Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 5
Björgun. Guðjón Guðjónsson þýddi. „Pabbi, ])að er bátur utan við Illuboða, sem skýt- ur neyðarskotum!“ Símon brópaði þetta svo hátt, að undir tólc í hús- inu, og pabbi lians spratl svo snöggt upp, að borðið var nærri ollið um koll. „Hvað segirðu, drengur! I þessu foráttuveðri. Og ég, sem tók vélina í bátnum í sundur í dag. Dæmalaus ólieppni getur þetta verið!“ Isak í Geitey sindraði af ákafa og dugnaði. En livað gat hann tekið til bragðs, þar sem vélin í bátnum var í ólagi? Það lagði þungan sjó inn í fjörðinn undan útsynningnum, og þá mátti nærri geta, hvernig hann var úti fyrir. Og ekkert viðlit var að sigla Blika vélarlausum í slíku veðri. Feðgarnir sáu út um loftsgluggann, að ný ljós- merki stigu upp langt utan við fjörð. Og' þeir sáu í svip við bjarta glampana livíta löðurstróka rísa á Illuboðum. Af því réðu þeir, að skipið væri á reki upp að boðunum. ísak varpaði öndinni sárt og mæðilega og þaut niður á bryggju. Auðvilað var fásinna að ætla sér að koma vélinni í lag á svipstundu, svo að hann gæti lagt út. Slysið mundi verða skeð, áður en hann kæmi vélinni saman. „Hva — hvað er þetta? Menn í sjávarháska! Það verður að bjarga þeim, og það undir eins!“ Þetta var Jörundur gamli skútuskipstjóri. Haun lconi rambandi fram á bryggjuna í öllum sjóklæð- um og vatt sér um borð i skútu sína. „Pabbi, má ég ekki fara með Jörundi? Ætli að við náum þá ekki í tæka tíð.“ Pabbi rétti sig andartak upp frá vélinni, leit yfir i duggu Jörundar og sá glóra i skeggjað andlitið á honum við glætuna frá lampanum. „Ég held, að rétlara sé, að þú bíðir og sjáir til, livort ég kem vélinni í lag. Þú lieyrir, að Jörundur er ekki alls gáður.“ Símon hafði að vísu lieyrt það á mæli hans. En Iionum fannst það ekki eiga að ráða úrslitum eins og á stóð. Jörundur gamli var eins liundkunn- ugur í kringum Geitey og inni í kofanum sínuin, svo að honum átti að vera óhætt. „Jörundur gamli ratar út að Illuboðum, þó að hann befði bundið fyrir bæði augu. Það hef ég lieyrl liann segja sjálfan.“ „Já, því trúi ég betur, að liann komist þangað blindandi en að hann liafi það af hálffullur i slíku veðri. Þú veizt sjálfur, bvernig hann sér, þegar hann er í því ástandi.“ En Símon hafði sitt l'ram, og hann stökk um l)orð í skútu Jörundar um leið og vélin sló fyrstu slögin. Hann fleygði lausu í liendingskasti, greip stýrið og beindi skriðinn út. „Ég kem á eftir eins fljótt og ég get,“ hrópaði pabbi á eftir þeim. Það þótti Símoni vænt um að heyra. „Finnst þér liann ekki blása, Símon?“ Ojú. Ekki var hægt að bera á móti því. Étsynn- ingurinn var liarður á þessum slóðum og ekkert lamb að leika sér við. Þeir slefndu beint i suður í fyrstu. Bringubreiði kuggurinn þæf'ði stækkandi liafölduna og lionum 3

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.