Heima er bezt - 01.03.1987, Page 26
✓
Ur skrínu Theodórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi - II
Slysið við Dettifoss
Detlifoss séður að austan.
í bókinni Jökulsárgljúfur, bls. 11, er
með fáum orðum sagt frá því, þegar
danskur tannlæknir, að nafni Ole
Braa, hrapaði fram af háu bjarginu
austan við Jökulsá, örstutt norðan við
Dettifoss.
Hér verður nánar sagt frá þeim at-
burði, því svo einstakur er hann. Til
glöggvunar skal þó fyrst tekið fram,
að við fossinn var þá margt fólk á ferð.
Strax, eftir að slysið vildi til, var liði
skipt. Nokkrir léttvígustu mennirnir
hlupu norður bjargbrúnina, til að leita
að niðurgöngu, aðrir tóku bíla og óku
eins hratt og auðið var, upp í Hólssel,
til að ná símasambandi við Kópasker,
þar sem héraðslæknirinn var búsettur.
Það náðist strax samband við hann og
sagðist hann skyldi koma að slys-
staðnum, eins fljótt og verða mætti.
Leiðin frá Dettifossi að Hólsseli, var
þá allt önnur en nú (1976). Hún var
bæði krókótt og mjög seinfarin. Frá
Dettifossi þurfti fyrst'að aka norður á
Austurlandsveginn, sem þá var lagður
norðan við Rauðhólana og lá miklu
austar, yfir Hólssand. Frá honum var
ruddur vegur, rétt austan við Rauð-
hólana, að Dettifossi. í Hólsseli var þá
einnig fenginn kunnugur maður, sem
þekkti leiðina til að komast að mann-
inum. Þar var einnig fengin hurð, til
að bera hann á, ásamt böndum.
Næstu daga eftir slysið, birtist við-
tal við lækninn á Kópaskeri, Jón
Árnason frá Garði í Mývatnssveit.
Það fer hér á eftir:
„Laugardaginn 10. júlí (1937) kom
skemmtiferðafólkið, sem hér er á ferð
á vegum Ferðafélags íslands, að
Dettifossi, og dvaldist þar nokkra
stund. Um hádegisbilið fór flest af
fólkinu, en talsverður hópur varð þó
eftir við fossinn. Þar á meðal var
danski tannlæknirinn Ole Braa. Var
hann á ferli uppi á gilbarminum, að
austanverðu við fossinn, og er þar
þverhníptur hamar undir, en þá tekur
við snarbrött malarbrekka, með möl
og mosagróðri. Talið er, að Braa hafi
farið fram á gilbarminn, til að taka
myndir af fossinum. Hrapaði hann þá
skyndilega niður, um 50 m fall, (eins
og stóð i blaðinu) og stöðvaðist ekki
fyrr en rétt ofan við ána.
Miklum erfiðleikum var bundið,
fyrir samferðafólkið, að komast niður
að ánni, þar sem hann lá. Varð það að
fara niður brattar og hættulegar
skriður, áður en það komst að hinum
slasaða manni. Voru þá liðnar tvær til
þrjár klukkustundir frá því að slysið
vildi til.
Mjög erfiðlega gekk að koma hin-
um slasaða manni upp úr gilinu, því
þarna má heita nálega ófært. Á mjög
löngum tíma og með miklum erfiðis-
munum, tókst þó að koma honum
upp úr gljúfrinu og var hann fluttur
að Skinnastað í Öxarfirði, þar sem
hann liggur nú.
Þegar komið var með hann að
Skinnastað, voru liðnar 12 til 13
stundir frá því hann hrapaði.
Braa er mikið slasaður, en þó ekki
lífshættulega. Þykir það sérstök
heppni, að hann skyldi ekki bíða bana
þegar við fallið.“
Hér lýkur frásögn Jóns læknis.
Örugga heimild um það hvernig
slysið vildi til, tel ég, sem þetta rita,
einnig rétt að geymist. Hún er eftir
sjónarvotta, er staddir voru vestan við
ána, beint á móti slysstaðnum. Einn
þeirra var Þórarinn Jóhannesson, þá
bóndi í Krossdal í Kelduhverfi. Hann
var þar á ferð, ásamt tveimur stúlkum,
98 Heima er bezt