Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 23
á föður sinn, Rifgirðingakónginn, fara
með hið háttbundna rím, hljóðfall
stemmunnar loðir við hlustir drengs-
ins. Þessi kveðandi, þessi íslenska list,
skapar brageyra Sigurðar Breiðfjörðs.
Og þegar hann hlustar og reynir að
fylgja föður sínum inn í myrkviði
kenninganna, þá víkkar vitund
drengsins og þar sem áður var mold-
argólf baðstofunnar, er ævintýraheim-
ur rímunnar kominn, klæddur í silki
og skarlat.
Bóndinn geispar, þegar lestrinum er
lokið og vefur rímnakverunum inn í
klút. Síðan gengur allt heimafólkið til
náða. Það er búið að slökkva á kol-
unni. Engin glæta í dimmri baðstof-
unni. Ekkert hljóð, nema hrotur
heimamanna. En Siggi litli vakir einn.
Hann er tíu vetra gamall drengur, sem
hefúr séð tjaldið lyftast frá ævintýra-
heimum rímunnar. Hann getur ekki
sofnað aftur. Ævintýri íslensku rím-
unnar logar ennþá i æðum hans. Æv-
intýrið um kappa og álfa var sæluhús
íslensku þjóðarinnar á hinni löngu ör-
æfagöngu, sem kölluð er saga hennar
í þúsund ár.
A hverri vöku gisti íslenska þjóðin-
þetta sæluhús og gekk síðan til verka
sinna, köld, búforsjál og vinnusöm,
rétt eins og hún hefði aldrei lifað æv-
intýrið né sæluhús vökunnar. En Siggi
litli vill ekki hverfa aftur inn í Svörtu-
loft hins íslenska þjóðlífs. Hann treinir
sér ævintýrið, eins og hann var vanur
að treina sér jólakertið, sem mamma
hans gaf honum kvöldið, sem frelsari
hans fæddist. Hann starir fram í bað-
stofumyrkrið, og allt í einu sér hann
furðulega sýn: Við rúm hans stendur
maður, mikill og vörpulegur. Hann er
ljós yfirlitum, en hold hans er kaunum
hlaðið. Siggi þekkir strax manninn,
þótt hann hafi aldrei séð hann, því að
hann dó rúmum 20 árum áður en
Siggi litli fæddist. Hér var kominn
Árni prestur Böðvarsson, mesta
rímnaskáld, sem ísland hefur alið.
Hann var holdsveikur síðustu árin.
Siggi rís upp í rúminu og horfir
skelfdur á hið kaunum hlaðna, virðu-
lega skáld. Engan mann mat hann
meir en þennan holdsveika skáldmær-
ing, sem ort hafði bestar og flestar
rímur á íslandi. Hann tosar niður á sér
skyrtuna og stamar:
„Hva... hva... hvað viltu mér?“
Komumaður horfði á hann blíðlega
og sagði:
„Ég ætla að arfleiða þig að skáld-
gáfu minni.“
Meira sagði hann ekki og hvarf
strax.
Siggi litli starði hljóður og skjálf-
andi fram í rökkrið, en honum tókst
loks að sofna og svaf fram á miðjan
dag. Hann vaknaði hress og kátur og
mintist draumsins. Meðan hann var
að klæða sig, sór hann þess dýran eið,
að hann skyldi aldrei kikna undir
þeim arfi, sem honum hafði verið gef-
inn um nóttina.
Þennan sama dag hóf hann að yrkja
Bragða-Olvérsrímur. Þá var hann
hálfs ellefta árs. Ellefu ára gamall
lauk hann þessari rímu, sem var sú
fyrsta er hann orti. Pilturinn er ekki
hár í loftinu og purpuraskikkja skáld-
skaparins hvílir þung á svo grönnum
og ungum herðum. Hann er talandi
skáld, svo hraðkvæður, að honum er
léttara um mál í hendingum en
óbundinni ræðu. En þó er hann enn
bara breiðfirskur sveitapiltur, sem
leikur sér að skeljum. Hann lifir enn í
unaði bemskunnar, og hvergi er yndi
hennar meira en við Breiðafjörð.
Hann er íslenski smalapilturinn, sem
situr yfir spöku fé, liggur í víðibrekk-
unum með prikið við hlið sér og horf-
ir þögull í sólarlagið, þetta breiðfirska
sólarlag, sem hann á síðar efitir að
yrkja um og minnir hann alltaf á
konu, sem greiðir hadd sinn.
Sólin klár á hveli heiða
hvarma gljár við baugunum.
Á sér hár hún er að greiða
upp úr bárulaugunum.
Þessi bemskuár em sælustu stund-
imar í lífi Sigurðar Breiðfjörðs. Þau
urðu eins og djúpt, lygnt og sólroðið
stöðuvatn í sál hans, hin fríðsæla
heimahöfn, er beið hans, hvemig svo
sem lífsfleyið hraktist á öldum hinnar
rúmhelgu tilvem. Um þau ár orti hann:
Fóstra, já, mér féll í lyndi
faðmi á að hvílastþín,
byggði ég þá með œsku yndi
ofursmáu húsin mín.
Þess vegna gat Sigurður Breiðfjörð
aldrei farið í hundana hið innra með
sér, hversu hraklega sem lífið lék
hann. Fáa hefur þyngdarlögmál lífsins
dregið nær rennusteinunum en Sigurð
Breiðfjörð. En í öllum armóðinum
mátti jafnan greina manninn, sem
borinn var til mikilla óðala.
Eftir hinn merkilega viðburð, er
Ámi prestur Böðvarsson, birtist hon-
um í draumi, er Sigurður litli Eiríks-
son í Bíldsey orðinn erfðaprins ís-
lensks rímnakveðskapar. Hann er ást-
mögur Iðunnar, hinnar ljósu gyðju
skáldskaparins, hennar, er geymdi
ódáinseplanna og gaf guðunum eilífa
æsku. Ungur gekk Sigurður Breið-
Qörð óbreyttur riddari í þjónustu þess-
arar frúar. Til æviloka átti hann eftir
að lofsyngja hana í ótölulegum man-
söngvum sinna mörgu rímnaflokka.
Ástmeyjum sínum og eiginkonum,
varð Sigurður aldrei trúr. En Iðunni
vildi hann ekki bregðast, hún var
guðstrú hans og himinborin ást. Hana
blótaði hann um daga og nætur og á
öllum árstíðum, henni þakkaði hann í
auðmýkt öll afkvæmi skáldskapar
síns, þótt bamalánið væri raunar ekki
alltaf mikið.
Líó þú niður um Ijósa haf
lituð hvita skrúði,
kœrust Iðunn, oss þiggaf
Alfaðir að brúði.
í föðurgarði Sigurðar Eiríkssonar er
ekki mikill auður í búi. Heimilið er
bláfátækt, eins og flest önnur alþýðu-
heimili á þeim ámm. Eiríkur hefur
óljósan gmn um, að Siggi litli muni
lítt fallinn til þeirrar púlsvinnu, sem
var hlutskipti nær allra sveitamanna.
Strákurinn má ekki sjá bók, án þess
að lesa hana upp til agna. Þess á milli
fer hann einforum og horfir dreymn-
um augum á hina breiðfirsku fegurð,
sem orðin er hluti af honum sjálfum.
Já, hann virðist gerður úr fíngerðara
Heima er bezt 179