Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 29
magur og ef til vill lítið haltur á ífamfæti. Finnandi gefi sig fram við S. bónda Arnbjarnarson á Selfossi í Flóa eða í afgreiðslu ísafoldar. 3 herbergi og eldhús á 3. lofti í Þingholtsstræti 23 til leigu frá 1. okt. Agæt útsjón. - Vatnsveita. Þjóðólfur, mars 1866. Eg leyfi mér að gjöra það kunnugt, að ég hefi í hyggju, ef guð lofar, að taka svo sem 3 pilta (ég þori ekki að tiltaka meir) til þess að búa þá undir skóla, og það þegar á næsta vetri. Hvort ég muni þessu vaxinn, má spyija þá herra í Reykjavík, organista P. Guðjohnsen og skólakennarana G. Magnússon og J. Þorkelsson. En væri mér trúandi íyrir þessu, yrði sá undirbúningur líklega nokkrum mun kostnaðarminni en í Reykjavík, en færra yrði þó til að glepja. Vildi nokkur sinna þessu eða sæta, sem helst væri fyrir einhvern ekki í mikilli fjarlægð, gæti hann snúið sér til mín, en það þyrfti að vera nógu snemma. Hofi á Skagaströnd, d. 23. febrúar 1866. M. Jónsson. Þjóðólfur, 11. maí 1900. Frá Ameríku Lögbergs-ósóminn. Bréfað vestan. Það er auðséð að blaðið „Lögberg“ í Winnipeg, hefur ekki verið lengi að komast á spenann hjá Manitoba- stjórninni nýju eptir kosningarnar í vetur. Þá er sá flokkur, er blaðherfan hafði áður ausið óbótaskömmum og talið óalandi og óferjandi, var sestur að völdum, kom brátt annað hljóð í strokkinn, því að þá var um að gera að snúa nógu fljótt við blaðinu, til þess að fara ekki á hreppinn og geta haldið áfram að mylkja stjórnina. Það var aðeins allra snöggvast á veðramótunum millum gömlu og nýju stjórnarinnar, að dálítill aptur- kippur kom í sendingu Lögbergs hingað til lands, því að eins og menn vita, hefur Manitobastjóm í mörg ár keypt af útgefendunum mörg hund- ruð, jafnvel nokkur þúsund eintaka af blaðinu, til gefins útbýtingar hér á landi í þarfir vesturflutninga, enda vissi stjómin, að hún keypti þar ekki köttinn í sekknum, því að með öfg- um sínum og ósannindum og óvið- jafnanlega strákslegum rithætti, hef- ur blaðið jafnan verið fyrirmynd þess, hvernig heiðvirð blöð eiga ekki að vera, en sem vesturheimskt út- flutninga- og æsingamálgagn, hefur það verið á sinni réttu hillu, og ef- laust gert töluvert tjón hér á landi hjá þeim, sem hafa lesið það og lagt nokkurn trúnað á fleipur þess. En sem betur fer mun allur þorri manna hafa lagt það frá sér ólesið og haft það eins til „vissra afnota.“ Það hefur einnig ávallt siglt með Krist í kjölfarinu innan um allan óhroðann!!, og menn hafa séð þar fingraför „andans“ prestanna vestra, opt og einatt, svo að vegna þessa kristilega stimpils hefur ósóminn fengið húsaskjól, þar sem honum ella hefði ekki verið hleypt inn fyrir dyr. Undir yfirskini kristinsdómsins og vernd andlega valdsins þar vestra, hefur það unnið að sínu þokkalega(í) aðal augnamiði: útflutningi í stómm stíl héðan af landi, og þar af leiðandi landauðn hér, ef það gæti. Núna, með síðustu ferð „Lauru,“ komu hingað átta stórir pokar, troð- fullir af þessu þarfablaði og eitthvað svipað með „Ceres,“ því að sams konar haugar koma með hverri ferð frá útlöndum. Og svo verður lands- sjóður Islands að verja ærnu fé til að flytja þennan óþverra út um landið. Það er sannarlega hart, að póst- stjórnin íslenska skuli vera skyld til að verja landssjóðsfé til að flytja út um landið æsingarit, sem keypt eru í haugum af stjórn annars lands, til að spenna fólk héðan af landi burt og vestur um haf. Og nú kvað vera farið að senda „Heimskringlu“ einnig á sama hátt, því að það var flokkur hennar, er komst til valda. Skyldi íslensk alþýða vilja leggja mikinn skatt á sig til að fá þetta til lesturs, ef hún ætti um tvennt að velja? Vér ætlum ekki. Hún mundi verða sárfegin að losast við þessar sendingar, er hún sæi kostnað þann, er þær hafa í för með sér fyrir landið. En „Lögberg“ streitist náttúrlega við að selja stjórninni sem flest eintök og hirðir ekkert um, þótt blaðið sé sent til fjölda manna, sem hvergi fýrir- finnast, eða manna, sem löngu eru dauðir o.s.frv., því að stjómin borgar hvert eintak fullu verði, jafnvel þótt það væri aldrei sent, sem lítið eptirlit mun haft með. Þjóðólfur hefur sjaldnast skipt sér nokkurn skapaðan hlut af heimsku rausi og öfgum „Lögbergs,“ því að ritstjóra þess er svo háttað, og rithátt- ur hans svo lubbalegur, að það er ekki siðuðum mönnum samboðið að eiga orðskipti við slíka pilta. Og einmitt þess vegna hefur Þjóðólfur optast með þegjandi fyrirlitningu gengið framhjá öllu sparki Sigtryggs. Hann hefur aðeins einstaka sinnum dreypt á hann ofurstuttum athuga- semdum, því að hann hefur haft gaman af að sjá, hvernig manntetrið hefur getað ólmast og ausið út af ör- litlu efni. Gengur þá frekjan og ósvífnin hjá manninum optast svo langt, að undrum gegnir, eins og t.d. nú fyrir skömmu út af bréfkafla frá Winnipeg, er birtist í Þjóðólfi í des. f.á., sem Sigtryggur og Einar lags- maður hans, eignuðu séra Hafsteini Péturssyni(!). Það hefur orðið heldur ókyrrð í herbúðum Lögbergsklíkunn- ar út af því bréfi, af því að þar var dálítið flett ofan af því, hvers konar blað „Lögberg“ væri, hverjir stæðu því næstir, á hverju það lifði, og hversu þokkalegur rithöfundur Sig- tryggur væri. Auðvitað hefur bréfinu ekki verið svarað með neinum ástæð- um, heldur með rustaskömmum út í ................... * * * *........... LgPZ Heima er bezt 225

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.