Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 16
ir nokkrum árum sendi ég norskum matarblaðamanni, Henry Notaker, ofangreindar heimildir og í pistli sem hann skrifaði um kverið fannst honum einmitt líklegt að uppskriftimar þar væru einhvers konar samsteypa úr matarvasabókum Mörtu og frú Fjeldsted. I Einfoldu matreiðslu- vasakveri eru aðallega dansk- og norskættaðar uppskriftir, m.a. er vitnað í þá nýlega danska matreiðslubók. Þær eru oft afskaplega frábrugðnar hefðbundinni íslenskri mat- reiðslu. Margir af þeim réttum, sem þar er lýst, náðu engri útbreiðslu hér. Kleinurnar eru t.d. langar og með tveimur snúningum, blóðmörinn er kryddaður með kerfil, blóðbergi, pipar, negul- nöglum og rauðum lauk, settur í gamir og mælt með því að salta hann niður í tunnur ef ekki átti að borða hann nýjan. Þegar minnst er á íslenska rétti svo sem laufabrauð, stendur að þetta sé nú svo algengt að frá því þurfi ekki að segja. Bókinni er nefnilega alls ekki ætlað að lýsa hefðbundinni íslenskri matreiðslu heldur að kynna heldra fólki útlenskar kræsingar. A seinni hluta 18. aldar stældi embættis- mannastéttin hér af ákefð matarhætti erlendra höfðingja og er oft vikið að því í ritum um tímabilið. Upp úr miðri öld segir Eggert Ólafsson að jafnhliða því sem fátækt vaxi auki heldra fólk mjög sælkeralifnað. Langmest beri á þessari breytingu á Alþingi þar sem allir heldri menn hafi til skamms tíma látið sér nægja venjulegan íslenskan mat en nú neyti flestir margréttaðra sælkeramáltíða. Sykur og kryddvörur séu þar á hvers manns borði og dýr vín, sem enginn hafi þekkt fyrir tveimur áratugum. Og í lýsingu Skúla Magnússonar á mataræði í Gullbringu- og Kjósar- Fleginn kjammi í útlöndum. sýslu frá níunda áratug aldarinnar segir að lokum: „Það, sem nú hefur verið sagt um fæðu alþýðu á ekki við um lifnaðar- háttu konunglegra þjóna, presta og verslunarmanna, því að þeir fylgja mjög venjum Kaupmannahafnarbúa um mat og drykk.“ Það var þetta fólk sem Einfalt mat- reiðslukver fýrir heldri manna hús- freyjur var skrifað fyrir. í kverinu eru ekki uppskriftir eins og við eigum að venjast með ná- kvæmum upplýsingum um magn hráefnis sem fer í réttina og verklýs- ingu á eftir. Allt er í sama lesmálinu hvað innan um annað, hráefni, magn og vinnulýsing og stíllinn er æði misjafn. Oftlega eru gefnar upp tvær uppskriftir af sama réttinum, önnur handa fýrirfólki en hin handa sléttum undirmönn- um, því að þeir voru jú líka á heimilum heldri manna t.d. í eldhúsinu. Það vekur athygli þegar grannt er skoðað, að samkvæmt því sem nú er trúað um hollustu matar virðist það heldur hollara sem undirmönnum er ætlað. Minna meðhöndl- að grænmeti, grófara brauð og minna krydd er þar á meðal. Eftirfarandi uppskriftir eru dæmi um það sem finna má í Matreiðslu- vasakverinu. Hér er t.d. kafli um kindahausa: „ Sauðarhöfuð eða kjamma er svo meðfar- ið: höfuðið er klofið að endilöngu, flegnir eru svo kjammarnir eður skáldaðir nákvæm- lega, gómfyllan úrtekin, og þeir svo meirsoðnir í vatni með salti í; Þá eru þeir annað- hvort látnir í súrs, og borðaðir svo, ásamt þeim alþekktu lundaböggum með vínediki; ellegar þeir eru snœddir ferskir með lungnamósu; en þá eru þeir og hún þannig tilbúin: smjör er brœtt í pönnu, og kjömmun- um meirsoðnum velt vel um í því, og er þá á þá vel yfirsáð steyttu hveiti- brauði og litlu af engiferi steyttu og saxaðri pétursselju. Svo eru þeir steiktir á rist með hœgum glœðum undir; snúið er þeim þess á milli og þeir rjóðraðir á ný með brædda smjörinu. Þá má eins vel í luktum potti eða pönnu steikja þá ósoðna, sem aðra steik. Eru þeir síðan borð- aðir með brúnu smjeri, og vilji menn svo lungna mósu ásamt, tilreidda af soðnum lungum, hjarta og mjög litlu af lifur, sem er smásaxað á fjöl, látið svo í pott með nokkru af ósúrri mjólk eður rjóma, smjörbita, litlu af steyttu 212 Heima er bezt mi-mt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.