Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 21
ísland, sem hann unni: Hið vínreifa, vísnaglaða ísland, er hafði létt af sér reiðingnum. Þetta ísland fylgdi hon- um síðan hinn stutta ævispöl, sem hann átti eftir ólifað, fylgdi honum alla leið inn í helstríðið. Saga Sigurðar Breiðíjörðs, þessa síðustu mánuði, er nánast aðeins saga drykkjumannsins, sem fær oft erfið flogaveikiköst, og er nær alltaf soltinn. Sjálfur er hann að mestu þögull um hag sinn og hug. Alltaf á hann þó lögg í glasi, sem hann dreypir á öðru hverju. Það er komið vor 1846. Með sum- arskipinu til Islands koma mislingar, farsótt, sem geisar um alla Reykja- vík. Sigurður Breiðijörð, þessi sjúki öreigi, fær mislingasóttina ofan á sultinn. Sigurður skynjar nú eitt, að dagar hans eru taldir. Kannski furðar hann sig á, hve margir þeir urðu. Öðru hverju vaknar vitund þessa hel- sjúka skálds og rifjast þá upp sælustu stundir í lífi hans við skáldskap, ástir og söng. Og heimildir mínar herma, að örstuttu fyrir andlátið hafi vitund hans verið svo vakandi, að hann hafi gert sér ljóst, að nú ætti hann aðeins eina ósk eftir: Að yrkja dánaróðinn til skáldsálar sinnar, bera vitni um hennar eilífa líf. Hann bendir konu sinni að koma nær. Hún rís á fætur og gengur að fleti bónda síns og lýtur yfir hann. Svo fátækur varð Sigurður Breið- fjörð aldrei, að ekki fyndist blað og blek í vistarveru hans. Skjálfandi hendi skrifar hann svanasöng sinn: Sál mín, þú líkjast svani skalt þeim hvíta, er syngjandi að dauðans porti fer, og hröð þér upp til himins Ijósa flýta, hvar þúsund fegri söngvar mœta þér. Að því búnu hallar hann sér aftur á beðinn og veinar, kvartar um sting í hjartanu. Að stundu liðinni er hann örendur. Hinn 27. júlí gekk kona hans, Kristín Illugadóttir, á eftir kistu manns síns og leiddi son þeirra við hlið sér. Aðrir gengu ekki á eftir kist- unni. Séra Ásmundur Jónsson, dóm- kirkjuprestur, kastaði rekunum á kistuna, en engin ræða var haldin, hvorki í heimahúsi né kirkju. Þannig var útför mesta og vin- sælasta alþýðuskálds síns tíma, Sig- urðar Breiðljörðs. MYNDBROT Átt þú í fóram þínum skemmtilega mynd. t.d. at' atburði, stað, húsum, dýram eða fólki, sem gaman væri að birta í Myndbroti? Ef svo er, því ekki að senda okkur hana til birtingar og ieyía lesendum HEB að njóta hennar líka? Kolagil í Víðidal Ljósm.: Birgitta H. Halldórsdóttir, Ytri-Löngumýri.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.