar á báðum leiðum. Þessi mæti frændi okkar, Karl,
fórst síðar í snjóflóði skammt frá bænum 4. mai 1929 aðeins
38 ára. Einkasonur hans er Stefán Karlsson handritafræð-
ingur, starfsmaður stofnunar Árna Magnússonar.
Við héldum þá samdægurs áfram yfir Fnjóská og vestur
yfir Vaðlaheiði um Bíldsárskarð. Það var mér ógleymanleg
og töfrandi sýn, þegar við komum vestan í Vaðlaheiði og ég
sá þá sjóinn í fyrsta sinn. Það dró heldur ekki úr áhrifum
þess atburðar, að rétt um sama leyti og við sáum yfir Eyja-
fjörð þá flautaði skip á Pollinum innan við Oddeyri. Þetta
var stórkostlegt ævintýr fyrir daladrenginn og einstæð
reynsla, þegar ég síðan fann sjávarlyktina í fyrsta sinn og sá
risastór tré í Gróðrarstöðinni og í gömlum skrúðgörðum í
Fjörunni. En ég man að við gistum í Fífilgerði, áður en við
héldum vestur yfir Leirurnar. Annað, sem mér er minnis-
stætt úr þessari fyrstu kaupstaðarferð, var það, að mamma
hafði frétt að von væri á Sigurði Nordal norður til Akur-
eyrar um þetta leyti. Þar átti þessi ungi lærdómsmaður, sem
þegar var þjóðkunnur, að flytja bókmenntafyrirlestur. Veit
ég að mamma hagaði för okkar þannig, að hún yrði stödd
þennan dag á Akureyri. Hún var mjög bókmenntalega
sinnuð og áreiðanlega nutu aðrir þess, þegar hún kom heim
og endursagði fyrirlestur Nordals í baðstofunni á Mýri.
— Þú sagðir áðan frá þeirri tónlistarfræðslu, sem faðir
þinn veitti þér. Fékkstu ekki aðra tilsögn í orgelleik? —
— Jú reyndar. Skömmu eftir áramótin 1927 gekk ég frá
Mýri inn á Akureyri og var þar í einn mánuð hjá Sigurgeir
Jónssyni við orgelnám. Það var notadrjúgur tími, því Sig-
urgeir var fágætlega snjall kennari. Og meðan ég dvaldi á
Akureyri í það sinn átti ég þess kost að hlusta á Karlakórinn
Geysi, sem var skipaður ýmsum kunnum söngmönnum,
sem sumir áttu eftir að láta mikið að sér kveða. En það var
ekki Ingimundur Árnason, sem stjórnaði kórnum í þetta
sinn, heldur Benedikt Elvar. Hann hafði æft hann þennan
vetur. Þetta var áhrifamikill konsert fyrir heimalning eins
og mig og hann glæddi áreiðanlega þá löngun til söng-
stjórnar, sem átti eftir að rætast áður en mjög langur tími
leið.
Kvaddur til söngstjórnar
og ráðsmennsku
Haustið 1930 fór ég til náms á Alþýðuskólann á Laugum.
I tómstundum komu nemendur þá gjarnan saman og
sungu. Einhvern veginn vildi svo til, að það kom í minn
hlut að hafa forystu um þessar söngæfingar og fyrr en mig
varði var ég farinn að slá taktinn. Arnór Sigurjónsson
skólastjóri fylgdist með þessu af nokkrum áhuga og svo
kom, að hann og skólanefndin töldu ástæðu til þess að
borga mér fyrir þessa söngþjálfun. Ég var á Laugum til
vorsins 1932.
Þá gerðist það tveim árum síðar, að Jón bóndi Sigurðs-
son á Yztafelli, sem verið hafði formaður skólanefndar
Laugaskóla um 10 ára skeið, tók að sér forstöðu fyrir hér-
aðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði haustið 1934. Ástæð-
78 Heima er bezt