Heima er bezt - 01.03.1987, Side 27
sem hann var að fylgja að Dettifossi.
Þau horfðu á fólkið, þar sem það var á
stjái, til og frá og einnig eftir bjarg-
brúninni, norðan við fossinn. Tóku
þau þá eftir manni, sem nam staðar
við stóran stein, fremst á brúninni.
Allt í einu er hann kominn upp á
steininn, stendur þar og snýr sér að
fossinum. Þau sáu glöggt, að hann
hafði eitthvað í höndunum, og töldu
víst, að hann væri að taka myndir.
Leit Þórarinn af honum nokkur
augnablik. Heyrir hann þá skyndilega
og óvænt, að báðar stúlkurnar reka
upp sársaukafull angistaróp: „Hann
hrapaði, hann hrapaði.“ Samstundis
sá Þórarinn steininn, á leið sinni niður
í gljúfrið, og manninn á eftir, með alla
arma útrétta, eins og hann svifi niður
með bjarginu. Hann kom fyrst niður í
snarbratta og að því er virtist smá-
gerða malarurð, sem virtist blaut af
úðanum og eitthvað mosavaxin efst,
neðan við standbjargið, sem þarna
mun vera um þrjátíu metra hátt. Svo
rann hann niður urðina, þar til hann
nam staðar. Steinninn var talsvert á
undan honum, skall í urðina og hóf
sig svo aftur á loft, og hvarf í ána. Eftir
nokkur augnablik virtist allt fólkið
hafa skynjað, hvað komið hafði fyrir.
Margir hlupu að bjargbrúninni, til og
frá, og sumir þeirra hafa — án efa —
séð manninn í urðinni neðan við, því
eftir nokkur augnablik hlupu nokkrir
norður eftir bjargbrúninni, án efa í
þeim ásetningi að reyna að komast
niður að ánni.
Fyrst lá maðurinn hreyfingarlaus
nokkra stund, en fór þá að baða út
höndum. Við þær hreyfingar mjak-
aðist hann niður skriðuna og nálgaðist
ána, þar til hann hætti að hreyfa sig.“
Hér lauk frásögn Þórarins.
Tveim til þrem klukkustundum
eftir að maðurinn hrapaði, komu
fyrstu félagar hans að honum þar sem
hann lá, nokkrum metrum ofan við
ána. Þeir höfðu komist nógu langt
norður björgin, þar sem fyrst er hægt
að fara niður að ánni, skammt sunnan
við Hafragilsfossinn. Eftir það er
engin veruleg torfæra suður að Detti-
fossi, nema stórgrýttar urðir, eftir að
kemur syðst í Fossundirlendið. Þær
verða ávallt varasamar, og skal öllum
ráðlagt að fara þá leið sem næst
Deltifoss. Myndin er tekin niðri í gljúfrinu.
björgunum, ofan við, en ekki með-
fram ánni, og er þá miðað við sumar-
mánuðina.
Þegar gengið hafði verið frá Braa,
eftir beztu getu, á hurðinni, sem
komið var með úr Hólsseli, þar sem
Jón læknir sagði fyrir verkum og að-
stoðaði eftir mætti, var lagt af stað
með hann. Hurðin var borin af fjórum
mönnum til skiptis, því allir lögðu þar
lið eftir mætti. Jón læknir sagði mér,
að það hefði verið afar slæmt að fara
út yfir stórgrýttu urðirnar norðan við
fossinn, þar til komið var út í undir-
lendið: Sjálfur þekkti ég leiðina og
samsinnti það fúslega, enda bætti ég
við, að margir mundu telja það
kraftaverk að komast það með slíkan
farangur og þeir gerðu. Sjálfur var
Jón læknir vanur erfiðleikum og af-
burða ferðamaður. Svo margar ferð-
irnar fór hann einn frá Kópaskeri,
eftir að hann varð þar læknir og lenti
þá oft í verstu veðrum á löngum leið-
um, eins og til Raufarhafnar og upp á
Hólsfjöll. Og enn man ég glöggt, þeg-
ar hann sagði mér frá þessari ferð
sinni eftir slasaða manninum við
Dettifoss, haustið eftir að slysið vildi
til, hve hann dáðist að einum félaga
sínum, frá því fyrst var búið um Braa
á hurðinni, og þar til hann var borinn
inn í bæinn á Skinnastað. Það var
hjúkrunarkona, sem þar var með í för,
og hafði komið með þeim fyrstu að
Braa, þar sem hann lá. Jón dáðist að
handtökum hennar og nákvæmni við
að ganga frá manninum, með honum,
á hurðinni og þar til hann var borinn
að fylgjast með honum, eftir að lagt
var af stað, því segja mátti, að hún
hefði alltaf verið öðru hvoru megin
við hurðina, yfir allar urðirnar, þar
sem laus og liðugur maður hafði nóg
með að finna fótum sínum forráð.
„Það mátti ætla, að hún hefði aldrei
gert annað, frá því hún fór að ganga,
en klifra í hömrum,“ sagði Jón læknir.
Hann taldi það líka hreina mildi, að
enginn skyldi slasast á því ferðalagi,
þar sem oft losnaði um steina í urð-
inni, undan fótum burðarmanna.
Heimaerbezt 99