Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Page 38

Heima er bezt - 01.06.1996, Page 38
sögðu er það á þínu valdi, hvað þú villt sýna mér langt aftur í fortíð þína.“ „Jæja, fyrst svo er, þá er best að byrja frá upphafi, en fara fljótt yfir sögu. Eg fæddist inn í sára fátækt. Við urðum tólf systkinin, ég var þriðja í röðinni. Síðast fæddust tví- burar. Þeir lifðu báðir en móðir okk- ar dó við bamsburðinn. Þetta gerðist vorið, sem ég fermdist. Tveir elstu bræður mínir voru þá farnir að heim- an í vinnumennsku. Faðir minn var í íyrstu niðurbrotinn maður, undan of- urþunga sorgar og vonleysis. Ég reyndi að hugga hann og telja í hann kjark. Ég sagðist skyldi gera allt, sem ég orkaði fyrir hann og systkini mín, svo að við mættum öll halda hópinn. Fákækleg orð mín urðu hon- um huggun og hvatning. Hann vildi ekki tvístra barnahópnum til vanda- lausra á framfæri sveitarinnar, fyrr en öll sund væru lokuð. Við snerum bökum saman og tókumst á við erf- iðleikana. Ég hafði, frá blautu barns- beini, vanist því að hjálpa móður minni og yngri systkinum eins og kraftamir leyfðu og var því flestum hnútum kunnug. Þetta kom sér nú vel fyrir mig. Þrátt fyrir örbirgð og þrældóm í uppvextinum, var ég hraust og þrekmikil eftir aldri og sterkur vilji til þess að bregðast ekki ástvinum mínum í nauðum, jók mér bæði kraft og áræði. Allt blessaðist furðu vel. Eitt árið enn fengum við að halda hópinn. En þá varð faðir minn fyrir alvarlegu slysi og lá rúm- fastur langan tíma. Þar með lokuðust öll sund fyrir frekari samheldni fjöl- skyldunnar á eigin vegum. Heimilið var leyst upp af ráðamönnum sveitar- innar. Bömin tvístruðust í allar áttir, eftir því hvar lægsta meðlagsgreiðsl- an var í boði. Það vom þeir döpmstu dagar, sem ég hef lifað, þegar ég varð að búa systkini mín til brottfarar að heiman og láta þau flest öll grát- andi, í hendur ókunnugra manna, sem jafhharðan hurfu með þau á braut, inn í óræða framtíð sveitar ómagans. Síðust yfirgaf ég æsku- heimilið, þá nýlega orðin fimmtán ára, ráðin vinnukona á ókunnugum bæ. Eftir það varð ég algerlega sjálf að sjá fýrir mér. Ég kynntist ung hörðum heimi og oft æði miskunnar- lausum, en ég harðnaði hvið hverja raun. Rúmlega tvítug gekk ég í hjóna- band með ungum bóndasyni. Við vomm bæði fátæk af veraldarauði en rík af björtum æskuvonum. Við tók- um jörð á leigu, sem hafði verið í eyði um tveggja ára skeið. Húsakost- ur var orðinn gamall og fremur léleg- ur en umhverfið þama var stórkost- lega fagurt, hvert sem litið var. Bær- inn stóð á rennisléttri grasflöt skammt fyrir ofan sjávarbakka, framundan lá breið sandfjara, líkt og forsalur að víðáttu hafsins, með góðu bátalægi og uppsátri. Fyrir ofan bæ- inn reis kjarri vaxin fjallshlíð með háum, fagurlega mótuðum hamra- beltum til beggja handa. Lítill, tign- arlegur foss steyptist fram af hamra- beltinu sunnan við túnið og rann í læk, sem liðaðist blár og tær niður til sjávar, spölkorn ffá bænum. Þama var gott beitiland og skjólsælt og skammt að róa á gjöfúl fiskimið. Við byrjuðum á því að hressa upp á húsakostinn eftir föngum og flutt- um síðan vonglöð inn á nýja heimil- ið. Bústofninn var tíu ær, ein kýr og hryssa. En fyrsta árið, sem við bjuggum á Sævarbakka tókst okkur að festa kaup á bátkríli, sem varð matarlitlu búi oft til bjargar. Það yrði of langt mál hér, að ætla að lýsa öllum erfiðleikum frumbýlis- áranna, þeir voru margir og af ýms- um toga, en uppgjöf var óþekkt hug- tak í okkar ranni. Við eignuðumst fimm dætur á jafnmörgum ámm en svo kom langt hlé á barneignum. Elsta telpan var orðin tíu ára þegar Hildibrandur minn fæddist, en hann var örverpið mitt. Dæturnar voru all- ar tápmiklar og vinnufúsar. Þær byr- juðu ungar að hjálpa til við búskap- inn og virtust sérlega hneigðar fyrir alla útivinnu. Um fermingu voru þær famar að róa til fiskjar með föður sínum og varð vel til fanga. Faðir þeirra hafði mikið dálæti á þeim, | enda vom þær hans önnur hönd til flestra hluta. Þótt kreppa væri í land- inu á þeim árum, sem dæturnar vom að komast upp, lágt verð fýrir afúrðir til lands og sjávar og lítil uppskera af þrotlausu erfiði, voru þetta fýrir margra hluta sakir, hinir mestu ánægjutímar á heimili okkar. Fimm hraustar, lífsglaðar dætur, virtust una sér hið besta á fátlæklega kotbænum undir hlíðinni, við bláan sæ. Einka- sonurinn óx úr grasi og vakti bjartar vonir. Þrátt fyrir miklar annir, brugðu dætumar sér oflt og tíðum á leik með öðru æskufólki í sveitinni og sprettu úr spori. Já, víst voru þetta ham- ingjuríkir dagar. En Adam var ekki lengi í Paradís. Síðari heimsstyrjöldin skall yfir með öllum þeim ógnum og skaðræði, sem henni fýlgdi. ísland var hernumið. Þótt við byggjum langt frá þessum hildarleik, leið ekki á löngu þar til áhrifin frá honum teygðu klærnar inn í friðsæla kotbæinn okkar. Fréttir bárust um mikla atvinnu syðra, á vegum setuliðsins og skjótfenginn gróða. Auglýst var í blöðum eftir körlum og konum til hinna ýmsu starfa. Tvær elstu dætur okkar voru þá um tvítugsaldur, önnur orðin tutt- ugu ára en hin á tvítugasta árinu. Þær höfðu aldrei nokkurn tíma, hvorug þeirra, borið það í mál að fara að heiman en nú brá svo við að það komst ekkert annað að hjá þeim en drífa sig til Reykjavíkur í atvinnuleit. Þær kváðust ætla að vinna sér fyrir námsgjaldi og fara síðan í Kvenna- skóla. A þeim tíma var það draumur margra ungra stúlkna, að ganga þá menntabraut. Við foreldrarnir, höfð- um ekki efni á því, svona strax í lok kreppunnar, að kosta þær í Kvenna- skóla, en fúllan vilja til þess að styrkja þær á þeirri braut, þótt síðar yrði. Föður þeirra var það mjög á móti skapi að þær færu í atvinnuleit til Reykjavíkur, eins og málum var þar komið. Hann vildi að þær leit- uðu, að minnsta kosti fýrst, fýrir sér á öðrum stöðum og bauð þeim alla aðstoð sína í því efni, en þær hlust- 234 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.