Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 22
Sigurður Gunnarsson, fyrrv. skólastjóri: ✓ I Hvammsfjarðarmynni eru eyjar þær, er Rifgirðingar heita. Und- ir lok 18. aldar bjó þar maður, er Eiríkur hét. Kona hans hét Ingibjörg Bjarnadóttir, af Hrapps- eyjarætt, sem kunn var um allan Breiðafjörð. AF MERKU FÓLKI * 178 Heima er bezt Æ Þau áttu þrjú börn, Jóhönnu, Stefán og Sigurð, sem var yngstur, f. 4. mars 1798, og nefndi sig síðar Breið- fjörð. Hélt hann því nafni til æviloka. í samtíðarkveðskap var Eiríkur, faðir hans, kall- aður „Rifgirðingakónur,“ og var það meira í gamni en alvöru. Hann var alla ævi blásnauður maður, enda flosnaði hann upp, skömmu eftir að Sigurður, sonur hans, var í heiminn borinn, og hokraði síðan um stund á hálfu Helgafelli. Síðar fékk hann staðfestu í Bíldsey og bjó þar til dauðadags. Eiríkur var sjósóknari mikill, en var jafnan háseti hjá öðr- um. Hann var skáldmæltur nokkuð, en ölkær um skör fram. Fá héruð á íslandi eru búsældar- legri en Breiðafjarðareyjar og sveitir þær, er að honum liggja. Sagt er, að við Breiðafjörð hafi aldrei orðið mannfellir, og er einstætt í sögunni. Þar hafa menn nytjar miklar af sel og hval, fiski og fugli. Þar er sólarlag fegurra en dæmi eru til annars staðar á íslandi. Um það orti hann síðar eina af allra fegurstu stökum sínum. Við Breiöafjörð verður skáldum gott til þroska, ekki síst þegar um er að ræða fjörefnafíkið ungmenni eins og hann Sigurð litla, son Rifgirðinga- kóngsins. Þessi jarphærði, kloflangi strákur, var frá barnæsku alinn á kostaríkri fæðu Breiðafjarðareyja, eggjum, lifur og öðru nýmeti úr sjó. Hann fulsaði við fyllifóðri því, sem íslenskir fá- tæklingar á 19. öld lögðu sér til munns, þegar garnir þeirra gauluðu af sulti - flautunum. Það var á sumar- daginn fyrsta, er Sigurður litli var 6 vetra gamall, að honum voru skammtaðar flautir. Hann leit á móður sína þessum leiftrandi, fjörmiklu aug- um, sem ekki þóttu hættu- laus konum, er hann stálpaðist, og mælti vísu þessa af munni fram: Þegar í haginn þegnum gekk, þrautir bœgja, bœgja. Sumardaginn fyrsta fékk flautir, æi,jœja. Þetta var fyrsta vísa Sigurðar Breiðfjörðs. Á íslandi þótti, á þess- um árum, fyrsta vísan ekki minni viðburður í mannlífinu en fyrsta tönn barnsins. Eiríkur Rifgirðingakóngur átti um það hljóðskraf við konu sína, hvort skáld væri borið í ættinni. Drengurinn átti til hagyrðinga að telja í báðar ættir. En upp frá þessari stundu fékk Siggi litli að rýna í þann skáldskap, sem til var á heimilinu, prentaðan og í afskriftum. Og þá opnuðust honum furðuheimar hins íslenska skáldskaparmáls. Hann lærir kenningar þeirra og dýrt skáldamál, áður en hann getur sjálfur sagt óbjag- aða setningu á mæltu máli. Og þegar pabbi var heima á vök- unni, kvað hann rímur upp úr sér. Hann var slíkur hafsjór af rímum, heyrði Siggi fólkið segja. Stundum seildist hann upp á hillu og tók fram lítið kver. Það voru rímur stórskáld- anna og prestanna, Árna Böðvars- sonar og Snorra Bjömssonar á Húsa- felli. Siggi litli hlustar opnum munni Fyrri hluti

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.