Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1941, Page 10

Æskan - 01.06.1941, Page 10
ÆSKAN Nýju fötin keisarans. Leikrit fyrir börn, í fjórum þáttum. III. ÞÁTTUR Úti fyrir liöllinni. Fjöldi fóllcs biður eftir að sjá keisarann og skrúðfijlkinguna. Meðal áliorfenda er litið barn. RADDIR ÚR HÓPNUM: Heill sé þér, lteisari jgóður! (Skrúðfylkingin kemur frá höll- inni. í fararbroddi sér maður keis- arann, undir hásætishimninum, síðan koma hirðmenn og hirð- mcyjar, varðmenn o. fl.J. RADDIR (meðal fólksins). En hvað nýju fötin keisarans fara vel. Sjáið þið slóðann! Dæmalaust er efnið fallegt! (Skrúðfylkingin fer úttilhægri). MARGAR RADDIR (í kór): En hvað nýju fötin keisarans eru fá- gæt, þau fara svo vel og eru alveg ljómandi ágæt. En lieimskinginn á bágt, þvi hann fær ekki að sjá þau, og hirðuleysinginn lcemur ekki heldur auga á þau. En mér cr sjálfum óhætt enn um sinn, því eg er vitrari en náunginn! (Skrúðfylkingin kemur aftur og heldur í áttina til hallarinnar, og hverfur síðan cftir skamma slund). LÍTIÐ13ARN: Mamma, mamma! Keisarinn er ekki í neinu —? FAÐIRINN: Það er þó vissulcga speki, að af vörum barna og smæl- ingja heyrir maður sannleikann! Hvað virðist þér, granni góður? Nonni litli segir, að keisarinn sé ekki í neinu öðru en skyrt- unn’' MARGAR RADDIR: Heyrið, hvað sakleysinginn segir. Hann er ekki Eftir æfintýri H. C. Andersens. (Niðurlag.) Margrét Jónsdóttir þýddi. í neinu! Það er lítið barn, sem segir það. Hann er ekki í neinu! FJÖLDA MARGAR RADDIR: Hann er á tómri skyrtunni! Hann er ekki í neinu! ALLIR: Hann er ekki í neinu! (Þeir snúa scr lxvcr að öðrum og fylla leiksviðið). MARGAR RADDIR (i kór): Fötin hans eru ósýnileg, það er allt saman blekking, fáránleg. En enginn vill láta á því bera, því enginn vill heimskur kjáni vera. IV. ÞÁTTUR Sama leiðsvið. (Leppur og Skreppur komahlæj- andi inn). LEPPUR: Ha, ha, ha! Þetta gekk nú bærilega, karl minn! SKREPPUR: Já — ha, ha, hæ! Við erum fyrirtaks hirðvefarar. Ó, hvað þeir eru heimskir, allir saman. LEPPUR: En enginn mátti vita það. Atþýðan var nú samt ekki lengi að uppgötva það — og þið þarna, (bendir til áhorfenda). Sá- uð þið ekki, hvernig í öllu lá? RÖDD (frá áhorfendabckkjum): Jú. SKREPPUR: En nú skulum við komast af slað, sem allra fyrst — áður en þeir taka okkur fasta — því að annars værum við óliæfi- lega heimskir. Við þurfum að koma okkur undan með alla pen- ingana, sem við fengum fyr^r nýju íotin keisarans: Já, hamingjan góða. Þarna koma varðmenn- irnir. LEPPUR: Þá tökum við til fót- anna. (Varðmaður scst á leiksvið- inu. Svikahrapparnir flýta scr burt, hlæjandi.) 70

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.