Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 7
Ég slapp með 21 mánuð í skóla. Ég byrjaði 10 ára
gömul, tók fullnaðarpróf 12 ára, þá var ég búin að vera 8
mánuði í barnaskóla. Svo tók ég landspróf og gagnfræða-
próf á tveimur árum í Reykjaskóla. Ég ætlaði að halda
áfram, en það var ekki hægt. Ég tók landspróf vegna þess
að það gilti í áframhaldandi nám, en aftur á móti var
betra að hafa gagnfræðapróf ef maður ætlaði út á vinnu-
markaðinn. Ég vildi halda möguleikunum opnum.
Faðir minn vann við biffeiðaskoðun, verðlagseftirlit og
einnig mikið við viðgerðir ýmis konar. Þar af leiðandi var
hann mikið að heiman. Ég var því alltaf heima um sauð-
burð á vorin og við heyskap á sumrin. Annars vann ég
hér og þar, var í Kaupfélaginu á Blönduósi, í Sláturhús-
inu á haustin, á símstöðinni í Bólstaðarhlíð og ýmislegt
annað, sem til féll.
Við vorum mikið á ferðinni sem krakkar og fórum oft í
útreiðartúra. Ég hef alltaf haft gaman af hestum. Þegar
við vorum yngri áttum við til að stelast á bak án þess að
hafa leyfi eða samþykki eigendanna til þess. Pabbi átti
góðan hest, sem var bannaður börnum. Eitt sinn þegar
pabbi kom heim þá var ég berbaka á honum og hafði
hnýtt upp í hann snærisspotta. Þegar pabbi sá þetta, sagði
hann að það væri eins gott að ég hefði leyfi og beisli. Það
var ekki alltaf hægt að vita það fyrir í hvaða sveitarfélagi
Guðfinna
með
Þóreyju.
Þórey og
Sveinbjörg.
Það brann 17. maí
1961 og strax þá um
sumarið fóru báðar
fjölskyldurnar að
byggja upp aftur. A
meðan á byggingunni
stóð héldum við til í
samkomuhúsi sveitar-
innar, sem er ekki
langt frá. Þar var ekkert vatn eða salemi.
Við urðum að bera vatnið í fötum úr Sléttánni. Þetta var
basl, en það hafðist.
Fyrstu vikurnar eftir brunann vorum við systurnar á
Auðkúlu, systur mínar hjá Flannesi og Pálínu móður
hans, en ég hjá Þorbjörgu og Jónmundi. Mamma meidd-
ist á hendi og pabbi þurfti að fara aftur að Reykjaskóla og
klára kennsluna, svo það kom í minn hlut að sjá um búið.
Það eru um 5 km. milli bæjanna og þá leið fór ég ýmist á
gamla Ferguson eða hestum því vegir að vori til voru
ekki til að hrópa húrra fyrir á þeim árum.
Rúmri viku síðar byrjaði sauðburður og þá tók Hannes
á Auðkúlu þessar 6 eða 7 mjólkurkýr sem við vorum
með, líka í fóstur, óbeðinn, í viðbót við ærslabelgina þrjá.
Þetta var mun betra fyrir mig því að bæði gátu þá stelp-
urnar mjólkað kýrnar ef ég var í Stóradal eða þá að
Hannes og hans fólk sá um það. Aður hafði ég verið til
húsa hjá Hannesi og Pálínu meðan ég gekk í barnaskóla
en þá var skólinn á hinum bænum, hjá Þorbjörgu og Jón-
mundi.
Skólaganga og sveitalíf
! Heima er bezt 203