Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 26
Suður er flúin langt í lönd
Ijóss og varma gjöful hönd,
frá þeim sem norpa á Niflheimsströnd
í norðurfrerans lœstir bönd.
Að fjallabaki falin sól
flytur boðskap þeim sem kól,
lífs á hjarni, heims um ból,
um hlýju og birtu þessi jól.
Harpa hjartans (þýtt úr þýsku)
Hjörtum vorum helst má líkja
hörpu við með strengi tvenna,
á öðrum klingja kæti' og gleði,
kvöl og sorg á hinum brenna.
Skapanorn með fimum fingrum
fast þá slær og hljóma lœtur,
á daginn tíðum glens og gaman,
grafarsöngva þrátt um nœtur.
Rosegger.
Eyðibyggð
Andar nú köldu af Geirólfsgnúpi,
gnœfir hann hátt á sýslumótum,
barst þangað fýrrum fiskur úr djúpi,
fræg var þar byggð af fjölkynngi og blótum.
Allt er það núna auðn ein og hrjóstur,
enginn liðast þar reykur úr strompum;
fallnar um súðir, svalur blæs gjóstur,
svarrar enn brim í gjótum og skvompum.
Byltast á skerjum brimill og urta,
brotnum sitja þar hrafnar á veggjum,
engin seilist þar sauðkind til jurta,
saddur er refur af fugli og eggjum.
Fúnar í nausti brotinn bátur,
blómstra í tóttum hvönn og arfi.
Líkt eins og bergmáli beiskur grátur
blandast vindgnauói garg í skarfi,
á eggjum í kjarri kúrir sig rjúpa,
karrinn ropar á næstu þúfu,
af fjalldrapalaufi daggir drjúpa,
dylur sig bjarg undir þokuhúfu.
Og þó nú sé sumartíð þá ætlum við að birta hér ljóð
eftir Bergþóru Pálsdóttur frá Veturhúsum um þorrann, en
ljóðið nefnir hún
Þorradagur
Á þessum vetri þorra kóngi þóknast vildi.
Veislu góða gefa skyldi
guðum þeirra ef sýndu mildi.
Nístings kaldur næddi stormur Norðmanns lendur.
Nánast björg í búum þrotna,
bestu vonir manna brotna.
Þorri kóngur vinsæll var af vorum mönnum.
Vel hann leysti úr vondum málum,
vorhug glæddi í okkar sálum.
Frægð hans spurðist langt um lönd, það Ijóst má vera.
Leiðir þegna lágu víða,
Ijúfan þorra vildu prýða.
Nýtir menn frá norðurslóð þá námu Island,
fóru burt frá Noregs ströndum,
fengu að kynnast nýjum löndum.
Höfðu með sér hamingju frá heima byggðum.
Heiðna siði helst þeir mundu,
hjartans ró af þessu fundu.
Þorramánuð mundu seggir mjög svo kaldan.
Þorrakarlinn þá skal milda,
þennan sjóla sterka og gilda.
Þjóðin dýrkar þessa menn á þorradaginn.
Veislu mikla við þá gjörum,
vín og mat því hvergi spörum.
Landnámsmenn þar kvæði kváðu karskir forðum.
Skemmtun þá við skulum muna,
skáldskapinn nú látum duna.
Og meira af vetrarvísum. Kári Kortsson kveður eftir-
farandi:
Himindans
Norðurljósa næturtjöld
nett um ræfur tifa.
í gleði sinni hvert eitt kvöld,
kunna þau að lifa.
Vetrarglitur
Ljósið tifar, tindrar
í tíbrá vetrarins,
mjöllin snœhvít sindrar,
sólaraftansins.
Vinátta barnsins
/ lófa stóran lítil hönd
lœðist feimnislega,
knýtir fögur blíðubönd
bernskan kœrleiksvega.
Látum við staðar numið að sinni og minnum á heimil-
isfangið:
Heirna er bezt, Pósthólf8427, 128 Reykjavík.
i
222 Heima er bezt