Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 25
Guðjón Baldvinsson: Komdu nú að kveðast á 43. þáttur Við hcfjum þáttinn á vísum frá Braga Björnssyni, Fellabæ, en hann segir í formála að þeim: „Ég er að hugleiða hvort sléttubönd séu á undanhaldi í vísnagerð nú um stundir, sendi þarna fáein í von um að fleiri komi á eftir:“ Vélsláttur Ljárinn sneiðir grösin græn grönnu deyðir stráin. Skárinn breiður, verka væn vélin, eyðist háin. Stormasamt og kalt Gustar vindur hroka hár, hamlar yndi lýða. Dustar tinda fimbul fár, frjósa lindir hlíða. Afturábak: Háin eyðist, vélin vœn verka, breiður skárinn. Stráin deyðir grönnu, græn grösin sneiðir Ijárinn. Og afturábak: Hlíða lindir frjósa, fár fimbul tinda dustar. Lýða yndi hamlar, hár hroka vindur gustar. Krafið bóta vegna Ioginna ávirðinga Þögnin ríkir, dagur dvín, döggin vætir móa. Sögnin ýkir mistök mín, miskabætur fróa. Við ströndina Sorgar tárum þeytir þrátt, þyrlar gárum lægis. Orgar Kári harla hátt, hamast bárur Ægis. Afturábak: Fróa bætur miska, mín mistökýkir sögnin. Móa vætir döggin, dvín dagur, ríkir þögnin. Afturábak: Ægis bárur hamast, hátt harla Kári orgar. Lœgis gárum þyrlar, þrátt þeytir tárum sorgar. Sléttuböndin eru þeim eiginleika gædd að lesa má þau jafnt afturábak sem áfram, eins og flestir vita. Til gamans birtum við því sléttuböndin jafnan i báðum myndum. Næst skulum við gefa Gissuri O. Erlingssyni orðið en hann yrkir eftirfarandi: Líður á ævi Krefur gríma hefnda höld, hœttan glímu býður. Gefur vímu óræð öld, œvitíminn líður. Vetrarsólhvörf Kaldur vetur vefur jörð, voðum hvítum sveiparfiörð, veður geisa grimm og hörð, gnauðar hríð um tinda og skörð. Afurábak: Líður ævitíminn, öld óræð vímu gefur. Býður glímu hættan, höld hefnda gríma krefur. Nepjuþrútið norðanbál nístir merg og kremur sál, flest er daprað mannamál, í myrkri drukkin görótt skál. ÍHeima er bezt 221

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.