Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 32
Umsjón: Ingvar Björnsson Annar ársSjórðungur 1996 Landshluti: Vesturland Verðlaunaáskrifandi annars ársfjórðungs 1996, er Anna Pálína Magnúsdóttir, Aðal- stræti 126, Patreksfirði. Verðlaun: Aldnir hafa orðið, 14.-18. bindi. Anna Pálína Magnúsdóttir. Hjörtur Óli Halldórsson, eiginmaður Önnu r við náðum sambandi við / ~ Önnu Pálínu Magnúsdóttur, við hana að segja okkur sitt af hverju um ævi sína og störf og fer frásögn hennar hér á eftir. „Ég er fædd 14. maí 1930, að Kinnarstöðum í Reykhólahreppi í A- Barðastrandarsýslu. Foreldrar mínir voru Magnús Sig- urðsson yngri, fæddur 21. maí 1907, að Múlakoti (heitir nú Múli) í Þorskafirði, og eiginkona hans, Ingi- björg Pálsdóttir, fædd 23. ágúst 1907 að Hlíð í Kollafirði. Hún andaðist 5. mars 1973. Þeim varð 8 barna auðið, það elsta fæddist 1929 en hið yngsta 1939 og er ég önnur í röðinni. Eg átti heima á nokkrum stöðum i Reykhólasveitinni, var eitt ár á Reykhólum, 5 ár í Skógum og að Hólum frá 1937, þar til ég flutti 1952 hingað til Patreksljarðar og hér hef ég átt heima síðan. Eiginmaður minn er Hjörtur Óli Halldórsson, fæddur 5. nóvember 1929, á Patreksfirði og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Margrét Sigríð- ur Hjartardóttir, fædd 8. nóvember 1890 að Valdasteinsstöðum í Hrúta- firði, dáin 1976, og Halldór Jóhann- esson, fæddur 21. júlí 1891 á Húsa- vík, dáinn 1970. Við hjónin eigum 8 börn, 22 barnaböm og 5 barnabarnabörn. A 228 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.