Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 9

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 9
1932 JÓLABLÁÐ ÆSKUNNAR 3 M HELGA LITLA 1 © Jólasaga eftir Elsu Beskow - Margrét Jónsdóttir þýddi 0 Það var einu sinni kennslukona, sem var að lesa sögu fyrir nem- endur sina. Þetta var skömmu fyrir jól. Sagan sagði frá engli, sem flaug á aðfangadagskvöld nið- ur til mannheima. Hann kom aðallega til þeirra, sem voru hryggir og fátækir, og færði öllum huggun og gleði. Þegar kennslukonan hælti lestrinum, heyrð- ist einhver snökta úti i horni á skólastofunni. Og í sama bili sást upprétt hönd og hrópað var með ákafri röddu: »Kennari, kennari! Hún Helga er að gráta!« Kennslukonan gekk þá að borðinu, þar sem Helga sat. Það var litil, dökkhærð telpa, fölleit og mögur. Hún byrgði andlitið i höndum sér og grét. »Hvað er þetta, Helga litla?«, sagði kennslukonan. »Er þér illt ?« »Nei—ei«, sagði Helga stamandi og ofurlágt. »Mér leiðist bara svo mikið«. »Hvað leiðist þér, góða min?« »Mér leiðist svo, af því að mig langar svo mikið til að verða engill*, sagði telpan svo lágt, að kennslukonan gat með naumindum heyrt það, og nú laut Helga aftur höfði enn þá dýpra en áður. En skólasystir Helgu, sem sat við hlið hennar, hafði samt heyrt það. Og nú hrópaði hún með hvellu röddinni sinni: »Hana Helgu langar til að verða engilk. Allnr barnahópurinn fór að skellihlæja. En kennslukonan þaggaði niður í þeim og sagði mjög alvarlega: »Það er ekki nauðsynlegt að vera engill, til þess að geta hjálpað öðrum og huggað þá. Ef þið reynið að eins að vera reglulega góð óg kærleiksrík, þá getið þið orðið öðrum mönnum til eins mikillar huggunar og gleði og jólaengill- ion, sem eg var að lesa um«. Lagleg, ljóshærð telpa rétti upp höndina og sagði roeð ákafa 1 röddinni: »Kennari! Veiztu, að eg á að verða reglulegur engill bráðum? Á barnaskemmtuninni, sem haldin verður á sunnudaginn kemur, á eg að leika engil. Það koma mörg hundruð manns til þess að horfa á okkur. Við verðum 10, sem leikum engla. Við eigum að vera í mjallhvitum kjólum með silfur- stjörnusveiga um höfuðin, og svo höfum við stóra, hvíta vængi og allta. — Nú leit telpan sigrihrós- andi til skólasystkina sinna, en þau horfðu á hana stórum augum, full undrunar og aðdáunar. Skólaklukkan hringdi. Kennslustundunum var lokið þenna dag, börnin þustu út úr skólastofunni. Þegar Helga kom út á leiksviðið, fóru félagar hennar að stríða henni. »Ha, hæ! Þarna er hún Helga, sem skælir af því að hún fær ekki hvítan kjól og silfurstjörnur i hárið, eins og Dóra«, sagði einn drengurinn. — En meira gat hann ekki sagt, þvi að Óli, bróðir Helgu, náði í kragann á treyjunni hans og lumbr- aði duglega á honum. »Heyrðu, Helga!« sagði Óli á heimleiðinni. »Hvers vegna lætur þú svona bjánalega? Segist vilja verða engill og ferð að skæla, svo allir sjá, svo að maður dauðskammast sín fyrir þig, frammi fyrir öllum bekknum«. Helga varð ógn sneypuleg. »Eg gat ekki að því gerU, sagði hún, og tárin komu aftur fram í augu hennar. »Þó að þú hefðir sagt, að þig langaði til að eign- ast flugvél, þá hefði það verið miklu skynsamlegra« hélt Óli áfram, því að auðvitað befir það verið af því að þig langaði til að fljúga, að þú vildir verða engill. En bráðum geta mennirnir flogið engu siður en englarnir, ef englar eru þá nokkrir til«. »Mér þætti gaman að vita, hvernig vængirnir eru festir á þi«, sagði Páll litli, hálfbróðir Helgu og óla. Hann hafði gengið þegjandi og ekki tekið þatt í samtalinu. »Ef eg fengi að sjá almennilegan engil, þá skyldi eg gæta vel að því og búa mér svo til vængi sjálfura, bætti hann við. »Nei«, sagði Helga, »mig langar ekkert til þess að fljúga. En eg held, að það hljóti að vera svo gaman fyrir englana. Þeir eru alltaf góðir, og svo eru þeir sífellt að hjálpa öðrum og gleðja þá«. »Var það þess vegna, að þig langaði til þess að verða engill«, sagði óli, hálfvandræðalegur. »Mér finnst nú samt«, bætti hann við, þegar þau höfðu gengið þegjandi litla stund, »að það vera reglulega vitlaust, að enslarnir skuli vera ósýni- legir. Ef maður bara sæi þá standa hjá sér, svona mjallhvíta og fallega og hrista höfuðin, einmitt þegar maður ætlaði að gera eitthvað ljótt, þá er eg viss um, að maður hætti við það«. »Þeir gætu að minnsta kosti hvislaða, sagði Palli.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.