Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 12
haustnám hófst hér á nýjan leik. Við höfum far-
ið dagsferð til Mjóaijarðar í beijamó undanfarin
tvö haust. Hér í skóginum tínum við bláber,
hrútaber og sveppi. Við notum fyrstu 2-3 dag-
ana í þetta og erum um leið að hrista hópinn
saman áður en honum er skipt upp í matreiðslu-
hóp og handmenntahóp. Auðvitað tökum við
líka slátur.
Samvinna skólanna
Hér hefur verið hússtjórnarnám alveg samfellt
allan þennan tíma og ég held að það sé stöðugt
að styrkjast í sessi með aukinni samvinnu og
samnýtingu á þessari aðstöðu. Samvinna fram-
haldsskólanna á Austurlandi er alitaf að aukast.
í nokkur ár hafa nemendur átt þess kost að taka
eina önn hér og aðra við Menntaskólann á Egils-
stöðum og útskrifast síðan af eins árs hússtjórnarbraut. í
haust fór af stað ferðaþjónustubraut við Menntaskólann á
Egilsstöðum og þeir nemendur taka hér matreiðslu- og
framreiðslunám á einni önn og ýmsar bóklegar greinar
sem því tengjast. Það er hvergi annars staðar á Austur-
landi svona góð aðstaða til handavinnu- eða matreiðslu-
kennslu og vegalengdir eru ekki lengur til trafala.
Það er ákveðin stefna og vilji í þá átt að tengja skólana
saman og nýta aðstöðuna þar sem hún er best og mér
finnst það hafa gengið mjög vel. Samstarfið mætti þó
vera meira og það strandar dálítið á því hvað húsnæðið
hér er lítið. Við höfum bara eina kennslustofu og mjög
lítið gistirými. Við gætum ráðið við meira ef húsnæðið
væri til staðar.
Ævintýri í skólanum
Jú, jú, hér gerist sitthvað skemmtilegt. Mesta fjörið var
nú kannski þegar grunnskólakrakkamir voru hérna. Þá
skiptumst við á að vera með gæslu á kvöldin og nóttunni.
Eg var því oft búin að fá nóg í vikulokin eftir mikla
kennslu og næturvaktir en þetta voru skemmtilegir og
hressir krakkar. Ég man eftir einum hópi, sem var ansi
fyrirferðarmikill, sérstaklega þó piltarnir og þurfti oft að
sussa á þá. Þeim fannst við gera upp á milli kynja, stelp-
urnar væru ekkert betri en aldrei skammaðar. Einn morg-
uninn komu tveir piltar til mín og sögðust nú ætla að
segja mér hvað stelpurnar, þessir englar mínir, hefðu gert.
Þegar þeir fóru á fætur og ætluðu að bursta í sér tennurn-
ar brá þeim heldur í brún. Stelpurnar höfðu málað þá um
nóttina án þess að þeir yrðu þess varir og þegar þeir litu í
spegilinn sáu þeir kanínur og kisur og ýmislegt fleira. Ég
gat ekki annað en hlegið og sagði þetta bara góðlátlegt
grín en þeir urðu óskaplega sárir við. Svo líður nú dagur-
inn og ég er einmitt á næturvakt næstu nótt. Ég svaf hér
niðri í íbúð og vaknaði við umgang í herberginu. Þegar
Hússtjórnarnemar í grasaferð.
ég settist upp sá ég á hælana á einhverjum þremur. Ég
hljóp á eftir þeim, upp stigann og sá inn á hvaða herbergi
þeir fóru. Ég fór á eftir þeim og spurði ansi höstug hvað
þetta ætti að þýða og fékk auðvitað það svar að þetta
hefði bara átt að vera góðlátlegt grín. Þá ætluðu þeir að
mála mig í framan eins og stelpumar höfðu málað þá, en
ég svaf bara of laust.
Vetrarhjálpin
Við þennan skóla var svokölluð „vetrarhjálp“ á ámm
áður. Þetta var hópur pilta, sem sýndi námsmeyjum mik-
inn áhuga og oft með ágætum árangri. Það sést á gömlum
skólaspjöldum að margar húsfreyjur hér í kring komu
fyrst í þennan skóla. Mér skilst að þetta hafi verið mikil
spenna. Piltarnir klifruðu upp á svalirnar og stúlkurnar
niður af þeim og dæmi voru um að beinbrot hlytust af.
Piltar komu ekki hér inn nema sérstaklega boðnir en nú
er öldin önnur. Við samræmum útivistarreglur við aðra
skóla og þetta er orðið mjög svipað um land allt. Ungt
fólk í dag gerir svo ákveðnar kröfur um frjálsræði að tak-
markanir um útivist að kvöldlagi ganga bara ekki upp. Ég
sé heldur ekki tilganginn með því og ég hef haft það að
leiðarljósi að nemendur hér sitji við sama borð og nem-
endur annarra skóla.
Það var líklega í fyrsta nemendahópnum mínum að hér
kom stúlka vestan af landi og var að koma í fyrsta sinn á
Austurland. Hún kom aðeins fyrr en hinar stúlkurnar og
mér fannst hún horfa svo mikið á mig. Svo fór hún að
spyrja um ýmislegt; hvort hér væri sjónvarp, hvort náms-
meyjar hefðu útivistarleyfi á kvöldin og fleira slíkt. Hún
sagði mér það seinna að hún hefði verið undir það búin
Framhald á bls. 192
168 Heima er bezt