Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 23
Einar Sv. Erlingsson:
börnin
Fjórði áratugurinn var rétt að
byrja að teygja tímans þráð í
vitfirrtri veröld. Heilt stór-
veldi lét stjómast af geðveikum of-
stækismanni er hafði það makrmið
eitt að brenna Evrópu og íbúa hennar
til ösku.
Við, sem vorum að vaxa úr grasi,
urðum vitni að ótrúlegum þjóðfé-
lagsbreytingum í kjölfar þeirra at-
burða, sem til hans mátti rekja.
Ég, sem þessar línur rita, var fjórt-
án ára, þegar hildarleikurinn hófst.
Mér er í fersku minni er breskur her
gekk hér á land á vordögum 1940.
Ég vann hjá dagblaðinu Þjóðviljan-
um og var það starf mitt að sækja
blaðið snemma á morgnana í Félags-
prentsmiðjuna, sem var í húsi Garð-
ars Gíslasonar, neðst við Hverfis-
götu.
Morgun hernámsdagsins var ég
einn af þeim fyrstu er sáu bæinn fyll-
ast af erlendum her. Gekk ég alls
óhræddur niður á Lækjartorg, spók-
aði mig um stund meðal hermann-
anna og horfði á þá setja upp vél-
byssuhreiður á þakinu á Hótel Heklu.
Mér var ljóst að þetta voru ekki
Þjóðverjar, því búið var að smala
saman hótelgestunum og fylgikonum
þeirra íslenskum, en um hríð höfðu
búið þar á hótelinu þýskir skipbrots-
menn af stórskipinu Bahia Blanca,
sem sökk vestur af landinu, og bjarg-
aði íslenskur togari allri áhöfh þess.
Þetta var stór hópur er sett hafði
svip sinn á bæjarlífið. Þóttu þessir
gestir hinir djarftækustu til kvenna,
að hætti farmanna nýkominna úr
langri útivist, enda virtist kvenþjóðin
óðfús að bæta þeim upp köld faðm-
lög Ránardætra á Vestíjarðarmiðum.
Einhverjum hrutu tár af augum er
þessir skjólstæðingar hins fagra kyns
voru færðir á brott, sem stríðsfangar.
En hvarmar þornuðu furðu fljótt, því
ærið verkefni var nú fyrir höndum,
þar sem bærinn var fullur af erlend-
um hermönnum, sem margir hverjir
höfðu sára þörf fyrir kvenlega þjón-
ustu. Allar, eða a.m.k. flestar, þessar
sömu stúlkur tóku sér fyrir hendur
líknarstörfin.
Illt þótti okkur strákunum að sjá
þessa óboðnu gesti eins og fila
traðka niður þann blómarósagarð,
sem við töldum okkur réttborna til
og höfðum hug á að hlúa að og
rækta, því víst voru margar fagrar
rósir troðnar í svaðið af þessum er-
lendu mönnum, kannski ekki alltaf
að sjálfráðu.
Strax við komu hersins fór allt
bændaveldið að nötra og skjálfa í
hnjáliðunum við þau umsvif, sem
honum fylgdu, og hefur það ekki náð
sér eftir skjálftann, enn þann dag í
dag, þrátt fyrir alla þá hækjusmíði er
stofnað hefur verið því til stuðnings.
Já, öll þessi vinna, sem nú bauðst
varð til þess að vinnuhjú, sem áður
voru hlýðin og bljúg, fóru að rífa
kjaft, heimta hærra kaup og betri
viðurgerning. Fjósamaðurinn henti
rekunni í flórinn og sagði gamla hús-
bóndanum að hann gæti sjálfur mok-
að undan sínum beljurössum, hann
væri farinn í Bretavinnuna. Síðan
hurfu jafnvel bömin í gullgröfitinn
hjá hernum.
Snemma komst ég í Bretavinnu,
sem kúskur, og fyrir þá, sem ekki
vita hvað orðið merkir, þá er það sá,
sem teymir hest fyrir vagni.
Þetta var ákaflega þægilegt starf,
því ég þurfti ekki að lesta kerruna,
heldur hafði sérstakur flokkur það
verkefni á sinni könnu.
Ekki get ég tekið undir með þeim,
sem tala fjálglega um hið breska
„loyalty to king and crown,“ því her-
mennirnir voru sí og æ að bjóða okk-
ur til kaups, þýfi úr birgðaskemmun-
um og gerðu margir góð kaup og
fóru jafnvel sjálfir að stunda slík við-
skipti.
Sjálfur keypti ég ekkert nema
súkkulaði og Players sígarettur, sem
Heima er bezt 219