Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 37
að við höfum oft unnið allt of mikið. Það hefur þó kannski mest bitnað á börnunum okkar en við höfum lagt okkur fram um að vera eins mikið með þeim og við höf- um getað og eiga með þeim „gæðastund- ir.” Einhver sagði að samskipti foreldra og barna væru ekki spurning um magn held- ur gæði og við höfum reynt að leggja okkur fram um gæðin. Það getur verið mjög þreytandi að vera í störfum, sem aldrei lýkur, við getum aldrei lokað dyr- unum og sagt; ég er búin í dag. Kennsla er þannig starf. Þú tekur það með þér heim og upp í rúm og skilur það aldrei við þig. En þetta gefur líka ákveðið svig- rúm og það eru góð frí inn á milli. Við höfum þá reynt að fara svolítið í burtu og skipta um umhverfi. Þó að hvergi sé betra að vera á sumrin, þá gerum við okkur grein fyrir nauðsyn þess að fara stundum af bæ. Oddvitinn Það var nú alltaf á döfinni að fara aftur suður en fljót- lega varð ljóst að við gátum ekki hugsað okkur að fara al- veg strax. f raun má segja að með hverju árinu sitji maður fastari í vefnum. Hér höfum við fengið tækifæri til að takast á við ýmiss konar verkefni. Það var nú reyndar ekki með mínum vilja að ég lenti hér inn í hreppsnefnd eftir að hafa búið eitt ár í Vallahreppi. Ég hefði viljað fá lengri tíma til að kynnast og kynna mig. Ég var eina kon- an í hreppsnefnd á þessum tima og þeir voru að grínast með það karlarnir, á fyrstu fundum, að nú hlyti ég að sauma gardínur fyrir gluggana á fundarherberginu og svo yrði auðvitað alltaf eitthvað gott með kaffinu. Ég var fljót að gera þeim grein fýrir því að ég ætlaði ekki að taka neitt slíkt á mig frekar en þeir, það yrði þá að vera sam- starfsverkefni. Þeir voru auðvitað að stríða mér og það var mjög gaman að vinna með þeim. Og öfugt við það sem ég hélt, fannst mér þetta opna mér fyrr leið inn í samfélagið. Við síðustu kosningar kom upp sú staða að þáverandi oddviti gaf ekki kost á sér, né heldur tveir aðrir hreppsnefndarmenn. Það má segja að þarna hafi orðið hálfgerð stjórnarkreppa því flestír eiga nóg með sitt og öllum þótti eiginlega of mikið að bæta við sig oddvita- starfi. Niðurstaðan varð sú að við gengumst inn á það tvö, ég og Finnur Karlsson á Strönd, sem bæði höfðum verið í fyrri hreppsnefnd, að skipta oddvitastarfinu með okkur og þannig höfum við unnið með góðu samstarfs- fólki það sem af er þessu kjörtímabili. Nú eru uppi vangaveltur um sameiningu sveitarfélaga og stækkun þeirra með þeirn hætti. Ég vona að af því verði til að styrkja stöðu þessara byggðarlaga. Þá skapaðist t.d. sá Fjölskyldan í sveppamó; Grétar Guðbergsson, Margrét, Hildur Þóra og Sigfús. möguleiki að ráða, þó ekki væri nema einn starfsmann, og á því er vissulega þörf. Þróun byggðar Þetta sveitarfélag hér, Vallahreppur, hefur að sumu leyti þróast öðru vísi en mörg önnur. Hér hafa breytingar orðið örari, hefðbundinn búskapur dregist hraðar saman og skógrækt og fleiri nýjar búgreinar aukist að sama skapi. Þar að auki hefur þéttbýliskjarninn á Hallormsstað kallað á ýmiss konar uppbyggingu og þjónustu. Þetta er því í raun ekki hefðbundið bændasamfélag. 'wrm Heima er bezt 193

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.