Heima er bezt - 01.03.1987, Side 33
Sólin var að byrja að roða efstu fjallatindana. Morgun-
roðinn sló fölum bjarma á hlíðina, og fyrstu ærnar voru að
rísa upp, þegar Steini fór fram hjá nátthaganum. Hann var
að verða seinn að ná heim að Hvammi áður en fólkið risi úr
rekkju. Hann hafði dvalist hjá Sillu í selinu alla nóttina.
Ástaratlot hans voru heit og ör. Hún fann þau enn eins og
brennandi loga leika um sig, barmur hennar opinn batt
saman örlög þeirra.
Ávöxtur þeirrar ástar, er hún hafði heitið honum nóttina
góðu í selinu forðum, var nú hennar lífsfylling er hún fann
í syninum, sem hún hafði borið undir belti og séð klæðast
mynd föðursins.
í sælli móðurgleði lifði Silla sína ástardrauma, þrátt fyrir
köpuryrði og síendurteknar sögur Steina, sem hann flutti
heim með sér hvaðanæva frá ferðum sínum, um að hún
væri sér ótrú. Þá vissi hún vel að það var illmælgi vondra
manna, sem hann í trúgirni sinni festi traust á, en hún mat
hann enn og umbar og fyrirgaf þó hann legði á hana
hendur. Hvað sem hugarórum leið, þá var hitt víst, að ástúð
hennar, umburðarlyndi og orð verkuðu eins og eldur í
beinum Steina, er logaði og brann, svo aðeins gat verið
stundarbið, að skaði hlytist af.
□
Það bar nokkuð jafnsnemma við, dag nokkurn í Hvammi,
að konur komu heim frá kvíum, og Þorbjörn kom með tvo
hesta í taumi heim götuna.
Vakti það nokkurra furðu, er hann aðspurður lét orð
liggja að því, að hann hyggði á ferðalag einhvern næstu
daga suður á land. Þyrfti því að járna hesta og sitthvað
fleira, vegna undirbúnings ferðarinnar, sem var ráðgert að
mundi taka 2-3 vikur. Þennan dag var byrjað að bera ljá í
gras, víða var orðin allgóð spretta og hafði Steini tekið sér
orf í hönd seinni hluta dagsins og farið út á hring til sláttar.
Þorbjörn staðnæmdist með hestana fyrir framan
skemmudyrnar og kallaði til Steina ef hann vildi koma og
hjálpa sér. Steini tók seint undir og ekki fyrr en mjalta-
konur höfðu staðnæmst hjá Þorbirni og tekið upp létt hjal
við hann um ferðalag hans, svo og útreiðartúr næsta
sunnudag. Sendu þær Steina tóninn, þar sem hann kom
lötrandi heim varpann, í gáskafullri glettni veittust þær að
honum og skoruðu á hann að koma með á ballið á laugar-
dagskvöldið í Tungu. Þorbjörn, sögðu þær, ætlar að lána
okkur hesta. „Það á að stofna þar stúku,“ sögðu þær, „og á
eftir á að vera tombóla og dans, og þá má enginn vera
fullur.“ Þorbjörn tók góðlátlega undir málskraf þeirra við
Steina og gaf með kímni eitt og eitt orð í. En Steini var fúll
og viðskotaillur og kastaði til þeirra ókvæðisorðum um leið
og hann labbaði á burt frá þeim.
Konur fóru síðan með málnytuna til bæjar, þar sem hver
fór að sýsla við sitt starf. Nokkra spurningu vakti þó meðal
þeirra, hið fyrirhugaða ferðalag húsbóndans, sem þær
heyrðu hann tala um og hvaða erindagjörðum hann mundi
vera í. Það var þess vegna sem Guðfinna vinnukonan, sem
kom þangað í vor, fylgdist með Sillu út að læk, er hún fór að
þvo mjaltaföturnar, ef ske kynni að Silla vissi um fyrirætlan
Þorbjörns. En hún hafði naumast hafið máls á því, þegar
Steini var þar kominn og krafðist þess að hún segði sér allt
um það. En Silla sagði sér ókunnugt um það og ekki vita
meira um það en hann. Við það varð Steini æfur mjög, og
bar það á konu sína, að víst mundi hún vita betur. Það væri
þó gamla sagan, hún þættist aldrei vita neitt, en gengi hér
um ljúgandi við sig og skríðandi í kringum Þorbjörn.
Eftir allharða orðasennu á milli þeirra, þá þreif Steini í
ein mjólkurfötuna og grýtti henni í konu sína um leið og
hann tók á rás með formælingum og stóryrðum heim að
bænum.
Þorbjörn var kominn út fyrir tún með hestana og hefti
þá þar, þegar uppistandið við lækinn átti sér stað. Er hann
ætlaði heim á leið, þá mætti hann smalanum er var þar að
eltast við nokkrar geldkindur er sóttu á að komast saman
við kvíaærnar, sem hann var með á leið í kvöldgerðið. Við
þetta sneri Þorbjörn við til aðstoðar smaladrengnum enda
var Strútur gamli glaður við, er hann sá hjálpina, og réði sér
ekki fyrir kæti, og fékk nú að fara skyndiför með sauð-
léttan kindahópinn langt upp í brúnir.
Leið þannig kvöldið að fátt bar við, utan venju enda
hugði hver að sínu verki. Er Silla kom síðla kvölds upp á
pallskörina, veitti hún því strax athygli, að barnið hafði
verið fært til eftir að hún fór út til mjalta í kvíunum.
Hún hafði beðið Jóhann gamla húsmann að gefa því
auga, meðan hún væri utan húss. Það hafði verið sofandi og
vært er hún fór frá því. Brá hún því skjótt við til athugunar
með barnið. Sá hún þá um leið og hún tekur ofan af því
sængina, að barnið er dáið.
í örvæntingu þeirri sem þegar greip hana, hljóðaði hún
upp og féll síðan í grát. Allir nærstaddir urðu felmtri slegnir
því grátur Sillu var svo sár. En er þeir urðu vísari, hvað um
væri að vera, var strax farið og kallað á Steina, sem kom
þegar inn. En er honum var sagt hvað við hafði borið, var
sem honum brygði, en var þó stilltur fremur venju, sagði
aðeins: „Veit Þorbjörn þetta?“ Þuríður húsfreyja sem hafði
lagt sig, inn í herbergi sínu, meðan mjaltir stóðu yfir kom
nú og sá hvar Silla sat útgrátin með barnið sitt dáið í kjöltu
sinni, hrópandi: „Barnið mitt er dáið, barnið mitt....“ Gaf
Þuríður Steina bendingu um að taka barnið úr kjöltu
móðurinnar, en sjálf vafði hún Sillu í arma sína og leiddi
hana inn til sín til að sefa grát hennar. Var nú sent strax til
Þorbjörns, þar sem hann var úti við, og honum tjáð hvað
orðið væri. Varð hann hljóður við og allfár og mjög
brugðið. Fékkst hann ekki til að ganga til bæjar, heldur
fann sér sitthvað til dundurs lengi vel. Er líða tók á kvöldið,
lagði hann leið sína út fyrir tún, og kom ekki til bæjar fyrr
en mjög var liðið nætur. Og Þuríður hafði sent vinnumann
til að leita hans, þvi nú óttaðist hún um mann sinn.
Brátt bárust út tíðindin frá Hvammi og þóttu í mörgu
fréttnæm, enda hafði náunginn sitt hvað til málanna að
leggja, þótt öðrum þætti ekkert markvert og ekki til stór-
tíðinda teljast, þótt ungbarn hrykki upp af. Samt fór svo, að
farið var að velta vöngum um tildrög þess og orsök, enda
ekki með ólíkindum talið, eftir þeim fréttum, sem borist
höfðu frá Hvammsheimilinu undanfarið.
Nokkuð hafði tafist fyrir Þorbirni að leggja af stað í
Heima er bezt 105