Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 11
Margrét í hópi karlkyns nemenda sinna á námskeiði í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. þessum eina dreng sem var að koma í skólann og sá eig- inlega ekki fyrir mér hvemig þetta gæti gengið, einn strákur í svona stórum stelpuhóp, en hann stóð sig alveg með einstakri prýði. En hér hafa komið nokkrir piltar, einn til íjórir í einu og að meðaltali eru piltamir svona þrír á móti tuttugu stúlkum. Undirbúningur Okkur finnst margir nemendur sem hingað koma illa undir þetta nám búnir. Kennsla í hússtjóm og handmennt í grunnskóla virðist vera lítil enda verða verkgreinar alltaf fyrst fyrir niðurskurðarhnífnum þegar spara þarf í skólakerfinu. Jafnvel nemendur sem komnir eru undir tvítugt, hafa margir lítið sem ekkert fengist við þessa hluti. Þegar þeir þurfa að fara að horfa á mörg verkefni og skipuleggja, hafa yfirsýn og klára hlutina - ekki bara klára að elda matinn heldur líka að ganga frá, þá getur það orðið ansi mikið og erfitt til að byrja með. Við leggj- um áherslu á að kenna nemendum skipulagningu og rétt vinnubrögð enda er það undirstaðan og hún skiptir öllu máli. Þegar hún er komin má alltaf byggja ofan á og þá má taka hvaða matreiðslubók sem er og útbúa ýmsa rétti með góðum árangri. Fatasaumur er hér alveg til jafns á við matreiðsluna og framreiðsluna en vefnaðurinn er því miður mjög vikj- andi. Hann er valgrein hjá okkur og verður að víkja fyrir aðalgreinunum. Við viljum samt alls ekki missa hann út því þetta er einstakt hand- verk og aðstaða hér ágæt. Námið er þó svo stutt að nemendur læra ekki leng- ur að setja upp í stólana en þeir útbúa sér 2 - 3 stykki sem þeir geta prýtt heimili sín með í framtíð- inni. Eg held að það sé ekki hægt að tala um mismun- andi hæfileika kynjanna á þessu sviði. En stundum þyrfti meiri fjölbreytni í handavinnu. Stórir strák- ar hafa ekki sömu tilfinn- ingu fýrir því að sauma litlar ungbamatreyjur og stelpumar. Þeir afhjúpa ekki þessar tilfinningar, a.m.k. ekki á þessu stigi og ef kynjaskiptingin fer að verða jafnari þá er alveg ljóst að það verður að auka fjölbreytni í handmenntinni. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Þetta er mjög sérstakt hús með sál og mér líður alltaf alveg óskaplega vel hér í vinnunni. Mér hefur aldrei fundist þetta hús vera vinnustaður. Þetta er frekar mitt annað heimili. Eins og hjá flestum ríkisstofnunum hefur viðhaldsfé verið mjög af skornum skammti. En þó fengum við mjög myndarlega fjárveitingu í tíð Sverris Hermannssonar sem menntamálaráðherra og þá var hægt að bjarga þessu húsi frá eyðileggingu. Steypan var orðin ónýt og einangrun engin en húsið var klætt að utan og það tókst mjög vel, þannig að útlit þess breyttist ekki. Það hafði verið mesta áhyggjuefnið. Síðan fengum við viðbótarfjárveitingu og gátum lagfært talsvert hér innanhúss. Nú gerum við okk- ur vonir um að geta í lok þessa árs og á næsta ári byggt ofan á svalirnar og leyst þannig ýmis vandamál. Þær eru viðbygging og hafa verið til vandræða frá upphafi vegna leka. Skólinn tók til starfa í þessu húsi 1930, þá reyndar ekki fullkláruðu. Það var byggt á mettíma, einu og hálfu ári. Aður hafði skólinn verið til húsa í Mjóanesi, á heimili þeirra hjóna, Sigrúnar og Benedikts Blöndal. Þessi skóli var fyrst og fremst þeirra verk. Sigrún var fyrsta skóla- stýran og þau bjuggu í þessu húsi og lögðu allt í þennan skóla. Hann var þeirra óskabarn. Á þeim árum hófst skólahald á haustin með ýmiss kon- ar haustverkum, beijatínslu, sláturgerð og fleiru og við vorum mjög ánægð að geta endurvakið þann sið þegar Heima er bezt 167

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.