Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 19
ÆSKAN
—• Sezlu í skutinn, strákur, skipaði faðir lians.
— Já, svaraði Bjössi og klifraði upp i bátinn.
Hann rcri þægilega í vörinni. Svo las faðir hans
sjófcrðabæn og faðirvorið, og svo var róið af slað.
Báturinn bossaðist rólega á gáróttum fletinum.
Bjössa fannst það þægilegt.
—- Það ætlar að bvessa í dag, sagði Guðmundur.
— Já, það er norðan rumba á lionum.
— Þú verður sjóveikur, Bjössi.
—■ Ó, sagði Bjössi og' borfði niður i djúpið Hann
sá í botn. Honum sýndist einhverjar kynjamyndir
vera á botninum. Hann sat lengi og borfði niður og
svo í kjölfar bátsins. Fullorðnu mennirnir reru af
kappi.
Bærinn heima var farinn að verða eittlivað svo
lílill og óskýr, fannst Bjössa. Sólin skein yfir hlíð-
arnar fyrir ofan bæinn. Allt í einu sá Bjössi eitt-
bvað dökkleitt, sem moraði i hálfu kafi. Það var
netaduflið.
—• Þarna er duflið/pabbi.
—• Eg veit það, drengur minn.
Þeir létu bátinn líða liægt upp að duflinu. Svo
var byrjað að draga. Það var mikill fiskur, aðal-
lega þorskur. Nokkrir ufsar börðust um í bátnum.
Er þeir höfðu lagt netin, slóð Bjössi upp í skutn-
um með færi í hendi og sagði:
— Jæja, pabbi. Þú manst. ...
—• Já, drengur.
Þeir reru dálítið lengra út.
Þá sagði Guðmundur faðir iians:
—• Hana nú, drengur. Þá skaltu sýna okkur,
livað þú ert mikill sjómaður. Renndu nú færinu.
—■ .Tá, pabbi.
Bjössi renndi færinu, sem var sterkt, út fyrir
borðstokkinn. Skyldi nokkuð lcoina á öngulinn
hans? ... Ef eklci, þá mundu hásetarnir liæða
hann og stríða lionum.---------
Hann lirökk við. Það var kippt liarkalega í
færið. Bjössa hitnaði af gleði og fór þegar að
draga, en það var svo þungt, að hann gat ekki
hreyft ]iað. . . . Báturinn var farinn að velta all-
ónotalega. Það var byrjað að livessa. ... Bjössi
slritaði og togaði, en ekkert geklc. IJann var meira
að scgja nærri þvi fallinn úlbyrðis, þegar bátur-
inn tólc eina dýfuna.
— Það er naumast að liann veiðir fisk.
— Hann veldur honum ekki.
—■ Jú, jú.
— Nei.
— Skyldi það vera hámeri?
—• Eða skata?
— Eða marhnútur? .. .
Þannig létu hásetarnir dæluna ganga og horfðu
brosandi á Bjössa. Hann var farið að verkja i bak
og handleggi, en liann skyldi —. Rödd föður hans
kvað við:
— Farðu og lijálpaðu lionum, Frissi minn.
Sá, er skipað var, fimmtán ára piRur, fór þegar
til Bjössa. Þeir loguðu báðir, og að lokum kom
gríðarlega stór lúða upp á borðstokkinn. Þeir
flýttu sér að innbyrða bana. Bjössa varð heitt af
gleði. . . .
Um leið og fiskurinn valt ofan í bátinn, byltist
hún á Bjössa, en hann datt aftur yfir sig og á rass-
inn ofan í fiskahrúguna. Er liann stóð upp, glumdi
við hlátur skipverja: — Ha — ha — ha. Sá er
sniðugur.
Bakhlutinn á Birni varð allur lxreistrugur og
blautur, en liann lét það ekkert á sig fá. Hann var
innilega glaður. Hann bafði veitt stærsta fiskinn
í bátnum.
— Seigur karlinn, sagði Jón, elzli hásetinn.
— Ilann verður einhverntíma fiskinn, sagði
faðir hans og hló.
—• Hann er eldci nema 11 ára, skaut Brandur
inn í.
—- Og veiddi stærsta fískinn, sagði Fúsi.
Bjössi roðnaði undir þessum hrósyrðum. En
hann var lcátur, því var ekki að neita, sem lilca
var von, þetta var fyrsta sjóferðin lians og fyrsta
sinn, er liann vciddi fisk, sem vert var um að tala.
Það var rélt einstaka sinnum, sem hann hafði náð
í einn og einn kola, þegar strákarnir voru að veiða
á bryggjunni. Annars liafði það oflast verið lians
hlutskipti að veiða marhnút! .Ta, hvað var að tala
um það. En nú liafði hann veitt þá stærstu lúðu,
sem liægt var að hugsa sér. . . .
Þeir reru af slað heim á leið. Þeir þurftu fyrst
að lcggja upp fiskinn i þorpinu, er var svolítið
fyrir innan bæinri þeirra. Þeir lögðu að bryggj-
.unni innan um fjölda af mótorbátum, það var dá-
lilið skrítið að sjá þenna gamla sexæring á milli
þessara stóru skipa.
—■ Svona bát ætla ég að eiga, þegar ég verð stór,
sagði Bjössi við pabba sinn, er þeir stigu upp á
bryggjuna.
— Jæja, drengur minn, anzaði faðir lians.
.... Loftið kvað við af mótorskellum og köll-
um hins starfandi fólks. Þarna kom hlaðinn bátur
öslandi inn í víkina. Reykjargusur liðu eins og
gjarðir upp úr strompinum. Bjössi horfði á og
varð spekingslegur á svip.
17