Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 14

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 14
8 J Ó L A B L A Ð Æ S K U N N A R 1982 samanbrolin á borðinn. Hún mátli iil að taka iiana upp. Svo lagði hún bana yíir sig og reyndi, hvort bægt væri að dansa með hana. Ilún var stærri en hennar eigin slæða, en |>að var samt hægt að dansa með hana. Hún sveitlaðist í kring- um hana í breiðari bylgjum, en ef til vill var það bara enn fegurra. Ó, þarna hafði hún fengið slæðuna. Nú gal hún líka farið á dansleikinn. Hún sveif fagnandi að glugganum og ætlaði að sveilla sér úl um hann, en í sama bili vaknaði malaradóttirin og settist upp í rúminu. Litla álfamærin varð svo hrædd, að hún ílækti sig í gluggatjöldunum og gat ekki undir eins losað sig aftur. Malaradóttirin kom auga á hana, og í einu vet- fangi þaut hún ofan úr rúminu og lokaði glugg- anum. #Nú, þú varst að hugsa um að stela slæðunni minni«, sagði hún. »Slepptu henni undir eins, eða þú færð ekki að fara héðan út«. En vesalings litla álfamærin sat kyrr uppi í glugganum og vafði slæðunni um höfuðið. Hún átti svo bágt með að sleppa henni. Og svo neri hún saman höndunum og fór að grátbiðja. Gal hún ekki fengið hana léða? Hún sagði malaradótturinni allt saman, um brenndu slæðuna, um álfakónginn, sem kyssti á fingur til hennar, sem áreiðanlega myndi gera hana að drottningu sinni, ef hún aðeins gæti dansað fyrir hann í kvöld. »Nei, hættu nú«, sagði nialaradóttirin. »Eg þarf sjálf að nota hana á morgun«. »I}ú skalt fá hana aftur fyrir þann tíma«, sagði litla álfamærin. »óhreina og vota! Nei, eg þakka nú fyrir |>að. líg vil vera fín á heiðursdegi mínum«. »l^ú skalt fá hana miklu fegurri aftur«, sagði lilla álfamæriu og horfði á hana biðjandi augum«. Nú varð malaradóltirin reið. Hvað var þelta eiginlega, að koma og vilja fá léða ónotaða brúð- arslæðu? Aðra eins frekju hafði hún aldrei heyrt talað um. »SIepptu slæðunni undir eins!« æpti hún og stappaði í gólfið, »eða eg tek hana af þér«. Þá kom slæðan svífandi ofan að, og litla álfa- mærin leið út um gluggann, sem opnaðist fyrír henni. Gullna hárið, sem bylgjaðist um hana, gerði hana svo líka tunglsljósinu, að það var illt að greina á milii, en malaradóttirin brá hönd fyrir augu og sá Jiá greinilega, að hún hneig niður við pilviðinn á árbakkanum. Þar byrgði hún andlitið í höndum sér og grét, svo að litla silfurkórónan íitraði á höfði hennar. Þá greip malaradótturina svíðandi tilfinning. I’að er svo þungbært að finna til þess, að maður beíir haft lækifæri lil að gleðja aðra, en ekki nolað það. Hún fann, að J>essi hugsun mundi ekki yfirgefa hana. Hún nuindi fylgja henni i vöku og svefni og verða eins og svartur blettur á brúðarslæðu hennar, og mitt í hamingju hennar mundi hún svipta hana ró. Hún gat ekki alborið þetta. Hún opnaði glugg- ann í flýli og kastaði fögru slæðunni sinni út. — »Taktu hana!« hrópaði hún, »en glcymdu ekki að skila henni fyrir aftureldingu«. Eins og elding var litla álfamærin komin að glugganum, og líkt og hvitt ský sveif hún með slæðuna yfir jörðina. Malaradóttirin fór í skóna sina og fleygði yfir sig kjól og hoppaði út í gegn- um gluggann. Hún vildi sjá, hvað yrði af slæð- unni. Hún elti hvíta skýið yfir móa og mela, þangað lil hún hvarf bak við runna neðst i daln- um, því að þar sá hún sjón, sem vakti athygli hennar. Dalurinn var fullur af dansandi álfum, og mitt á meðal þeirra sal álfakóngurinn i hásæli sínu, en hásætið var stór, hvit lilja. Andlit hans var skín- andi fagurt, og hár hans féll í gullnum lokkum. Hann var í silfurofinni skikkju með glitrandi spenn- um. Gullsprota hafði hann i hendi. Hann horfði á eftir álfunum, sem liðu dansandi fram hjá honum. PZn þegar betur var aðgætt, var það aðeins ein álfamærin, sem hann horfði á eftir. t*að var sú nýkomna, með hvíta skýið — brúðarslæðu malara- dótturinnar — yfir sér. Slæðan hóf sig og hneig svo mjúklega, breiddist út eins og hvitir vængir, og þaut svo fram hjá á fleygiferð. — Eftir stundar- korn lyfti álfakóngurinn sprota sinum. Dansinn stöðvaðist. Liljan beygði krónu sina til jarðar og hann steig niður. Skikkja hans blakti í kvöldblænum, er hann gekk til álfameyjarinnar með brúðarslæðuna. Hann tók hana við hönd sér og leiddi hana að lilju- hásætinu, sem beygði sig til jarðar og lét þau bæði stíga upp. Og þau sátu þarna uppi, og brúðarslæðan blakti yfir höfðum þeirra, en álfarnir slógu þéttan hring um þau og hneigðu sig til jarðar. Svo færðu þeir út hringinn og hneigðu sig aftur. Á þann hátt heils- uðu þeir konungi sínum og droltningu. En i sama bili hvarf tunglið á bak við ský, og malaradóttirin sá ekkert í svip. Og þegar tunglið lýsti aftur, voru allir álfarnir horfnir. Sennilega höfðu þeir farið inn í höll álfakóngsins, til þess að sitja veizlu hjá honum. Þegar ekki var meira að sjá, fór malaradóttirin heim og lagðist aftur til svefns, og svaf eins og

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.