Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 38
Konur og karlar Ég hef aldrei fundið fyrir því hér í hreppsnefndarstörf- um, að ég væri minna metin en karlmennirnir. Síður en svo. En allt slíkt starf hefur, í gegnum tíðina, meira og minna mótast af karlmönnum og þú finnur fljótlega að það er nokkur munur á áherslum og vinnubrögðum karla og kvenna. Ég hef oft fundið að áherslurnar eru ekki mín- ar en þetta er eðlilegt. Þetta er heimur, skapaður af körl- um, sem konur eru stíga inn í og þær passa ekki alltaf inn í mynstrið í byrjun. Ég held þó að þetta sé mikið að breytast. Við erum tvær konur í hreppsnefnd Vallahrepps ásamt þremur körlum og vinnum saman sem jafningjar. En ég hef oft verið eina konan í nefnd og þá hefur nrér fundist að ég þyrfti að láta meira á mér bera en mér þykir gott, til að ná fram mínum áherslum. Það er ekki gott að útskýra þetta en það er eins og við tölum ekki alveg sama tungumálið. Ég hef ekki verið tilbúin til að setja mig inn í eitthvert karlhlutverk þótt ég geri mér grein fyrir að þannig myndi mér kannski ganga betur. Mér finnst að konur eigi að hasla sér völl á eigin forsendum og trúi því að smám saman aukist mótandi áhrif okkar. Samstarf og sameining Einmitt núna er mikil geijun og mótun í gangi. Það er ekki bara rætt um sameiningu sveitarfélaga heldur líka aukið samstarf og sameiningu á sviði ýmissa nefnda og ráða. Gott dæmi um þetta er nýstofnuð, sameiginleg barnaverndarnefhd fyrir Fljótsdalshérað og Borgarfjörð eystra. Sveitarfélögum hefur auðvitað borið að hafa barnaverndarnefndir á sínum snærum en vegna nálægðar og fámennis hafa þær í raun verið óstarfhæfar. Það var því mikil framfor að fá sameiginlega barnaverndarnefnd á þetta stóru svæði. Við höfum svo verið að ræða hugsan- lega sameiningu Vallahrepps, Skriðdalshrepps og Fljóts- dalshrepps. Tilgangurinn væri þá að standa betur að vígi. Reyndar ekki mikið betur fjárhagslega en þó dálítið en öll stærstu verkefni þessara sveitarfélaga eru nú þegar sameiginleg og sameining mundi létta stjórnun og gera hana skilvirkari. Það er a.m.k. mín skoðun. Ég held líka að slík sameining yrði góð aðlögun því ég er viss um að við eigum eftir að sjá öll sveitarfélög á Fljótsdalshéraði sameinuð í eitt. Kannski stöndum við nú þegar frammi fyrir því að í svona mörgum, smáum einingum erum við of sundruð. Við þurfum að taka höndum meira saman og styrkja okkur þannig á landsvísu. Hestamennskan Ég hef áhuga fyrir mjög mörgu en tími til tómstunda er lítill. Ég hef þó starfað aðeins með hestamannafélaginu Freyfaxa og komið þar að æskulýðsmálum og ætla mér að gera meira af því. Það hentar mér vel því þetta er sam- eiginlegt áhugamál mitt og barnanna minna. Ég er fædd og uppalin í sveit og hafði alveg frá fyrstu tíð mikinn áhuga fyrir hrossum. Á Þorvaldsstöðum voru til góðir barnahestar, sem gott var að æfa sig á. Ég átti það líka til að stelast á gæðing afa míns og þeysa á honum um allar jarðir þegar enginn sá til en það hafði mér reyndar verið bannað. Þegar við komum hingað austur sá ég möguleika á að rifja upp þetta gamla áhugamál mitt. Á Hallormsstað var heilmikið hrossastóð, sem hinir og þessir áttu. Ég fór að sækjast eftir því að fá að fara á hestbak en þá kom yfir mig hræðsla, sem ég hafði aldrei orðið vör við áður. Ég gerði mér því grein fyrir því að ef ég ætlaði út í hesta- mennsku yrði ég að eignast minn eigin hest sem ég gæti kynnst og lært að treysta og komast þannig yfir hræðsl- una. Ég hafði þá ekki farið á hestbak í 15 ár. Kunningjar mínir segja að ég hafi farið í hrossaprang. Ég fór að hringja vítt og breitt um landið að leita að hesti, sem hentaði mér. í dag eigum við 4 hesta, þar af reyndar eitt tryppi. Nýlega keyptum við okkur „alvöru“ hest eins og maður segir, góðan gæðing. Við eigum því ljúfa hesta til að koma börnunum af stað en líka góðan reiðhest. Þetta hefur fyrst og fremst verið áhugamál mitt og yngri sonar míns en nú er dóttir mín byrjuð að fara á hestbak líka. Eiginmaðurinn kemur líka með af og til. Ég segi stundum að ef ég leggi á og rétti honum tauminn þá komi hann með. Það er létt og þægilegt að vera hér með hross því við er mörg saman og rekum sameiginlegt hesthús í gamla ljósinu á Hallormsstaðarbænum. Við höfum kom- ið okkur upp stundatöflu þannig að við þurfum ekki að fara til gegninga nema tvisvar í viku. Mér finnst óskap- lega gott að ljúka annasömum degi með því að fara í gall- ann og moka flórinn og kemba. Jafnvel þótt ég komist ekki á hestbak gefur þetta mér mikið. Það er fátt, sem jafnast á við að ríða út, þetta er bæði líkamleg og andleg heilsubót. Fátt er yndislegra en að ríða hér um skógargöt- urnar á góðum degi og þá er alveg sama hvort er sumar eða vetur. Náttúran í skóginum I endurminningunni er þessi staður fyrst og ffemst sumarfagur með birkiilmi og Atlavíkursamkomum. Þetta er í huganum sveipað ævintýraljóma. Þegar við fluttum hingað kom það mér eiginlega á óvart hvað hér var vetr- arfagurt. Því hafði ég ekki gert mér grein fyrir sem krakki í skóla. Það er óskaplega fallegt héma þegar snjó- ar í logni og mjöllin sest á trén og eins þegar drifhvítt er yfir að líta og froststillur. Að vera úti í slíku umhverfi er svipuð tilfinning og að vera ungur og ástfanginn. Bókasafnið Eins og ég sagði áðan hef ég ekki gefið mér mikinn tíma fyrir önnur áhugamál en ég les þó töluvert. Við eig- 194 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.