Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 10

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 10
ÆSKAN sólarhringa. Svo gæti farið meira að segja, að þeir fengju aldrei væran svefn síðan. Hann vissi lika um sjúkdóm nokkurn, sem nefndur var svefnsýki. Langlíklegast var, að þá væri einnig til „vökusýki“. Og Erlingur lilaut að vera haldinn af henni. Okkur kom saman um að byrla honum sterkan drykk og hlanda liann duglegum skammti af svefn- lyfi. Þá hlaut hann að sofna. Aumingja drengur- inn, hann var alltof efnilegur til þess að verða að hverfa geðveikur heim aftur. Auðvitað fékk hann ckki landgöngu i Ameríku, ef liann var eitthvað vankaður. Þeir vilja ekki annað en úrvalið þar. Stýrimaður tölti upp á stjórnpall með glasið og ætlaði að koma innihaldinu í Erling. En hann fór erindisleysu. „Enginn má drekka áfengi meðan hann er á verði,“ liafði drengurinn svarað. Og aulc þess var liann bindindismaður. Nei, engu tauli varð við hann komið. Okkur stýrimanni varð báðum þungt um hjarla. Og hvíldartímarnir voru ekki lengur eins ljúfir og áður, því að okkur varð erfitt um svefn. Þegar ég lét aftur augun, sá ég fyrir mér rjótt og unglegt andlit með glampandi augu og glaðvakandi, eins og aldrei hefði sigið á þau svefn- þungi. Niðri í liásetaklefanum var dapurt og drungalegt. Enginn gat gert að ganmi sínu. Piltarnir liéngu fram á rekkjustokkana og fýlan lak lir þeim. Stundum hóf einhver upp raustina og sagði frá slysförum á sjó eða landi. Lárus Norðlendingur kórónaði allt saman með því að segja hroðalegar sögur um sjódrauginn, sem „sigldi hálfa bátnum sínum nótt og dag og neytti livorki svefns né mat- ar“. Þegar Lárus var búinn með söguna, rann bæði honum sjálfum og okkur hinum kalt vatn milli skinns og hörunds. En lionum var ekki til setu boðið. Hann átti að halda vörð uppi í reiða. Ég fór sjálfur upp á stjórnpall. Þetta var áttundi dagur- inn síðan við fórum frá Björgvin, og alltaf var sama svarta þokan. Ekki hafði Lárus verið meira en tiu jnínútur uppi í reiðanum, þegar liann kom þjótandi niður eins og skollinn væri á hælunum á honum. Allir þyrptust utan um hann, og Lárus rausaði og rausaði, svo að ég liljóp fram á til þeirra til þess að vita, hvað væri á seyði. „Hvað er að, Lárus?“ spurði ég. Lárus leit við. „Þú ræður, hvort þú trúir þvi eða ekki, skipstjóri, en þegar ég sat þarna uppi áðan, sá ég svo greinilega, að sjórinn liallast og skipið rennur með flugferð niður hrekkuna.“ „Bull er þetta,“ sagði ég. „Sérðu ekki, að sjór- inn er alveg eins og hann á að sér?“ 8 Lárus leit út fyrir borðstokkinn, en hann var alls ekki viss um, að allt væri með felldu. „Ég sá þetta með mínum eigin augum. Og hafið þið nokk- urn tíma séð aðra eins þoku? Og hver veit, livort við erum ofansjávar ennþá. Það hefur þá komið fju'ir áður, að menn hafa siglt til landsins, sem liggur undir hafinu. Og meðan þessi jnaður stend- ur við stýrið, gæti ég trúað að við höldujn ein- liverja kynlega leið.“ „Þvættingur er þetta, Lárus,“ sagði ég byrstur. „Farðu á augahragði upp í reiða og liættu að liræða hæði sjálfan þig og aðra.“ Lárus hlýddi, og piltarnir fóru liver til sinnar vinnu. En uppi á stjórnpallinum stóð Erlingur, hlíður og hrosandi. Mér fannst öll störf á skipinu ganga tregl og silalega. Ég þekkti ekki piltana mína fyrir sömu menn. Stýrimaðurinn var þreyttur og vanstilltur og talaði um að leita læknis undir eins og við kæmum í liöfn. Svefnleysið þjáði liann jnest. Er- lingur liafði kannske smilað hann? En það voru ekki söniu einkenni á „vökusýkinni“ í báðum. Er- lingur var glaður og stálhraustur og liafði heztu matarlyst, en stýrimaður geispaði og stundi og var alveg lystarlaus. Svona var öll skipshöfnin. Ekki sást bregða fyrir brosi á nokkru andliti, seint né snemnia. Og það var sama doðamókið á öllum, hæði til orða og verka. En þó krossbrá mér fyrst fyrir alvöru, þegar ég raksl inn i liásetaklefann og heyrði þá, senj vorji þar í bælunum, syngja hástöfum „sálma til að fara nieð í sjávarháska“. Það fór hrollur um njig. Sjórinn var spegilsléttur, aðeins þokumyrkrið grúfði yfir öllu. Eina liættan var, að við kynnum að sigla á jaka. En eftir hitamælinum að dæma áttu jakar ekki að vera nærri. Ekki var lieldur hætta á ásiglingu, því að við þeyttum eimpípuna á tíu mínútna fresti að minnsta kosti. Ég hugsaði jneð mér, að það væri bezt að taka piltana til bænar, kallaði þá upp á þilfar og sagði: „Þið liafið nú allir siglt með niér árum saman, og ég hef lieyrt ykkur hlæja og gera að gamni ykk- ar, þó að brotsjóirnir gnæfðu við sigluhúnana. En nú liggið þið og bælið fletin og beljið sálma eins og verslu herkerlingar, allir i lcór. Hvað er það, sem gengur að ykkur?“ Þeir litu liver á amian. Eitthvað lá þeim á Jijarta, en þeir gálu varla stunið því upp. Loksins rauf Simhi þögnina. (Framliald.)

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.