Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 18
finna í uppsláttarbókum
um Islendinga. Það litla
sem ég hef fundið um hana
er að mestu í frásögnum
um föður hennar og eigin-
mann.
Mikill munur er á stíl
Þóru bókar og vasakversins
frá 1800, sem er í sannleika
sagt töluvert ruglingslegt
og tyrfið á köflum. Eins og
gert er í formála vasakvers-
ins biður Þóra mikillega af-
sökunar á ritverkinu. Hún
skrifar:
„Ég skal játa það, að bók
þessari kann í mörgu tilliti
að vera ábótavant, helst að því leyti,
sem snertir niðurskipun eíhisins og
orðfæri, og afsaka ég hið fyrra með
því, að ég ýmsra anna vegna gat ekki
samið bókina í einu lagi, heldur varð
smátt og smátt að rita hana jafnóðum
og hún var prentuð, hinu síðara til af-
sökunar get ég þess, að eigi var ætíð
auðvelt að velja orð á íslensku til að
þýða rétti og krásir útlendra;...“
Eins og þessi orð benda til er tölu-
vert af efninu þýtt úr dönskum bók-
um og nefnir hún sérstaklega tvær
slíkar, „Haandbog for husmödre,"
sem þá var til þess að gera ný en hún
kom út 1853, og „Husmoderen“,
enda segir Þóra m.a. að bókin sé til
komin:
„Þar eð ég hef orðið þess vör, að
mörg kona sem séð hefúr danskar
matreiðslubækur, hefur girnst að
eignast slíka bók á íslensku...“
Að öðru leyti nefnir Þóra sem
heimildir til bókar sinnar rit þeirra
frægu upplýsingarmanna Eggerts
Olafssonar og Ólafs Ólavíusar og
það sem að öðru leyti snertir tilbún-
ing og meðferð á íslenskum mat seg-
ist hún rita eftir þeirri þekkingu og
reynslu sem hún hafi besta. Og til að
valda engum misskilningi segir hún
jafnframt:
Þjóðlegt hádegissnarl. Skyr og
brauð með kæfu og „ vöðlubjúga. ‘
„Ég veit líka að enginn lítur svo á
bók þessa sem ég ætlist til að nokkur
brúki það dags daglega sem hún
kennir, eins og nú skuli menn fara að
„lifa hvern dag í vellystingum prakt-
uglega“. Nei! hitt á bókin að segja,
hvernig menn eigi að matreiða þegar
þeir vilja breyta út af hinu vanalega
og hagnýta sem best þau efni sem
fyrir hendi eru. Og það vona ég að
bókin geti frætt alla um, sem hafa
bæði vilja og viðleitni til þess að
þurfa ekki ævinlega að höggva í
sama farið.“
I bók Þóru er töluvert af sérís-
lenskum réttum, t.d. eru þar fyrir-
sagnir um íslenska rétti eins og
lundabagga, flautir og strjúg, grasa-
mjólk, smjör og skyrgerð til dæmis.
Þóra þýðir oft afar skemmtilega og
eru mörg nýyrði í bók hennar sem
betur hefðu náð fótfestu í málinu.
Þannig kallar hún ragout „lystar-
spað“ sem mér þykir gott nafn.
Spaðkjöt var niðurhöggvið kjöt
(höggvið í spað) kallað hér í eldri tíð
og spaðsúpa hét venjuleg kjötsúpa.
Og svo að haldið sé áfram með spað-
ið þá kallar Þóra frikkasé „spað-
musl,“ rúllupylsur „vöðlubjúgu,“ ís
„krapflautir“, frikkadellur
„steikta snúða“, fiskrouletter
„fiskistranga“, sigtibrauðið
„sáldbrauð“ og bolludags-
bollurnar heita „langaföstu-
snúðar.“ Búðingar heita
„býtingar“ í matreiðslubók
Þóru, en orðið búðingur sem
hér varð svo vanalegt er í
vasakveri Mörtu.
Töluvert er af áfengis-
blöndum í kaflanum um
drykki, t.d. púns og toddý af
ýmsum gerðum. Þar eru
drykkirnir byskup, páfi,
kardínáli og prestur, sem eru
svipaðrar tegundar eins og
nöfnin, í grundvallaratriðum þannig
að rauðvín, borgundarvín eða rínar-
vín, eru soðin með sykri og ýmis-
legu kryddi svo sem appelsínuberki,
múskatshnot, kanelberki og negul-
nöglum. Ekki ósvipað því sem nú er
kallað jólaglögg.
Að lokum er hér uppskrifl að jarð-
eplaköku handa 5, úr matreiðslubók
Þóru. Ég get gefið þessari uppsknft
mín bestu meðmæli því að á dögunum
var þessi kaka á borðum í kaffistofu
Þjóðminjasafnsins, á afmæli Áma
Bjömssonar þjóðháttafræðings. Rétt
er að taka það ffam að mælieiningin
lóð, sem þama er notuð er 20 gr:
„Jarðepli, sem búið er að sjóða og
flysja deginum áður, skal rífa smátt.
12 eggjablóm skal þeyta með 12 lóð-
um af smásteyttu sykri, 3 lóðum af
sætum og löku hálfu lóði af bitrum,
steyttum möndlum, rifnum berki af
tveimur sítrónum og vökva úr þrem-
ur, hræra síðan vel saman við þetta
þremur fjórðu úr pundi af jarðeplun-
um hér um bil hálfa stund, og, að því
búnu hvítunni úr eggjunum, sem
áður skal vera búið að þeyta. Kökuna
skal baka við hægan eld í fyrstu
þangað til að hún er búin að lypta
sér.“
Ljósm.: Hallgerður Gísladóttir.
214 Heima er bezt