Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 4
Agætu lesendur. Náttúruvemd alls konar er sífellt að verða fyrirferðarmeiri í al- mennri umræðu og verkefnum stjómmálamanna, vítt og breytt um heiminn. Fólk er óðum að vakna til vitundar um það, sem reyndar gamalt og gróið máltæki hefur lengi flutt sanninn um, að „eyðist það, sem af er tekið.“ Þessi sannindi em reyndar svo augljós að tæpast ætti að vera þörf á að benda nokkrum heilvita manni á þau. Samt er það nú svo að þessi ágætu sannindi virðast í vitund manna, ekki hafa átt við lengstum, nema varðandi minni fyrir- bæri og nánasta umhverfi. Það hefirr hver þjóð t.d., verið sjálfri sér næst, um nýtingu auðlinda og þá alft fram undir yfirstandandi tíma. Frekar hefiir verið hugsað um þann fjármála- lega arð, sem auðlindimar gefa af sér en þann möguleika að þær kynnu að vera takmarkaðar og að tæming sumra þeirra gæti ollið röskun í vistkerfi nátt- úmnnar. Flest, ef ekki allt, í náttúrunni virðist byggt upp á n.k. keðjuverkan, hvað byggist á öðm, sem þýðir að ef einn hlekkur í þessari keðju er rofinn þá er veruleg hætta á að ástand heildarinnar raskist. Þetta er íbúum jarðar smám saman að verða ljósara og ljósara, þ.e.a.s., menn hafa auðvitað vitað um þetta lengi, en þeir sem hafa haft uppi vamaðarorð hér að lútandi, hafa talað fyrir daufúm eyrum þeirra, sem ráða og geta hafi áhrif á fjöldann. Þannig hefúr það verið, þangað til núna, þegar menn em beinlínis famir að rekast á afleiðingar eyðslunnar og óhófsins í nýtingu auðlinda jarðarinnar og ýmsum öðmm afleiðingum iðnaðar og fram- kvæmda. Það má kannski með nokkmm sanni segja að náttúmkerfin haft verið nokkuð seinþreytt til vandræða, miðað við framgang- inn, en þegar að því kemur, vaknar spumingin um hvort ekki sé verið að vekja til athaína risa, sem verður utan valdsviðs okkar mannfólksins að ráða við, þegar hann hefúr hafist handa eftir breyttum forsendum. Mér dettur í hug í þessu sambandi, öflugur hafstraumur í Kyrrahafinu, sem, vegna breytts hitastigs í andrúmslofti jarðar, er farinn að haga sér öðmvísi en hann hefur átt vanda til og þar með koma fólki í opna skjöldu, sem í árhundmð ef ekki þúsundir, hef- ur skapað byggðir sínar og lifibrauð á aldagömlum forsendum. Þessi hafstraumur hefúr verið nefndur „E1 Ninos,“ á spænsku, sem þýðir „drengurinn.“ í öllu venjulegu árferði kemur haf- straumurinn upp að ströndum Suður-Ameríku um jólaleytið, og þess vegna hafa fiskimennimir á þessum slóðum, nefht hann „drenginn,“ eftir jólabaminu, - litla drengnum. Þessi hafstraumur hefúr í gegnum tíðina verið nokkuð óreglu- legur hvað það varðar að það hafa jafnan liðið 3-5 ár á milli þess sem hann hefúr farið af stað. Menn hafa áttað sig á því að þessi óreglulegi hafstraumur er með mikilvægari þáttum í veðrakerfúm . heimsins og áhrif hans ná um nánast allan hnöttinn, þegar hlý- straumur hans tekur á rás yfir heimshafið. Lengi hafa menn gert sér grein fyrir að haf og loft hafa mikil áhrif hvort á annað og stöðugt samspil er á milli þeirra. Smáó- reglur í hafinu og andrúmsloftinu upphefja hveija aðra með víxl- verkun, sem að lokum verður að nægilegu afli til þess að t.d. „E1 Nino“ fer af stað. Fyrstu teiknin um að nýr straumur sé að verða til sjást jafnan í vestari hluta Kyrrahafsins, fyrir utan strönd fndónesíu. Þar er yf- irleitt stórt hafsvæði af hlýjum sjó, sem hefúr orðið til fyrir áhrif staðvinda, sem blása yfir Kyrrahafið og draga hlýsjóinn með sér. Af ein- hveijum óútskýranlegum ástæðum byijar hitastigið á þessu hafsvæði að falla, svo að hitamunur á milli hlýja sjávarins í vestri og þess kaldari fyrir utan strönd Suður-Ameríku, verður minni. En það er einmitt þessi hita- mismunur sem er drifkraftur vind- anna, sem, þegar þetta skeður, hægja á sér og og missa allt afl. Það verður til þess að hlýi vatnsmassinn við strönd Indónesíu tekur að streyma í austur og ,31 Nino“ er kominn af stað. Og í kjölfar hitastraums- ins koma hvirfilvindar, sem setja allt í uppnám. Svæði á stærð við Evrópu, verður einn suðupottur og fyrstu óreglulegu fellibyljimir skella á eyjum Kyrrahafsins. Straumurinn eyðir, vegna varmans sem hann býr yfir, fiski, sem er undirstaða afkomu fiskimanna á þessum slóðum og jafn- ffamt aðalfæða fjölmargra fúglategunda. Hitastig sjávarins stígur um allt að 6-8 gráður, sem þýðir að kaldari sjór nær ekki lengur að flytja lífsnauðsynlega næringu í effi hluta hafsins. Gífúrlegt regn streymir inn yfir þrautpínd ræktunarsvæði í Perú og Ecuador og breytir landinu í flæðandi leðjufljót, sem hrifsa allt með sér sem á vegi þeirra verður og flytja til hafs. Hinum megin á hnettinum bregst affur á móti monsúnvindurinn á Indlandi og í austurhluta Kína, uppskera bændanna sviðnar í brennandi sólinni og sulturinn ber að dyrum. Og víðar á jarðarkúlunni verða af- brigðilegheit í veðurfarinu. Umfangsmiklir skógareldar geysa í þurrum skógum Indónesíu og feiknamiklir rykbólstrar sópast yfir ástralskar borgir og fellibyljir heija á Tahiti og Hawaii. Þessir atburðir í náttúmfarinu em ekki aðskilin fyrirbæri. Þau tengjast hvert öðm og eiga upphaf sitt í einu einasta, öflugu nátt- úmfyrirbæri: Hafstraumnum „E1 Niiio,“ - drengnum. Þetta hafa þessar þjóðir, eins og fyrr segir, mátt búa við um aldir á 3ja til 5 ára ffesti. Þetta hefúr verið óafmáanlegur hluti til- verunnar á þessum slóðum, um ómunatíð. En með þessum tíma á milli komu „E1 Nino,“ hefúr fólk með sæmilegu móti, getað lifað með þessum hamagangi náttúruaflanna. En á síðustu 5 árum hef- ur orðið sú breyting á að ,31 Nino“ hefúr farið af stað á hveiju Framhald á bls. 227 tib kUðuawámm 200 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.