Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 26

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 26
20 J Ó LABLA Ð ÆSRUNNAR 1932 út til Drangeyjar, Þegar þeir voru búnir að skoða eyjuna, sem var síðasta liæli Grettis í útlegðinni, kastaði Erlingur klæðum og bjó sig út. Síðan lagð- ist hann til sunds sömu leið og Grettir hafði áður gert, en báturinn fylgdi eftir. Létti hann elcki fyrr en að landi kom, og hafði þá unnið það þrekvirki að leika Drangeyjarsundið eftir Gretti/Þessi fregn Bringusund. flaug um allt land, og varð Erlingur frægur af afrekinu, og var þó kunnugt áður, að hann var hinn mesti sundgarpur. En fleiri hafa verið góðir sundmenn en Grettir og Erlingur. Mörg. ykkar hafa heyrt getið um Kjartan Ólafsson, þann, sem sundið þreytti við Ólaf konung Tryggvason. ólafur konungur hefir verið einhver glæsilegasti íþróttamaður, sem forn- ar sögur segja frá, og ekki sízt afburðasundmaður. Frá þessu kappsundi er sagt í Laxdælasögu, og kaflinn um það er tekinn upp í Lesbókina, sem þið munuð flezt vera kunnug. Þá kannist þið líka úr sömu Lesbókinni við söguna um Skallagrím gamla. Hann var járnsmiður mikill, en í þá daga höfðu menn ekki steðja úr stáli til að slá járnið á, eins og nú gexist, heldur höfðu til þess steina. Nú vantaði Skallagrím slíkan stein, og fann engan nærlendis. Hratt hann þá fram báti og reri út á Borgarfjörð. Þar kafaði liann og kom upp með slein einn rnikinn, hóf hann upp í bátinn og reri með til lands. Þenna stein notaði hann síðan fyrir steðja. Þá er sagt frá því, að Björn Hítdælakappi bafi verið harðfengur sundmaður. Einu sinni, er hann hafði barizt við ofurefli liðs og varð að leita und- an til að forða lífi sinu, þá kom hann að Hítará. Þetta var um vetur, áin rann með kraparuðningi milli skara, breið og djúp. Björn hikaði hvergi, varpaði sér í ána og synti yfir. Skjöldinn lxafði hann yfir höfði og herðum, til að hlífa sér við skotunum, sem óvinirnir létu dynja á honum. Hann slapp klaklaust yfir, en þeir sneru frá. Þá má sjá það á fornsögunum. að konur hafa lika verið vel syndar. Maður hét Hörður, kallaður Hólmverjakappi. Hann var útlægur, og hafðist við með mörgum öðrum sekum mönnum í Geirs- hólma í Hvalfirði. Kona hans var sænsk jarlsdótlir. Æfi útlaganna lauk með þvi, að þeir voru ginnlir í larid með loforðum um grið og frið, en sviknir og drepnir allir. Helga var bátlaus og bjargarlaus, með tvo syni sina, ein eftir í Hólminum. Þegar hún vissi, hvernig komið var, tók hún yngri son sinn og batt á bak sér, eggjaði hinn eldri, sem var í) ára, lil að íylgja sér, og lagðist svo (il sunds og synti til lands með drengina á bakinu. Það er langt sund lausum manni, hvað þá heldur með byrði á bald. Af þessum sögum má sjá, að menn hafa verið frábærlega vel syndir hér á landi i foxnöld. En á eymdaröldunum, sem gengu yfir landið okkar, týndist og gleymdist þessi ágæta íþrótt eins og fleztar aðrar. Það er sagt, að um eitt skeið hafi verið svo langt konxið, að aðeins 2—3 menn á öllu landinu hafi kunnað að syndal Og það var orðið svo fjarlægt mönnum að reyna að fljóta í vatni, að sagt er að einstaka maður hafi fyllt vasa sína af gxjóti og skriðið svo á botninum yfir ár og síki, ef mikið lá við! Nú er þefla mikið orðið breytt, sem betur fer. Menn eru aftur farnir að skilja, að sundið er einhver hin nauðsynlegasta og hollasta íþrótt, ungum og gömlunx, köilum og konum. En þó vantar ennþá mikið á að vel sé, þvi að takmai'kið er það, að hver einasti maður læri að synda. Hvernig litist ykkur á, að sund væri skyldunámsgrein í öllum barna- og unglinga- skólum? Það á það að vera. Þar sem ekki eru heitar laugar, svo að hægt sé að synda að vetr- inum, er hægt að hafa sundnámskeið að vorinu, og nota ár og læki, sjó eða stöðuvötn. Og eg skal segja ykkur, að ef fullorðna fólkið hugsar ekki um þetta, þá skuluð þið taka það að ykkur. Þið skuluð prédika yfir því sí og æ og láta það ekki Skriðsund. hafa lrið. Það gerir ekkert til, þó að fólkið kalli ykkur relluskjóður, því að þetta á að rella um. Reynið þið að koma fólkinu í skilning um, að sundkunnáttan hefir tvöfalt til síns ágætis á við hvaða iþrótt aðra sem er: Hún berðir, stælir, liðkar og eflir likamann állan, betur og jafnar en nokkur önnur íþrótt, og þetta eitt ætti að vera nóg til

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.