Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 16
Yfirlœknirinn: „Þér þarfnist um fram allt að fá þann frið og þá
ró, sem þér njótið ekki heima, frú Hansen. “
Tveir gamaldags enskir læknar sátu saman við borð og
ræddust við. Svo segir annar dálítið meinfýsinn: „Ég var að
frétta að herra Jones, sem þú stundaðir við lifrarsjúkdómi,
sé dauður úr hjartabilun. Þegar ég stunda mann við lifrar-
sjúkdómi, þá deyr hann einnig úr lifrarsjúkdómi.“
Einn glæsilegasti kvikmyndaleikari Þjóðverja hafði fengið
heiftarlega verki í kviðarhol. Kvalastillandi lyf reyndust
gagnslaus. Leikarinn leitaði þá til frægs skurðlæknis. Hinn
mikilúðugi prófessor gaumgæfði glæsilegan klæðnað
komumanns, stífpressaðar buxurnar, tískuhálsbindið og
spegilgljáandi támjóa skóna. Að svo búnu rannsakaði hann
sjúklinginn hátt og lágt og kvað upp úrskurð sinn: „Allt er
tipp topp, bæði að innan- og utanverðu. Það eina sem amar
að yður er að botnlanginn í yður situr skakkt.“
Á öldinni sem leið praktiseraði í Berlín læknir sem hét
Emst Ludwig Heim. Hann var virtur mjög og eftirsóttur.
Dag einn var hann kallaður til greifynju. Dr. Heim var
einstakt ljúfmenni og þegar hann kom inn til frúarinnar
sagði hann þýðlega: „Nú, mín kæra, hvað er það svo sem
amar að yður?“ Móðguð vegna þessa umbúðaleysis sagði
frúin hvassyrt: „Herra læknir, ég er greifynja." Dr. Heim
svaraði elskulegur að vanda: „Já mín kæra, en við því hef
ég engin lyf og get þess vegna ekki hjálpað yður.“ Yfirgaf
svo höllina.
Dr. Heim var vínhneygður. Dag einn er hann sat yfir
flösku á vertshúsi kom maður æðandi inn. Sá var smávax-
inn, lét dagsdaglega lítið yfir sér og bjó við konuríki, en í
þetta sinn hrópaði hann skipandi: „Komið umsvifalaust.
herra doktor, konan mín er að deyja.“ „Þér leyfið vonandi
að ég ljúki fyrst við flöskuna mína,“ svaraði læknirinn.
Komumaður tók það ekki í mál, heldur tók utan um
lækninn og hljóp með hann til dyra. „Dokið við, dokið,“
æpti þá dr. Heim: „Ég hefni mín grimmilega á yður, ég
lækna konuna yðar!“
Þegar Jóhannes Heimbeck var kandidat á IX. deild
Ullevál sjúkrahússins bentu rannsóknir, sem hann og
Scheel yfirlæknir gerðu á hjúkrunarnemum, til þess að þeir
hefðu smitast af berklum í starfi. Þeir félagar höfðu þá
unnið að rannsóknum á BCG-bólusetningu, og varð
Heimbeck heimsfrægur fyrir berklarannsóknir sínar. Hann
sótti svo um forstöðumannsstarf við berklahæli. Lungna-
læknar mótmæltu þá vegna þess að Heimbeck var ekki
„ftisilog", þ.e. berklasérfræðingur. Þá varð Heimbeck að
orði: „Þetta er álíka vitlaust og það væri að neita Vorum
Herra um að tala í kirkju á þeirri forsendu að hann væri
ekki cand. theol.“
Það er kunnara en frá þurfi að segja að keisarar og
biskupar geta orðið veikir rétt eins og annað fólk. Hvorki
blátt blóð né purpurakápa eru nein vörn gegn sjúkdómum,
ja, ekki einu sinni gegn svo hversdagslegum uppákomum
sem kvefi og fótsveppi. En þeim mun frségari og áhrifa-
meiri sem þær persónur eru, sem kenna sér meins, þeim
mun afdrifaríkari geta afleiðingarnar orðið. Það hendir af
og til að mjög svo lítilfjörlegur sjúkdómur verður þeirrar
upphefðar aðnjótandi að verða konungleg písl. Og önnur
sjúkdómstilfelli geta haft bein áhrif á gang mannkynssög-
unnar. Hver veit nema Napóleon hafi þjáðst bæði af
svefnleysi og höfuðverk samfara tannpínu nóttina fyrir
orrustuna við Waterloo. Að ekki sé talað um Ólaf helga
nóttina fyrir Stiklastaðabardaga. Hann leið örugglega af
brjóstsviða og vindgangi, með stórum fretum, og naut þar í
engu heilagleika síns.
Og úr því að tign hinna fornu forkólfa í heimi læknis-
fræðinnar slagaði í eigin og annarra augum hátt uppí Vorn
Herra má nærri geta að tign ýmissa frægðarmanna í hópi
sjúklinga hafi ekki verið minni. Það átti sinn þátt í að gera
sjúkdóma þeirra svo forvitnilega að dugað hefur í heil
sagnfræðirit. En hvað með þagnarskylduna — þarf ekki að
halda hana í heiðri? Nei, hún skiptir engu máli hér. Svo
fremi sjúklingur standi nógu hátt í þjóðfélagsstiganum, er
allri tillitssemi varpað fyrir róða. Þá er þetta sagan, og sem
slík almenningseign. Hver sem þess óskar á þess kost að
sökkva sér niður í sjúkdómssögu frægra persóna. Það var
ekki löngu eftir lát Churchills að líflæknir ha'ns sendi frá sér
gilda bók, troðfulla af líkamsveilum og heilsufarsatriðum
þessa fræga stjórnmálamanns. Krufningsskýrslur Edward
Griegs og Ole Bull hafa verið gefnar út fyrir löngu. Fleiri
nöfn af handahófi: Nákvæm úttekt á sálrænum sérkennum
Charles Darwin og Florence Nightingale hefur fyrir löngu
verið gerð, og hálskrabbamein Friðriks Vilhjálms Þýska-
landskeisara fyllir heilan doðrant, sem skrifaður var af
enskum líflækni hans sem vörn fyrir rangar og réttar sjúk-
dómsgreiningar gegn árásum öfundsjúkra, þýskra kollega.
Byrjum á sælum Marteini Luther. Svo litríkur persónu-
leiki komst ekki hjá rannsókn síðari tíma, einnig að því er
88 Heima er bezt