Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 20

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 20
ÆSKAN Veiztu það^ Hvernig stendur á hvítu dílunum, sem stundum koma í neglur manna? Oft ber mest á þessum livítu dílum eftir veik- indi. Þeir koma af því, að samsetning blóðsins er ekki í réttu lagi og naglafrumurnar starfa þvi ekki eðlilega. Þessir blettir sækja oftast i neglur manna, sem ekki bafa heilbrigt og „gott“ blóð. Hvernig mœldu menn tímann áður en klukkur voru smíðaðar? Þá fóru þeir eftir sólargangi. Þegar sól var i há- suðri var hádegi, þegar bún var í suðvestri var nón, þegar hún var í veslri var miðaftann, þegar hún var í norðvestri voru náttmál, þegar hún var í hánorðri var miðnætli, þegar liún var í norð- austri var ótta, þegar hún var í austri var miður morgunn, og þegar hún var i suðaustri voru dag- mál. Geturðu áttað þig á, bvað klukkan er á hverj- um þessara tíma? Snennna bjuggu menn sér líka til svonefndar sólskífur. í fyrstu voru þær svo einfaldar, að stungið var niður priki og skugginn atliugaður, í hvaða átt liann lagði og hvernig hann ýniist lengd- ist eða slyttist. Seinna gerðu menn sér skífu og létu stöng standa upp úr henni miðri og lásu svo tím- ann á skifunni eftir því, sem skugginn færðist til. En sólskífan kom ekki að notum, þegar ekki sá lil sólar. Þá fundu Grikkir upp vatnsúrið. Það var þannig, að vatn féll í dropatali úr einu íláti í ann- að og tíminn var mældur eftir því, sem vatns- Ijorðið hækkaði í því hylkinu, sem vatnið draup i. Nú er Bjössi orðinn stór maður. Hann er formaður á slærsta bátnum i þorpinu og af öllum talinn mesta aflakló. En gamli sex- æringurinn stendur i fjörunni i Hjallanesi. Guð- mundur er hættur að stunda sjóinn, nema ef liann fer að sækja sér í soðið svona út fyrir landsstein- ana. Þá er hann á litla bátnum sínum, sem Bjössi gaf honum til minningar um fyrstu sjóferðina sína. Voru merkilínur settar á það, og táknuðu þær stundirnar. Stundaglasið, sem oft er notað enn, var svipað að gerð, en þar var sandur notaður í stað vatns. Það er oftast aðeins langt og mjótt glas með mjódd á miðju svo þröngri, að sandurinn getur aðeins runnið gegnum liana. Þegar allt er runnið úr efra hólfinu í liið neðra, er glasinu snúið við. Af hverju er ísinn háll? Finnst þér þetta flónsleg spurning? Jæja, ís er nú samt ekki alltaf háll. 1 mikilli frostliörku er ís litlu hálli en steinn. En í litlu frosti beinlínis þiðn- ar ísinn örlítið undan þunga og þrýstingi. Þess vegna cr svo gott að renna sér á skautum á slétt- um ís. Við núninginn og þungann þiðnar örlítil liimna undir skautastálinu og gerir ísinn hálan. Vel svarað. Kennarinn lagði stundum skrítnar spurningar fyrir kralckana, bæði til þess að skemmta þeim og reyna, hve fljót þau væru lil svars og fundvís á veilur i spurningunum. „Jæja, nú ætla ég fyrst að leggja fyrir ykkur á- kaflega erfiða spurningu,“ byrjaði liann einu sinni. „En þeir, sem geta svarað lienni, eru lausir allra mála og þurfa ekki að svara fleiri spurningum." Allir urðu glaðir við og biðu spurningarinnar með eftirvæntingu. Nú ætlaði enginn að liggja á liði sínu. „Jæja, hve mörg hár eru á skjótlum reiðhesti, að frátöldu faxi og tagli?“ Allir göptu í ráðaleysi og vandræðum nema Óli. Hann rétli áfjáður upp höndina. „Ágælt, lagsmaður. Ilve mörg telst þér þau vera?“ „Hárin á skjóttum reiðhesti eru 65 679 að tagli og faxi frátöldu.“ Nú kom röðin að kennaranum að gapa af undr- un yfir þessari slaðliæfingu. „Hm — —, getur verið. En hvernig veizt þú það?“ „Það er önnur spurning, kennari, og ég þarf ekki að svara henni, úr þvi að ég gat svarað hinni fyrstu.“ Útbreiðið ÆSKUNA! 18

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.