Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 8
ÆSKAN En strákur dró þá upp vegabréf og innflutn- ingsleyfi, allt stimplað og áritað og í bezta lagi. „Og svo skal ég taka að mér að stýra skútunni alla leið vestur,“ sagði liann. Ég stóð þarna alveg orðlaus og gapli. Þetta var ósvífnasta strákhænsni, sem ég bafði rekizt á um dagana — jafnvel í Björgvin. „Heldurðu, að þú getir skrumað og logið þig inn á mig,“ sagði ég og bjó mig til að íleygja lionum út fyrir borðstokkinn. „Nei, mér er rammasta alvara, og ég þarf held- ur ekki rúm, því að ég stend alllaf við slýrið. Ég þarf bara að fá að vikja frá, þegar ég vil, til þess að fá mér matarbita. En svo vil ég fá einhverja kompu, sem ég get læst, til þess að geyma kistuna mína i. Þér sjáið, að ég get ekki litið eflir dótinu mínu, þar sem ég verð alltaf á stjórnpalhnum, eins og ég hef lofað.“ Þá var því eins og hvíslað að mér, að ég skyldi taka strálcinn og leyfa honum að reyna sig. Þá gafst tækifæri til þess að viðra úr lionum gorgeir- inn á leiðinni. Mig rámaði líka í, að við hefðum smákompu, sem lítið var notuð. Þar gat bann geymt kisturæksnið, og svo mátti sjá til! „Jæja, við léttum í fyrramálið klukkan sex. Þá skaltu taka við starfi þínu á stjórnpalli. Við kom- um til Boston í fvrsta lagi eftir þrjár vikur. Þá verður þú leystur af verði og ekki fyrr. Með þeim skilmálum máttu fljóta með. En þú skalt bitta sjálfan þig fyrir, ef þú reynist bara skrumari og gegnir ekki skyldu þinni!“ Stráksi tók ofan og beygði sig og bukkaði. „Ég mæti þá í fyrramálið klukkan sex. Sælir, skip- stjóri!“ Hann kleif niður kaðalsligann og reri til lands. Ég rölti aftur á til stýrimanns. „Nú er ég búinn að ráða dugandi mann að stýrinu. Hann á að standa við það óslitið þennan spotla til Boston.“ Stýrimaður liélt fyrst, að ég ‘væri að gera að gamni mínu. En þegar ég liafði sagt honum upp alla sögu, taldi hann alveg víst, að við mundurn ekki sjá piltinn aftur. Þetta hlaul að vera einhver, sem annað livort reyndi að gabba náungann sér til gamans, eða þá stela einhverju, ef hann sæi færi. „Blessaður, láttu halda öflugan vörð i nótt,“ lauk stýrimaður máli sínu. Ég lét sem ég væri á sömu skoðun. En svo minnt- ist ég þess, að bann hafði öll skjöl og skilríki í lagi. Hver vissi, nema liann yrði svo djarfur að koma og taka vörð við stýrið. — En hann skal fá fyrir ferðina, þegar hann sofnar við stýrið, skinnið að tarna. Þetta verður tilbreytni í ferðalaginu, hugsaði ég með mér, þegar ég skreið í bólið um kvöldið. Klukkan hálfsex morguninn eftir heyrði ég liark við skipsliliðina. Ég kom upp í sömu svifum og piltarnir voru að drasla stórri kistu inn yfir borð- stokkinn. Og þarna skaut upp kollinum á strák- pattanum. „Góðan daginn, skipstjóri, bér kem ég. Iivar má ég láta kistuna mína?“ Ég vísaði honum á kompuna undir stjórnpalli. Það var með herkjum að kistan slapp inn um mjóu dyrnar. Svo fékk bann lykilinn að hurðinni, fór inn og skipti um föt. Ég rölli fram lil piltanna og sagði þeim frá þessu viðundri, sem 'bætzt hafði í liópinn. Það varð mesta kátína og gleðskapur yfir morgunmatnum. Þeir voru ekki í efa um, piltarnir, að þetta yrði skemmtileg ferð. Klukkan sex var létt akkerum, og ég rölti upp á stjórnpall. Ég átti að vera á verði. Erlingur lilli, en svo bét pilturinn, var kominn þar. Ég sá strax, þegar liann tólc á stýrinu, að hann hafði liand- leikið stjórnvölinn áður. Ég þurfti ekki að segja eitt orð. María gamla sveigði út Bæjarfjörðinn og stefndi norðan við Hvarfið. Yeðrið var dásamlegl þennan vormorgun. Nýút- sprungin blöðin á björkinni breiddu græna slæðu á hlíðarnar. Sólin reis yfir austurfjöllin og gægðist niður yfír hálfsofandi bæinn. María baksaði stynjandi um lognslétt sundin. Máfarnir sveinmðu gargandi í kring í von um æti. Leiðin sóttist vel. Auðséð var, að Erlingur var kunnugur, bann þekkti strauma og sjómerlci eins og gamall hafnsögumaður. Þegar úl kom að Mararsteini stakk dallurinn nefinu í Norðursjóinn. Þar kom strekkingur á móti. María gamla velti sér makindalega og skol- aði af sér ræsaskolpið úr borginni. Á þessum slóðum er það, sem landkrabbarnir eru vanir að byrja að fóðra nafna sína niðri i djúp- inu. Ég gætti að, hvort Erlingur gránaði ekki á vangann. Önei, ekki alveg. Hann bara raulaði og tók liárrétta stefnu á norðurodda Skotlands. Það var eins og liann hefði ekkert gert á æfinni annað en flækjast um Norðursjóinn. Þegar stýrimaður leysti mig af verði ldukkan átta, liafði ég ekki þurft að segja honum til með einu orði. — Jæja, bíddu bara, skinnið niitt, þangað til þú dettur út af við stýrið, liugsaði ég. Hásetarnir voru að dunda við eitt og annað á þilfarinu. Öðru hvex-ju litu þeir hornauga upp á stjórnpallinn, þar sem þessi montrass trónaði við

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.