Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 24
í Tímariti Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi, í vísnaflokki eftir
Guðrúnu Þórðardóttur frá Vals-
hamri. Hafa mun ég þó fyrir satt fyrst
um sinn, að frásögn Helgu sé réttust.
Næst tel ég vísu Látra-Bjargar:
Mývatnssveit ég vænsta veit
vera á Norður-láði;
fólkið gott, það fær þann vott,
að flestum góðvild tjáði.
Nokkrir hafa þó síðustu orð vís-
unnar þannig: „að fullt sé það af
háði“, og hyggja, að svo hafi hún verið
kveðin, en ég tel hiklaust vísuna rétt-
ari, eins og ég hafði hana fyrr.
Látra-Björg var fátæk kona, sem fór
milli sveita og þakkaði vel góðan
greiða, en Mývetningar höfðu þá
bæði vilja og mátt til að seðja svanga.
Vísan virðist mér, eins og margir hafa
hana nú, líkust fati, sem upphaflega
var einlitt, en síðar spillt og sett í
stykki af öðru efni, að vísu haglega
gjört, en ber þó ávallt annan lit. Mý-
vetningar hugðu, að Jakob Pétursson
á Breiðumýri hefði af stríðni breytt
vísuorðunum.
Séra Helgi Benediktsson var prest-
ur í Mývatnsþingum nokkur ár. Undi
hann þar vel hag sínum, þrátt fyrir
rýrar tekjur og harðæri. Var hann
virtur og elskaður af sóknarbörnum
sínum og talinn kraftaskáld. Trúðu
menn því, að hann hefði verndað 111-
uga skáld Helgason fyrir ásókn Skottu
og læknað sálsýki hans, á meðan þeir
voru nágrannar. Jón prestur Þor-
steinsson á Húsavík átti ættingja og
arfs von í Mývatnssveit. Hann fékk
séra Helga til að hafa brauðaskipti við
sig. Er mælt, að séra Helgi harmaði
það alla ævi og kvæði eitt sinn, er
hann sá á sveitina:
Mývatnssveit er mér að sjá
magnleg sorgarspenna,
ógrátandi ég aldrei má
augum til hennar renna.
Jón Sigurðsson á Rifkelsstöðum í
Eyjafirði, Sigmundssonar í Vindbelg,
var kvæntur frændkonu sinni, Stein-
vöru Helgadóttur frá Skútustöðum.
Eitt haust fóru þau að finna ættfólk
sitt við Mývatn. Staðnæmdust þau á
Brattaási á austurleið og lituðust um.
Þá kvað Jón:
Mývatnsfjöllin sýna sig,
sveipuð hvítum skrúða.
Veit ég gleður þetta þig,
þornaristin prúða.
Hjón þessi unnust vel í fyrstu, en
brátt kólnaði ástin, og leitaði Steinvör
þá til æskustöðvanna með sonu þeirra
báða. Urðu þau öll skammlíf þar og
mun nú sjaldnast minnzt, nema þá er
vísuna ber á góma.
Jón Hinriksson, síðast bóndi á
Helluvaði, ólst upp seinni hluta
bernsku sinnar í Mývatnssveit og átti
þar heimili síðan, að undanskildum
þremur árum, sem hann bjó á Hólum
í Eyjafirði. Þaðan leitaði hann til baka
sökum óyndis þeirra hjóna og bjó eftir
það við sízt betri skilyrði en hann
hafði frá horfið. í Eyjafirði orti hann
ljóðabréf til vinar síns við Mývatm. í
því eru þessar vísur:
Þú á bala bláskóga
byggð þér valið hefir,
en ég í dal við dampana
og drungasali ófagra.
Mér er hulin — magnast þrá —
Mývatnssveitin góða.
Sorgarkul mig sækir á,
sízt fæ dulið veiki þá.
Baldvin Stefánsson, Gamalíelsson-
ar frá Haganesi, gjörði þessa vísu:
Elur söng og fæðuföng,
frostaspöng nam hopa.
Laxá ströng sín stikar göng,
stanz er á öngum dropa.
Bróðir Baldvins, Stefán bóndi í
Ytri-Neslöndum, og frændi þeirra,
Árni Jónsson prófastur, voru staddir á
Flatskalla, sem er hæð milli Reykja-
hlíðar og Grímsstaða, og gjörðu þá
þessa vísu:
Fagurt er á Flatskalla
fyrir norðan sveitina,
horfa yfir hólmana,
hraun og báða Flóana.
Séra Árni var Mývetningur að ætt
og uppruna og sóknarprestur þeirra
um aldarfjórðung og unni sveit sinni
sem bezt má verða. Á efri árum hans
var honum veitt Hólmaprestakall í
Reyðarfirði, og fluttist hann þangað. í
Námaskarði á austurleið sneri hann
hesti sínum við og kvað:
Logn er nú og ládeyða,
ljómi’ yfir þér, sveitin mín,
farðu vel, þú fallega,
faðmi drottinn börnin þín.
Séra Árni lifði skamma stund á
Hólmum. Hvilir hann meðal ættingja
og vina í Skútustaðakirkjugarði, að
eigin vild og sóknarbarna sinna þar.
Fæst af því hefir geymzt, sem um
Mývatnssveit hefir verið sagt í
óbundnu máli. Minnin, sem henni
hafa verið flutt, voru flest mælt af
munni fram og hafa gleymzt. En í
fljótu bragði eru mér í huga þrír
menn, sem hafa minnzt hennar svo,
að ei mun gleymast. Stephan G.
Stephansson skáld getur þess í Jökul-
göngum, þegar hann er staddur í
Námaskarði, og Mývatnssveit liggur
fyrir fótum hans í sínu fegursta sum-
arskrúða, en flokkur syngjandi karla
og kvenna kemur fagnandi móti hon-
um. Þá er sem tunga hans losni úr
læðingi, og hann lýsir því, sem hið
glögga gestsauga sér, fegurð sveitar-
innar og ást íbúanna á henni.
Sigfús á Sandi ritar um Þorgils
gjallanda í Helgafelli. í sambandi við
hann fer hann fögrum orðum og lof-
samlegum um sveit þá, sem þeir unnu
báðir hugástum. Sigfús er sonur
hjónanna Bjarnar bónda á Grana-
stöðum, Magnússonar, prests á
Grenjaðarstað, og Hólmfríðar Pét-
ursdóttur frá Reykjahlíð, Jónssonar
prests, Þorsteinssonar. Mun hann
hafa verið um fermingaraldur, er
hann fluttist til Mývatns með móður
sinni og systkinum, eftir fráfall föður
síns. Sigfús kysi ég til að fylgja verkum
Þorgils úr hlaði. Hvorki mundi hann
skorta hagleg orð né sannleiksást, ekki
heldur vera vant hlýleika til Mý-
vatnssveitar eða barna hennar. Veit
ég þó, að fleiri muni eiga kosti þessa
en hann.
Jón Stefánsson á Litluströnd, öðru
nafni Þorgils gjallandi, unni sveit
96 Heima er bezl