Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 16

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 16
10 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1932 ^;oooooooœOOOOOOOOOOOOOOOCXiOOOOOOOOOOOO OOO OOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO00p 0’°r D R EKABRÚÐKAU PIÐ Eftir LOUIS MOE o Einu sinni var dreki, sem átti heima i helli nokkrum. Hann var einn af gömlu, góðu drekun- um, sem liggja á gulli og spúa eldi. Það var annað en gaman fyrir dýrin, sem áttu heima í skóginum þar í kring, en verst var það fyrir gömul refahjón, sem áttu yrðlinga skammt frá hellinum. Dag og nótt lagði þangað brenni- steinssvæluna, þegar drekinn spjó eldinum, en það gerði hann jafnt í tima og ólima. Refahjónin brutu oft heilann um það, hvernig þau ættu að reka þetta illyrmi af höndum sér. »Nú veit eg það«, sagði Grenlægja einn góðan veðurdag við Skaufhala — en þannig hétu refa- hjónin —. »Nú veit eg það. Þú skalt fara til Björns bramlara, Elgs angalanga og Úlfs óarga og skila til þeirra frá mér, að vera hérna á höttunum í kring; það getur farið svo, að eg þurfi á þeim að halda. Sjálf ætla eg að fara til drekans og bjóða mig í vist hjá honum. Svo sjáum við, hvað setur«. Jæja, ekki stóð á þvi, drekinn varð dauðfeginn að fá einhvern til þess að stjana við sig. En auð- vitað var hann óttalegur sviðingur eins og allir reglulegir drekar eru, og kaupið, sem'Grenlægja fékk, var ekki upp á marga fiska, og mikið tók hann nærri sér að borga þessa fáu skildinga, sem hún fékk. En það var nú einmitt þessi mikla nízka, sem hún ætlaði að nota sér, og einn daginn sagði hún við drekann: »Ef eg væri í þinum sporum, dreki sæll, þá skyldi eg gifta mig, þá fengi eg þjónustuna fyrir ekkert og ást og alls konar þægindi í ofanálag«. »Það segirðu satt«, sagði drekinn, »en heldurðu að nokkur vilji mig?« »Það er ekki vist, að hún sé svo langt í burtu«, sagði Grenlægja. »Eg á systurdóttur, sem er bæði dugleg og myndarleg. Ef hún vildi taka þér, þá færðu ekki betri konu en hana. Það er svo sem velkomið, að eg leili hófanna hjá henni«. Drekinn tók því með þökkum. Grenlægja brá sér út fyrir ásinn í hvarf, og von bráðar kom hún aftur og sagði, að systurdóttir sín væri til i að taka honum. En hún var svo óstjórnlega hrædd við klær og eld, að drekinn yrði að láta klippa af sér klærnar og binda dulu fyrir túlann á sér, ef hún ætti að koma nálægt honum. Drekinn féllst á það, því að nú var hann orð- inn svo ólmur að komast í hjónabandið, að hann gáði einskis annars. »Og eilt var það enn«, sagði Grenlægja, »en það er nærri því skömm að fara fram á það, — hún systurdóttir mín segir, að hún geti ekki hugsað lil þess, að mannsefnið sitt hafi vængi, þvf að þá geti hann flogið frá henni, hvenær sem honum sýnist. Ef þú vilt fá hana, verðurðu að lofa mér að klippa svolitla agnarögn af vængjunum á þér líka«. Drekinn féllst á það eins og allt hitt, en þá vildi hann lika komast í hjónabandið tafarlaust. Nú klippti Grenlægja klærnar af drekanum, eins nærri og hún gat; en fyrst batt hún dulunni um túlann á honum, eins og brúðurin balði áskilið. Og seinast klippti hún gríðarlega mikið af vængj-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.