Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 15

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 15
ÆSKAN Sjónvarp Grein sú, sem fer hér á eftir, um eitt liið mesta furðutœki nú- tímans, er eftir sjálfan liöfund þess, liugvitsmanninn BAIRD. Sjónvarpinu, einhverju undursamlegasta tæki, sem menn liafa fundið upp, verður bezt lýst með því, að líkja því við loftskeytatæki eða útvarps- tæki. Þegar menn fundu upp loftskeytatækin, gerðu þeir sér furðulegt heyrnartól, „rafmagns- eyrað“, og með því heyra þeir um heim allan. Með sjónvarpinu hafa þeir eignast það, sem áður var aðeins til í ævintýrum, auga, scm sér í gegnum holt og hæðir, „rafmagnsauga“, sem greinir það, sem gerist handan við höf og fjöll. Þegar útvarpað er í venjulegri útvarpsstöð, stendur sá, sem tala á eða syngja i útvarpið, fram- an við áhald, sem nefnt er hljóðnemi. Þetta tæki, liljóðneminn, breytir hljóðöldunum sikviku, sem myndast í loftinu við rödd mannsins, í rafbylgjur, og þær hreytast sífellt eftir magni og eðli raddar- innar og styrk. Þessar raföldur, scm vakna í liljóð- nemanum, liafa áhrif á raföldur útvarpsstöðvar- innar, og þær verka síðan á viðtækið heima lijá þér. Hátalarinn eða gjallarhornið hreytir svo raf- öldunum aftur í liljóðöldur. En lwernig er þá unnt að láta mynd eða sýni- legan atburð hafa áhrif á raföldur? Þar kemur til sögunnar furðulegt áhald, sem kallað er ljós- nemi. Þú liefur sjálfsagt heyrt getið um örsmáar agnir, sem nefndar eru rafeindir, margfalt smærri en efniseindirnar, enda er grúi af rafeindum í hverri efniseind. Þegar rafeindirnar taka að hreyf- ast og streyma allar í sömu ált, cr þetta nefnt raf- straumur. Þegar hirta fellur á ákveðin efni, kemst kvik á rafeindirnar á yfirhorði þeirra, og þessi raf- straumur er breylilegur að styrk eftir magni birt- unnar. Ljósneminn er gerður úr einu þessara ljósnæmu efna. Hann er settur í stað hljóðnemans, og ljós- geisla er sveifiað leifturhratt fram og aftur um inyndina eða hvað það nú er, sem útvarpa skal, og endurvarp ljósgeislans fellur síðan á ljósnem- ann. Þessi endurvarpaða hirta eða ljós verður auð- vitað mismunandi eftir lögun, lit og birtumagni hlutar þess, sem varpar lienni frá sér, og þess vegna veldur liún mismunandi styrkleika í raf- straumnum, sejn vaknar í ljósnemanum, alveg á sinn liátt eins og liljóðöldurnar gera í hljóðnem- anum. Þessi breytilegi rafstraumur er látinn verka á rafbylgjurnar, sem sendar eru út frá loflneti út- varpsstöðvarinnar, en þær falla aftur á loftnetið, sem tengt er við viðtækið lieima hjá þér. En livað setjum við svo í samband við viðtækið i staðinn fyrir gjallarhornið, lil þess að breyta þessum mismunandi rafbylgjum i ljós? Það er sjónviðtækið, sem svo er nefnt. í einföldustu gerðum þessara tækja, sem notað- ar voru á fyrstu árum sjónvarpsins, voru aðalhlut- arnir kringlótt málmplata, neonlampi og lítill raf- mótor. Á málmplötunni voru þrjátíu göt, sem rað- að var í gormlínu. Bak við liana var neonlamp- anum komið fyrir, en hann er raflampi af sérstakri gerð, og var hann tengdur viðeigandi útvarpsvið- tæki. Mótorinn var nú látinn snúa plötunni 750 snúninga á mínútu, og ef viðtækið var rétt stillt inn á hylgjulengd sendistöðvariimar, mátti sjá það, sem sjónvarpað var, gegnum götin á plöt- unni, þegar liún snerist. Þessi einfalda tegund sjónvarpsviðtækja er nú úrelt, og önnur miklu fullkomnari komin í stað- inn, en þau eru flóknari en svo, að liér verði lagt út i að lýsa þeim. Sá galli er þó enn á sjónvarpi, að það dregur stutt. Það, sem útvarpað er, sést að- eins stulta leið, hve góð sem tækin eru. Reynt er að bæta úr þessu með endurvarpsstöðvum, sem skila liver til annarrar. Þegar ég glímdi við fyrstu tilraunir mínar við sjónvarpið fyrir mörgum árum, veitti ég atliygli liljóðinu, sem stafaði frá myndunum, ef gjallar- horn eða hátalari var látinn taka við raföldunum í 13

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.