Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 20

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 20
14 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1922 KRISTÓFER KOLUMBUS Margrét Jónsdóttir endursagði úr ensku Eg býst við því, að þið hafið flest heyrt getið um Leif hinn heppna Eiríksson, að minnsta kosti þau ykkar, sem byrjuð eru að læra lslandssögu. Eiríkur rauði, faðir Leifs, fann Grænland og byggði, en Leif- ur fann Ameríku árið 1000. Hann nefndi landið, sem hann fann, »VínIand hið góða«. Eg þykist vita að Reykjavíkur- börnin hafi öll skoðað mynda- styttuna af Leifi heppna, sem ný- búið er að reisa á Skólavörðu- holtinu. Og sveitabörnin munu áreiðanlega þurfa að sjá þessa styttu, þegar þau koma til höfuðstað- arins. Bandarikjamenn í Ameriku gáfu Islending- um styttuna á Alþingishátíðinni 1930, lil minn- ingar um, að það var lslendingur, sem fyrstur fann Ameríku. En Leifur og menn hans höfðu skamma dvöl i Vinlandi, og það týndist brátt aftur og fannst ekki að nýju, fyrr en eftir nærri því 500 ár. Þá fann það ítalskur maður, Kristófer Kolumbus að nafni. Eg ætla nú að segja ykkur ofurlítið frá þessum merkilega sjógarpi og ferð hans yfir hafið, þegar hann fann Ameríku. Frásögnin er að mestu leyti tekin úr enskri bók, er segir frá æfintýrum og landafundum nokkurra sægarpa. Kristófer Kolumbus. Maður er nefndur Kristófer Kolumbus. Hann var italskur og var uppi fyrir meira en 400 árum siðan. Kolumbus var sjómaður. Hann var bæði hraustur, áræðinn og vitur. 1 þá daga var bæði hættulegt og erfitt að ferðast. Þá voru engar járnbrautir, engir mótorvagnar, engir bilar eða gufuskip. Riku mennirnir ferðuðust riðandi, en fátæklingar voru oftast fótgangandi. Vegir voru slærair, og víðast hvar engir. Ferða- menn mættu oft ræningjum og villidýrum. Einu skipin, sem þá voru til, voru lítil seglskip, og þau hættu sér sjaldan langt frá landi. Menn, sem bjuggu í Evrópu, Norðurálfunni, vissu þá lítið um aðrar heimsálfur. Þeir vissu, að Asía, Austurálfan var langt í burtu i austri, og þar voru auðug lönd, sem nefndust Indlöndin, Gummí og kryddjurtir, gull og perlur var flutt þaðan lil Norðurálfu, að nokkru leyti á hinum hægfara úlföldum, og að nokkru leyti á skipum, yfir Miðjarðarhaf. Kaupmennirnir, sem höfðu viðskipti við þessi lönd, sögðu margar sögur um hin feiknarlegu auð- æfi þeirra, svo að marga fýsti að ferðast þangað. Og menn óskuðu eftir að finna þangað nýjar og betri leiðir. Kolumbus hugsaði mikið um þelta. Hann trúði því, að jörðin væri eins og hnöttur i lögun. Við vitum nú, að hann hafði rétt fyrir sér, en /yrir 400 árum voru það ekki margir, sem trúðu sliku. Flestir álitu þá, að jörðin væri flöt eins og kaka. Kolumbus hugsaði sem svo, að ef jörðin væri hnöttur, þá hlyti að vera hægt að sigla umhverfis hana, i hvaða átl sem væri, og þá mundi hann geta komizt til Indlands með því að sigla stöðugt í vesturátt, hann kæmist þá að lokum til austurs. Enginn vissi þá, að stórt land var á vestur- helmingi jarðar. Menn vissu aðeins, að þar var mikið, óþekkt haf, og þegar Kolumbus talaði um að sigla yfir þetta haf, gat hann lengi vel ekki fengið nokkurn mann til þess að leggja í, eða styðja, slika hættuför. Að Iokum fékk hann þó konunginn og drolt- ninguna á Spáni til þess að hjálpa sér. Þau fengu honum 3 lítil skip til ferðarinnar. Og i ágústmánuði, árið 1492, lagði hann af stað frá Spáni. Skipjð, sem Kolumbus stýrði, hét »Sankti Maria*, hin heilaga María. Hin skipin nefndust, »Nina« og »Pinta«. Margir sjómannanna voru hræddir og vildu hvergi fara, Þeir voru sumir fangar, teknir út úr fangelsunum, til þessarar farar. Eftir þrjá daga bilaði stýrið á »Pinta«. Tveir sjómenn höfðu brotið það í þeirri von, að Kolumbus mundi þá snúa við. Það lókst að gera við stýrið, svo að hægt var að halda áfram. En það var samt ekki traust, svo að Kolumbus ákvað að sigla til Kanarisku eyjanna, til þess að

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.