Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 19
Sigurður Gunnarsson, fyrrv. skólastjóri: AF MERKU FÓLKI Honum Iíður þar vel, ný- kominn úr útlegð. Og á þeim tíma yrkir hann mikið og skrifar. Árið 1836 koma út eftir hann hvorki meira né minna en 5 bækur: Frá Grænlandi, Ljóðasmámunir og 3 með rímum. Enginn samtímamaður hans íslensk- ur, átti slíkri bókmennta- frægð að fagna. Tæplega fertugur að aldri var Sig- urður Breiðfjörð orðinn út- breiddasti og víðlesnasti rit- höfundur landsins, svo að ekkert annað skáld á íslandi komst í hálfkvisti við hann í þessu efni. Þó er ekki hér allt talið, sem hann orti á þeim árum, því að margt er enn í handritum. Það var því enginn óþekktur bögu- bósi, sem Jónas Hallrímsson veittist að, er hann skrifaði hinn heiftúðuga ritdóm uni rímurnar af Tristran og Indíönu, árið 1837. Ty uðvitað sveið Sigurði / \ undan þessu höggi Jónas- V \ar og má það sjá víða. En þótt undarlegt sé, vann hinn hvassyrti dómur Jónasar Hallgrímssonar lítt á þeirri hylli, sem Sig- urður naut meðal þjóðarinnar, nema síður væri. Hann var enn sem fyrr, lengi eitt vinsælasta skáld hennar, um það fékk hin réttmæta ádeila Jónasar engu breytt. Og á þessum ánægjulegu og ham- ingjusömu misserum, hjá vinum og frændum, þegar skáldgáfan blómstr- ar og 5 bækur eftir hann koma út 1837, og nokkru seinna 2 í viðbót, ákveður hann að giftast ungri og fal- legri ekkju, sem nýlega hafði misst mann sinn. Og það gerist 7. janúar 1837. Sigurður var þá kominn fast að fertugu. En þetta varð ein allra sögu- legasta gifting, sem um getur á Is- landi. Það vitnaðist brátt, að Sigurð- ur hafði verið giftur áður, en ekki fengið lögskilnað, og var því fljótt kærður fyrir tvíkvæni, en við því lá, hvorki meira né minna, en dauða- refsing skv. lögum, sem þá giltu í landinu (Norsku lög, 13. kafli, 24. gr.). Sigurður var þó aldrei hálshöggv- inn og hjónabandið að lokum gilt, eftir löng og erfið málaferli. En kon- an, Kristín Illugadóttir, íylgdi honum alltaf, í þeirra miklu erfiðleikum og sulti, allt til dauðadags hans. En segja má, að þau 9 ár, sem hann átti eftir að lifa, hafi nær öll farið í enda- laus kærumál og réttarhöld. Þau hokruðu á heimili konu hans nokkur misseri, en fluttu síðan örsnauð til Reykjavíkur 1842, í húskumbalda, sem var raunar enginn mannabústað- ur. Voru það síðustu vista- skipti Sigurðar Breið- fjörðs. Eftir að Sigurður flytur til Reykjavíkur heíjast, nær upp- styttulaust, allt til dánardægurs, við- skipti hans við bæjar- og stiftsyfir- völd landsins. Hann er oft kærður og honum oft stefnt fyrir rétt, vegna margs konar afbrota. Loks er hann dæmdur í nokkurra daga fangelsi, en vegna vanheilsu ofdrykkjumannsins og m.a. vegna þrálátrar niðurfallssýki (flogaveiki), komst hann lengi og mörgum sinnum undan því að af- plána dóminn, skv. úrskurði land- læknis. Hann varð fljótt að afþlána dóminn, sem búið var að stytta niður í tvo daga, vegna veikinda hans, þann 11. og 12. júní 1845. Var hann þá loks kvittur við yfirvöld þjóðar- innar. Á þessum biðtíma fékk hann reyndar leyfi yfirvalda til að fara norður í Húnavatnssýslu í lok ágúst- mánaðar, til þess að afla vetrarforða handa sér og Qölskyldu sinni. Ferðin varð alveg ómetanlegur sólargeisli í lífi Sigurðar á þessum síðustu sjúk- dóms- og sultarárum. Hún má því til með að koma hér með að lokum. Hann var fótgangandi, þegar hann fór úr Reykjavík, og bar þá raunar ekki nýrra við, því aðeins á velmekt- ardögum ævi sinnar hafði hann átt hest undir sig. Þótt hann væri fót- gangandi, var hann samt frjáls mað- ur, laus við hin sívökulu lögregluyf- Seinni hluti Heima er bezt 215

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.