Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 7
ÆSKAN landvarinu, mætti þeim skafningsrok og ósjór. Sí- mon brá um sig kaðalenda og húkti upp við öldu- stokkinn hjá pabba sínum. Iívítfexlar öldur komu æðandi í óendanlegum röðum eins og ólmir stóðhestar utan af víðáttum bafsins. Vélbáturinn hoppaði og hentist eins og leiksoppur á öldutoppunum. En jafnt og þétt vann hann á og nálgaðist Illuboða. Hann rann með ugg- vænlegum liraða niður i gínandi öldudali, reis upp á móti næstu báru eins og lieslur, sem prjón- ar, og risti fram úr löðurkambinum svo að freyddi á söxum og skolaði yfir þilfarið. „Þarna, Símon, þarna, rétt á bakborða! Sérðu hann?“ Já, Símon sá hann. llann sá svarta þústu á ein- um ölduhryggnuní þera við hvítt brimlöðrið á Illuboðum, og hann sá um leið, að það valt á nokkrum sekúndum, livort þeim auðnaðist að ná þangað í tæka tíð. Þegar ísak lagði á og sló undan, skolaði snöggv- ast yfir skútuna stafna á milli. En hvorugur feðganna hafði augun af björgunarbátnum, sem hrakti á hvolfi inn að boðunum. Honum liafði þá slcgið um, eftir að þeir sendu upp síðasta flugeld- inn. Þeir stara báðir út í myrkrið og þá svíður í aug- un af söllu særokinu. Báðum er liið sama í hug. Skyldi nokkur hafa komizt á kjöl, og hvernig skyldi þeim takast að leggja að bátnum? Báðum verður samtímis að brópa upp, þvi að þeir sjá báðir i einu tvo menn liggja á kilinum. Það, sem á eftir fór, varð fyrir þeim eins og draumur. Skrúfan tekur aftur á, báturinn stöðv- ast og honum slær í gegnum ólgandi löðrið upp að síðunni á hvolfda björgunarbátnum. Nú varð að taka til skjótra ráða. Símon bregður við án umhugsunar og seildist fram. I sama vetfangi vörpuðu skipbrotsmennirnir sér í sjóinn og náði sinn i bvora hönd hans. Hjálp- aði bann síðan hvorum eftir annan að komast inn yfir borðstokkinn á Blika. Vélin tekur fulla ferð áfram, en stundarkorn er likast því, að hún ætli ekki að vinna á móti sog- inu inn að boðunnm. Smám saman nær báturinn þó ferð, og eftir stutta stund sjá þeir aftur hvíta leiftrið frá Bótarvitanum. Það er eins.og lífið sjálft rétti fram hendurnar og fagni fjórmenningunum á Blika. Þegar skipbrotsmenhirnir náðu sér svo, að þeir urðu málhressir, sögðu þeir frá því, að þeir liefðu þrír komizt í björgunarbátinn. En einn fórst, þeg- ar bátnum livolfdi. V ökusýkin. Sjóarasaga. Ófeigur skipstjóri ýtti frá sér kaffibollanum og Jiagræddi sér á legubekknum. Félagar bans, Þor- móður hafnsögumaður og Sverrir útgerðarmaður, lilu livor á annan og kimdu. Nú áttu þeir von á sögu. „—- Já, það var einn daginn nokkru fjTÍr ófrið- inn, að ég var á rölti um þilfarið á henni „Maríu“, hóf skipstjóri sögu sína. „Við lágum í Björgvin og höfðum nýlokið við að ferma skipið síld, sem átti að fara til Boston. Við ætluðum að létta akker- um klukkan sex næsta morgun. Þá kemur klíf- andi upp kaðalstigann strákgepill, eittlivað 16—17 ára. Hann strunsar beint til min og heilsar. „Góðan daginn, er þetta skipstjórinn?“ »Já.“ „Ja, það er nú svo fyrir mér, að ég þarf að kom- ast til Ameríku, en mig vantar fargjaldið. Ég lief 1‘rétt, að þér séuð að leggja af stað þangað. Gæli ég fengið að fljóta með og vinna af mér far- gjaldið ?“ „Nei, ég hef nóg af mönnum. — Hvað kannt þú annars til sjómennsku?“ Pilturinn þreifaði í treyjuvasa sinn og dró upp vottorð um, að liann hefði verið liáseti á strand- ferðaskipi i rúmt ár. „Nú, en þú hefur auðvitað engin nauðsynleg skjöl, livorki innflutningsleyfi né annað,“ sagði ég, „og við lendum í vandræðum með þig, þegar vest- ur keniur. Og svo hef ég heldur ekkert handa þér að gera.“ Feðgana setti hljóða við þessa fregn. Ef þeir hefðu komið hálfri klukkustund fyrr! ísak laut niður að syni sínum og var ldökkur í máli: „Hugsaðu um það, að hefði Jörundur verið algáður i kvöld, þá mundu þeir allir hafa bjarg- azt. Gleymdu því aldrei, Símon! Höndin verður að vera örugg og sjónin hvöss og óglýjuð af ölvun, ef drengilegt afrek á að vinna. Mundu það, dreng- urinn minn!“ „Já, pabbi, ég skal aldrei gleyma því,“ svaraði Símon svo livellt og snjallt að yfirgnæfði storm- gnýinn og liafniðinn. 5

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.