Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 32
legra sagna um atburðina í Hvammi. Loks var svo komið, að jafnvel Steina sjálfum var sagt, að Þorbjörn væri faðir bamsins, sem Silla hafði eignast. Öllum þessum sögum tók Steini fálega í fyrstu, en þó fór svo, að hann fór að leggja nokkurn trúnað á og þóttist þá í ýmsu sjá stoðir renna undir grun fólksins. Hann sá fyrir sér Þorbjörn, hversu hann lét sér annt um barnið, var um- hyggjusamari um hag þeirra, og að hann hefur tekið aftur gleði sína. Þá fann Steini, að Þorbjörn var orðinn allt annar við hann en áður, því nú var hann hlýr í viðmóti og sívakandi yfir velferð þeirra. Loks var svo komið, að Steini þóttist sjá í öllu launráð gagnvart sér og lagði trúnað á allt það, sem aðrir vildu segja um þessa hluti. Fyrir kom að hann fýsti eftir meiri frétta- burði, og hafði þá til að blanda þar inn í málflutninginn sínum eigin ályktunum, sem einkum komu niður á konu hans. Á heimilinu var hann orðinn afundinn og illur og bar þá á Sillu allskonar óhróður og málskraf, er hann þóttist heyra út í frá á ferðum sínum, því nú var hann orðið lítið heima. Silla tók sér mjög nærri alla framkomu bónda síns og reyndi að bera af sér, en allt hennar tal var flutt af svo mikilli einlægni og trúfesti í garð Þorbjörns og þeirra hjóna, sem hún kvað þau eiga allt gott upp að unna, að málflutn- ingur hennar allur snerist gegn henni sjálfri og varð aðeins til meira sundurlyndis. Þorbjörn hafði til þessa ekki orðið svo mikið var við, hvað um var rætt á bak við hann. Þó fór það engan veginn fram hjá honum, sundurlyndi þeirra hjóna, eða framkoma Steina gagnvart barninu, sem hann var svo viðkvæmur fyrir. Honum hafði frá því fyrsta fundist það vera hlýr geisli inn á heimilinu, sem varpaði ljósi á veg hans. Steini hafði þá líka orðið sem nýr maður í fyrstu, umhyggjusamur og góðviljaður, en nú upp á síðkastið allur annar, afundinn og Ulyrtur og tók sér fátt fyrir hendur. Olli þetta allt Þorbirni nokkrum áhyggjum og vandkvæðum. Skuggar tortryggni skyggðu fyrir sól dagana, þótt nátt- úran sjálf endurspeglaði allt það fegursta er hún átti. Vorið hafði verið einmuna gott. Veðurblíðan var söm dag eftir dag, öll grasspretta var meiri og betri en elztu menn mundu eftir. Fénaður hafði farið betur að en oft áður, vegna þessa hve batinn var farsæll, eftir að veðra- brigðin urðu laust eftir sumarmálin. Stekktími var liðinn og ær komnar á kvíar. Mjaltakonur sýsluðu við málnytina. Kirnur og trog voru hreinsuð og sitthvað fleira aðhafst, dyttað var að reiðverum, telgdir tindar og brúnbrís skorinn og við klöppuna minntist ljár- inn, sem bera átti út í hlaðvarpann næsta dag. Nóg var að fást við og hafa fyrir stafni, bæði innan bæjar sem utan. Það var sem ilmur daganna væri áfengur, og drunginn frá dimmviðriskvöldum vetrarins varð að engu, og fjalla- svalinn hlýr og mjúkur óf sig um hlíð og hóla. Silla, með mjaltafötuna, tók undir við raul smalans á kvíaveggnum, þar sem hann söng og lék sér við Strút gamla, sem vildi espast og urra framan í Háhyrnu gömlu, er kunni því illa að hafa seppann svo nálægt sér. Hún átti til að hoppa upp úr röð sinni með blæstri um leið og hún snússaði sig og reyndi að stanga rakkann. Við það varð Strútur gamli æfur og nærgöngull og lagði allt sitt í að teygja sig yfir vegginn, þó ekki væri til annars en að þefa af hjörðinni sem í værðarmóki stóð í röðum meðfram veggn- um. Háhyrna þekkti vel þennan ólátarakka, og vildi jafna um hann með því að hoppa upp og launa fyrir margan gráan leik, sem þau höfðu átt saman oft áður, en smalinn hafði fullt í fangið með að róa Strút og halda honum í hæfilegri stillingu. Silla var vön kvíamjöltum frá fyrri tið. Hún raulaði gamalt vögguljóð við ærnar og klappaði með hendinni á júgrið. Þær sem hún hafði lokið við að mjólka, merki hún með froðuslettu ofan af fötunni á malirnar. Og þótt þær spörkuðu og hoppuðu, þá urðu þær samt fljótt spakar þegar Silla hafði glamrað við þær nokkra stund. Öll þessi störf voru henni gamalkunn frá mörgum mætum sumrum, er hún var selráðskona. Amstur þessara daga endurvakti i huga hennar liðnar hamingjustundir. Þótt ýmsir brestir væru í sambúð þeirra Steina, þá naut hún nú samt einhverrar gamallar gleði í því að fást við mjaltir og málnytustörf. Hugur Sillu var upptekinn við mat endurminninganna, og bak við sólroðin ský skoðaði hún hinar björtu vornætur æsku sinnar. Ilmur frá berjalyngi eða angan af mosa í brekkumó áttu enn sín áhrif í vitund hennar. Enn reikaði hugurinn um hlíðina og lækjarhvamminn, hvar hún forð- um sporaði slóð um grundir og móa í áfall næturinnar. Þó var eitt kvöld sem bar af og reis hæst við sjónarrönd þess liðna á spegli gamalla daga. Smalinn var að hóa og ærnar runnu heim á kvíabólið, vængjablak og svanasöngur barst ofan af heiðinni, meðan dalalæðan óf sig um brekkur og hlíð, þá söng í vesturátt lómurinn kvöldljóð sín angurvær. Silla mundi vel þetta kvöld, niðurinn frá ánni var hærri og bergmálið frá gljúfr- inu svo ómþýtt. Þetta var kvöld minninganna. Kvöldið þegar blóm ástar hennar sprakk út og sveinninn ungi kom og fann það. Steini hafði verið nokkra daga í Hvammi og hún eins og fann það á sér, að það mundi vera hann, sem kæmi að sækja málnytuna. Hún hafði um daginn búið sig undir gestakomu, því einmitt þetta kvöld var það venja að sækja í selið. Án þess að gera sér grein fyrir, þá hlakkaði hún til kvöldsins og fannst dagurinn lengi að líða. Mjöltum hafði verið lokið og ærnar settar í nátthagann. Smalinn var sofnaður og Strútur gamli lagstur fyrir inni í gangi. Hún vakti og beið. Náttúran sjálf var eins og samofin inn í eftirvænting hennar, er hún hlustaði eftir þeim sem hún vænti. Þau Steini höfðu lítið þekkst áður, þótt hann dag og dag hefði verið í vinnu á Hvammsheimilinu. Óljóst hugboð settist að í sál hennar, einhver óþekkt kennd, sem hún ekki áður hafði fundið, og gerði sér ekki grein fyrir hver var. En án umhugsunar varp hún sér í fang ástríðu augnabliksins. 104 Heima erbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.