Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1987, Side 25

Heima er bezt - 01.03.1987, Side 25
sinni svo, að þar kaus hann heldur að búa við erfiða aðstöðu en kosti góða í öðrum héruðum. Ekki var hann mál- skrafsmikill um ást sína til átthag- anna, en þar gat hann gengið um „milli svefns og vöku“ frá einni sjón- arhæð til annarrar og birt öðrum forkunnarfegurð fjallabyggðarinnar á heiðskíru vetrarkvöldi. Þar gat hann líka töfrað fram svanasöng og Laxár- nið og látið fróa Mývetningum, þeim sem i fjarlægð búa en heimþrá hafa. Síðast nefni ég kvæði þau, sem kveðin hafa verið um sveitina af þeim, sem þá hafa átt þar heimili. Hallgrímur Jónsson í Reykjahlíð, síðar prestur á Hólmum, orti hlýtt og sonarlega um hana. Það kvæði hefir geymzt hjá nánum ættingjum hans við Mývatn. Árið 1881 efndu Mývetningar til skemmtisamkomu, og sögðu mér menn, er þá voru börn að aldri, að þeim degi gleymdu þeir aldrei. Ræðustóllinn var norðvesturhorn baðstofuveggjarins á Skútustöðum. Þar lásu þeir upp kvæði sín til Mý- vatnssveitar, feðgarnir Jón Hinriksson og Jón bóndi á Arnarvatni, síðar al- þingismaður í Múla. Kvæði Jóns Hinrikssonar er prentað í kvæðabók hans. en kvæði Jóns Jónssonar, Þú móðir vor aldna, veit ég ekki til að hafi verið prentað.* Það las hann upp, hratt og með hita nokkrum. I lok þess stökk hann vestur af veggnum og tók í fáum skrefum spölinn til mannfjöld- ans á Hjallhólnum, sem hóf sam- stundis upp söng kvæðisins, undir forustu Helga Jónssonar, bónda á Skútustöðum, síðar hreppstjóra á Grænavatni. Hafði hann lært áður söng og orgelleik í Reykjavík, og mun hafa verið fyrsti söngkennari Mý- vetninga. Get ég þess hér, því að um mörg ár var þetta kvæði nokkurs konar hergönguljóð æskulýðsins mý- vetnska. Einhvern tíma nálægt 1890 mun Jakobína systir Sigfúsar á Sandi hafa gjört kvæði um Skarðssel. Jakobína var alla vega vel gefin kona, og að margra áliti kvenna bezt skáldmælt * Þetta kvæði er nú prentað hér í Heima er bezt á bls. 94. þá í Þingeyjarsýslu. Kvæði hennar eru yfirlætislaus en myndauðug og sýna skyldleikann við ljóð Guðnýjar afa- systur hennar frá Klömbur. Kvæði Jakobínu um Skarðssel gjörir okkur allt svo ljóst. Við sjáum hana á leið upp með Hlíðunum á honum Þuml- ungi hans afa hennar, finnum angan fjalldrapans og snertingu hans frá há- um götubökkunum, lítum litla fjalla- selið, byggt yfir málnytubúsmala Reykjahlíðar, og niðandi blátæra lind fast við selvegginn, þar sem yndis- fagra, barnunga stúlkan er að spegla sig, þvi að skuggsjárlaus hefir hún að heiman farið þá, sem endranær. Um líkt leyti og þetta gerðist mun Jón Þorsteinsson, bóndi á Arnarvatni, hafa kveðið: „Varstu ekki í heitum hug, „horfðir yfir landið fríða“, sástu fyrir sjónum líða sveitir, héruð, víða, víða? Vann þá engin ímynd bug öðru, sem þú dáðist að, hver var sveitin hýrust, hvað? hver var það?“ Og hann var ekki í neinum vafa um, að það er sveitin, sem á „Mývatn blátt en grænt á börmum“. Jón Þorsteinsson er af mývetnsku bergi brotinn og fæddur þar, en þroska sinn og æskuunað hlaut hann í annarri sveit, sem hann unni vel. Fegurð Mývatnssveitar og gagnsemi hrífur hug hans svo, að hún á aðdáun hans alla, og hann segir: „Fyrir landi eru eyjar, iðjagrænar, njólum skrýddar, þúsund blaða blómum prýddar, þar sem bóndi hraustur heyjar, hér er fagurt undir bú; stólpi lands er sveitin sú.“ Og að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu, að „Þar vilja allir ætíð vera, ef þeir stigu fæti þangað. Þangað alla aftur langar! Allir vilja þar beinin bera.“ Og þetta virðast sönn orð og spá- mannleg, það sýna okkur grafir þeirra, sem ekki hafa átt hér starfs- svið, en kosið þreyttum líkama sínum hinzta hvílurúm í skauti æskustöðv- anna. Austur í kirkjugarðinum hérna hvílir hann Njörður eftir hark heims- ins. Hann, sem yfirgaf átthaga sína á unga aldri, þegar Skaði undi þar ekki. Héraði hennar gaf hann manndómsár sín og vinnuþrótt. Þar lagði hann hana í gröf á gamals aldri hjá dætrum þeirra, sem andazt höfðu uppkomnar, en mælti svo fyrir, að hann fengi síðar að blanda dufti sínu við mývetnska mold. Þá er ég komin að því kvæði, sem mun lifa meðan Mývatnssveit er byggð, en það er Sveitin mín, eina kvæðið, sem ég nefni eftir Sigurð á Arnarvatni, þó að fleiri eigi hann fögur, en þetta kvæði mundu allir vilja kveðið hafa, eins og sagt var um Lilju Eysteins Ásgrímssonar, og jafn hjartfólgið er það okkur í dag, eins og nýkveðið um síðustu aldamót. En undarlegt er það, að síðan mun fátt eitt hafa verið kveðið um sveitina. Annað hvort mun mönnum hafa fundizt þar koma fram hugur sinn allur, eða enginn treyst sér til að gjöra betur, nema hvort tveggja sé. Kvæði þetta er fyrst og fremst lofsöngur Mý- vatnssveitar, en um leið allra annarra sveita, sem ísland vefur örmum og tengir við borgir og bæi. Átthagaástir og ættjarðar eru að mínu áliti svo ná- skyldar, að vart má á milli sjá, en sín- um augum lítur hver á silfrið. Fyrir skömmu hlýddi ég á tal menntamanna nokkurra, sem lýstu yfir andúð sinni á háttalagi þeirra, sem leituðu sér atvinnu í höfuðstað landsins og hefðu þar búsetu, en stofnuðu þó til félagsskapar hver fyrir sitt hérað og virtust aðeins hafa áhuga fyrir fegurð þess og framgangi, en skeyttu ekkert um skyldur sínar við land og þjóð. „Því fer sem fer,“ bætti einn þeirra við, „að þetta fólk veit ekkert, hvað ættjarðarást er.“ Ég sat sem höggdofa. Mér hafði ávallt virzt átthagaástir réttmætar og líkjast lækj- um þeim, sem streyma um fögur fjallalönd og græna dali en leita þó að sama farveg allir og falla að lokum í Framhald á bls. 106 Heimaerbezt 97

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.