Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 20
irvöld höfuðstaðarins, laus við þessa glórulausu fátækt, sem var hlutskipti hans á þessum árum. Og hestlaus varð hann ekki lengi á ferð sinni. Hann mætti á leiðinni manni, sem skuldað honum 30 ríkisdali fyrir óseld rímnaeintök, og tók af honum hest upp í skuldina. Það skipti ekki máli, þótt hesturinn væri húðar- bikkja, ríðandi kom Sigurður Breið- fjörð á prestssetrið Stað í Hrútafirði. En á þeim sömu dægrum og Sig- urður Breiðtjörð barði fótastokkinn norður í land, var annað skáld á ferli um Húnavatnssýslu á leið til Bjarnar- hafnar að leita sér lækninga í öl- kelduvatni á Snæfellsnesi, og var kona hans með í förinni. Þetta var Hjálmar skáld Jónsson frá Bólu. Hann kom um háttatíma að Stað í Hrútafirði og baðst gistingar. Þá var prestur þar Gunnlaugur Gunnlaugs- son, ekki talinn mikill kennimaður og drykkfelldur nokkuð, en kona hans, Þórdís Gísladóttir, var annáluð gáfukona. Húsfreyja fagnaði Hjálm- ari vel og svo Guðnýju, konu hans, og hvað það horfa til gamans, er hún mætti hýsa tvö skáld á heimili sínu þessa nótt, því að Sigurður Breið- fjörð væri hér kominn og háttaður í stofurúmi, enda ferðlúinn eftir langa för. Þórdís prestskona vísaði þeim hjónum, Hjálmari og Guðnýju, til sængur í rúmi því, er Sigurður Breið- fjörð lá í. Borð eitt lítið var hjá rúmunum og setti húsfreyja fulla þriggja pela flösku af brennivíni á borðið og bað skáldin hressa sig á henni, ef þeir vöknuðu snemma að morgni. Sigurður vaknaði fljótt, er þau hjónin komu inn og reis upp. Hjálm- ar sagði þá til nafns síns. Sigurður segir: „Ekki vænti ég, að þetta sé Bólu- Hjálmar?" Hjálmar svarar: „Sá er maðurinn.“ Varð þá mikill fagnaðarfundur með þeim og sátu þeir nóttina alla við flösku prestsfrúarinnar og ræddu skáldskaparmál til morguns og fram á miðjan næsta dag. Þá hélt Hjálmar áfram ferð sinni vestur til Bjarnar- hafhar. Sigurður vildi ekki láta svo tignan gest ríða einan úr hlaði, söðl- aði færleik sinn, þann er hann hafði fengið upp í ógoldin rímnaeintök, og reið með Hjálmari að I Irútafjarðará. Þegar Hjálmar var kominn út i ána, kallaði Sigurður á eftir honum: Sú er bónin eftir ein, ei skal henni leyna, ofan yfir Breiðfjörðs bein breiddu stöku eina. Hjálmar reið þegjandi yfir fljótið, en þegar hann var kominn upp á bakkann hinum megin, steig hann af baki hestinum, tók hrossataðsköggul upp af götunni, kastaði í ána og kvað þessa vísu: Efég stend á eyri vaðs ofar fjörs á línu, skal ég kögglum kaplataðs kasta að leiði þínu. Eigi var þetta kveðið í óvirðingar- skyni við Breiðfjörð, heldur var Bólu- Hjálmar, er hann mælti svo af munni ffam, að gera lítið úr ljóðagerð sinni frammi fýrir þjóðskáldinu. Skildi svo leiðir með þeim og sáust aldrei síðar. Hjálmar efhdi heit sitt og orti erfiljóð um Breiðfjörð að honum látnum. I Húnaþingi eru bændur ffægir fyrir gestrisni. Sigurði Breiðfjörð var fagn- að konunglega á hveijum bæ, en mestur varð gleðifundurinn hjá Gísla Konráðssyni, hinum mikla fræðaþul, sem bjó á hálfum Húsabakka og var fomvinur Sigurðar frá fyrri Reykja- víkurdvöl hans, og er hann var á Grænlandi skiptust þeir á ljóðabréf- um. Sigurður sagði Gísla, að nú heföi hann fundið þann mann, sem væri af náttúmnnar hendi eitthvert besta skáld á Islandi. „Þar hefur þú fundið Bólu-Hjálm- ar,“ svaraði Gísli Konráðsson. Sigurður Breiðfjörð kom að Húsa- bakka til Gísla Konráðssonar viku fyrir Staðarréttir, en það vom mestu réttir Húnvetninga. Gísli lét það berast út um sveitina, að von væri á hinu nafnffæga skáldi, Sigurði Breiðfjörð, í réttimar. Þetta þóttu mikil fagnaðar- tíðindi. Á 19. öld var dýrlegasti drykkjuskapur Islendinga bundinn við réttir og lokadag, er hlé varð á dags- verkaönn þjóðarinnar til lands og sjávar. Aldrei varð hið íslenska ljóð léttfleygara en á réttardaginn, og aldrei kenndi Sigurður Breiðfjörð eins skyldleikans við uppmna sinn og þeg- ar hann stóð hjá þjóð sinni með fulla flösku víns og lausbeislað ljóð á vör- um yfir jarmandi sauðum í rétt. I Staðarréttum stóð Sigurður Brciðfjörð næst kóngslegri tign hjá þessari alþýðu, sem hann var sprott- inn úr. Hinar ungu stúlkur nærsveit- anna, heimasætur og vinnukonur, flykktust í réttimar til þess að skoða þetta skáld, sem hafði ort til þeirra mansöngva, sem fleygir vom um allt ísland, sumar geymdu þá undir kodd- anum sínum og lásu á vökunni. Og engin var sú stúlka í Staðarréttum haustið 1843, að hún hefði ekki laumað pela í pilsvasa sinn til að gæða skáldi sínu á, er það kom um svo langan veg til að vera við norð- lensk fjallaskil. Danskir kaupmenn og íslensk yfirvöld grétu þurmm tár- um, þótt Sigurður gengi hungur- morða á mölinni á Reykjavík. En í Staðarréttum var þessi víngarðsmað- ur talinn verður braglauna sinna. Hinar húnvetnsku blómarósir leiddu skáldið undir réttarvegg og skenktu honum skál og húnvetnskir bændur gáfu honum lifandi pening, einn gaf honum lifandi sauð, aðrir góðar kindur, og Einar Stefánsson, um- boðsmaður á Reynisstað, lét reka gjafasauði Sigurðar með rekstri sín- um til Reykjavíkur. Og þegar Jón bóndi Sigurðsson í Stafni, sá bikkju þá, er Breiðfjörð hafði til reiðar, var hans hestamannasál nóg boðið, og hann gaf skáldinu fullgóðan reiðhest til suðurferðarinnar. Sigurður Breiðfjörð reikaði um í sælli vímu þessa réttarnótt, skálaði við hvern mann í góðu og illu, og þáði gjafir af hverjum manni. I Stað- arréttum lifði hann í síðasta sinn það

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.