Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 10
klætt. Þar að auki fækkaði þessum skólum, þeir voru upphaflega átta til tíu talsins en eru nú tveir. En þeir hefðu ekki lifað af, ef þeir hefðu ekki breyst í takt við tímann. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá þessa skóla vaxa aftur upp og ég geri mér alltaf betur og betur grein fyrir því hvað það er nauðsynlegt að svona nám sé einhvers stað- ar í boði. Reyndar eru margir slíkir áfangar í boði í þó nokkrum framhaldsskólum, t.d. fatasaumur og matargerð, sem hægt er að taka með hefðbundnu bóklegu námi og það er auðvitað mjög gott. En skóli eins og þessi verður alltaf öðru vísi. Hér búa nem- endur saman í litlu samfélagi, við nám og störf og reka þetta heimili saman. Þeir sjá nánast sjálfir um alla hluti. Verkþjálfunin verður þvi ansi mikil og samfélagið er yfir- leitt gott og gefandi. Það hefur ekki verið hörgull á nemendum nema fyrsta árið þegar þeir voru ekki nema 14 en þurfa helst að vera 20 - 24. Við höf- um ekki húsrúm fýrir fleiri. En eftir það fór þetta vaxandi með hverju ári og þar kom sögu að við gátum ekki tekið alla nemendur inn sem sóttu um, langt í frá. Fyrir 3 árum fengum við heimild til að vera með hús- stjómamám vor og haust og þannig hefur skólinn verið rekinn síðan. Þá hættum við auðvitað að taka inn grunnskólanema. Mörgum þótti miður að geta ekki sent þessa nemendur hingað lengur, en skólar höfðu komið sér upp aðstöðu heima fyrir, sem var auðvitað æskilegast. í mörgum grunnskól- um var ein vika hér á Hallormsstað, eina heimilisfræðslan sem nemendur fengu á öllu grunnskólastiginu og það var engan veginn fullnægjandi. Helst hefði ég viljað sjá heimilisfræðslu í yngri bekkjum í heimaskóla og síðan hefði vikan hér verið lokapunkturinn. Kynjaskiptingin I gegnum árin hefur komið hingað einn og einn piltur. Fyrstu árin mín sást nú reyndar ekki karlmaður en svo kom einn og hann verður alltaf einstakur í mínum huga. Eg var búin að hafa miklar áhyggjur af Nemendur og kennarar Hússtjórnarskól- ans á Hallormsstað 1992, Margrét er þriðjafrá hœgri ífremstu röð. Útskrift úr Hússtjórnarkennaraskóla íslands. Margrét er önnurfrá vinstri í efri röð. í Höllinni í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað í desember 1994, starfsmenn og nemendur. Margrét situr fyrir miðju með Hildi Þóru ífanginu. k 166 Heima er bezt \mm

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.