Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 21

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 21
ÆSKAN Til kaupenda Æskunnar. Það er öllum svo kunnugt, að ekki þarf að fjölgrða um, hversu verðlag á flestum hlutum hefur hæklcað und- (mfarin ár, og ekki hvað sízt árið sem leið. Æskan hefur ekki farið varhluta af þessu fremur en a&rir. Pappír hef- ur stórhækkað í verði, myndamót ekki sí&ur, óg þannig er um flest, sem að útgáfn blaðsins lýtur. Hér er þvi um tvo kosti að velja. Annar er sá, að spara við blaðið, nota lakari pappír, færa það úr fallegu kápunni og gera það allt fátæklegra. Hinn er sá, að Hækka verðið sem nemur hinum aukna útgáfukostnaði, og halda áfram að vanda til btaðsins ekki síður en gert hefur verið. Við höfum ákveðið eftir vandlega ihugun að taka síðari kostinn. Við treystum þvi, að kaupendur Æskunn- ar séu sama sinnis og við, vilji ekki láta blaðið okkar lækka seglin, held- ur halda áfram að vera fallegt að ytra lítlili og vandað að efni og frágangi. Það er okkur metnaðarmál. Fyrst um sinn verður því verð ár- gangsins hækkað upp í kr. 6.25 ár- gangurinn, og er þá verðinu stillt svo í hóf sem unnt er, ef ekki á að safna skuldum. En það er víst, að jafnskjótt og útgáfukostnaðurinn lækkar aftur, mun verð blaðsins líka lækka i sama hlutfalli. Utgefendur Æskan hefur orðið síðbúin að Þessu sinni, og er flestum ykkar kunnugt, hvað valdið hefur drættin- um á útkomu blaðsins, og er því ekki börf að greina nánar frá þvi hér, en okkur er það ljóst, að þið hafið ef- laust mörg beðið með óþreyju, en því hjartanlegar munuð þið fagna henni, þá loks hún kemur, eftir að hafa ver- ið fjarverandi svo lengi, og nú þegar hún heilsar upp á ykkur í fyrsta sinni á nýja árinu, þá kemur hún heldur ekki tómhent, því janúar- og febrúarblöðin verða látin fylgjast að. Marzblaðið kemur svo á sinum tíma. Þegar nýtt ár gengur í garð, þá er afgreiðslunni það bæði ljúft og skylt, að þakka öllum útsölumönnum sínum og kaupendum um land allt fyrir alla vinsemd og prýðileg skil á liðnu ári. Ennfremur þakkar hún öll hin ástúð- legu bréf, sem henni hafa borizt og ekki hefur unnizt tími til að svara, en þau tala sínu máli og sýna betur en ftest annað, að Æskan á víða um landið liðsmenn góða, sem hvergi spara krafta sína til að vinna fyrir hana á einn og annan hátt. Fyrir alla þessa ómetanlegu tryggð og aðstoð, bæði eldri og yngri, fyrr og siðar, þökkum við innilega. Nýr ritstjóri kemur nú að Æsk- unni með þessu blaði, Guðjón Guð- jónsson skólastjóri i Hafnarfirði. Hann hefur áður í forföllum Margrét- ar Jónsdóttur gegnt ritstjórn blaðs- ins, og er þvi ykktir mörgum að góðu kunnur. Ég sem afgreiðslumaður Æskunnar sakna þess mjög, að Mar- grét Jónsdóttir hefur ekki séð sér fært að hafa þetta starf með höndum lengur, því að hún hefur verið í senn hinn árvakri ritstjóri og góði sam- verkamaður, sem hefur sýnt alveg sérstalca skyldurækni í öllum störf- um sínum fyrir blaðið. Stórstúkan, sem er útgefandi Æskunnar, er þvi i stórri þakkarskuld við hana, fyrir hennar ósérplægna starf um 14 ára skeið, og það eitt veit ég líka, að börnin hennar mörgu -—• víðsvegar um landið —- senda henni hlýjar kveðjur, er liún nú víkur úr ritstjórn- arsæti Æskunnar. Nýir kaupendur að þessum ár- gangi Æskunnar fá síðasta árgang í kaupbæti meðan upplagið endist, en þá vcrða þeir að senda borgun með pöntun. Notið þetta einstaka tilboð sem fyrst, því ekki missir sá, sem fyrst fær. Ileiðurssætið í hópi útsölumanna Æskunnar er ennþá skipað af Ingi- björgu R. Jóhannsdóttur Akureyri. Voru kaupendur hennar i árslolc 344. Hafði fjölgað hjá henni um 40 á ár- inu. Væri gaman að eiga marga slíka hjálparstólpa ó landinu. Hlutfallslega er kaupendafjöldi Æskunnar mestur á Akureyri, en minnstur i Reykjavík. Hvað veldur? Ef útsölumenn eiga hjá sér liggj- andi hlöð úr eldri árgöngum, sem þeir þurfa ekki að nota, þá væri æski- legt að fá þau endursend, þvi okkur vantar tilfinnanlega blöð i ýmsa eldri árganga. Kemur út einu sinni í mánuði, og auk þess fá skutdlausir kaupendur lit- prentað jólablað. Gjalddagi í Rvílc 1. april. Úti um land 1. júlí ár hvert. Sölulaun 20% af 5 eint. 25% ef seld eru 20 eint. og þar yfir. Afgreiðsla: Kirkjutorgi 4 (Kirkjuhvoll). Sími 4235. Utanáskrift: Æskan, pósthólf 14. Rvík. Ritstjóri: Guðjón Guðjónsson, Tjarn- arbraut 5, Hafnarfirði. Sími 9166. Afgreiðslum.: Jóh. Ögm. Oddsson, Skot- húsvegi 7. Sími 3339. Útgefandi: Stórstúka íslands. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg. Að gefnu tilefni og vegna margra fyrirspurna skal það tekið fram, að nú er ekkert til af eldri árgöngum Æskunnar, nema aðeins örfá eintök frá síðasta óri, og kostar hann kr. 3.00. Rorgun fyrir hann sendist með pöntun. Pantið sýnisblöð af Æskunni og gefið þau vinum ykkar og leiksyst- kinum. Vinnið að útbreiðslu blaðsins hvar sem leið ykkar liggur, og látið ekkert tækifæri ónotað til að afla henni nýrra kaupenda. Skýrið frá vanskilum tafarlaust. Dragið það ekki of lengi. Einstök blöð þrjóta oft áður en mann varir. — Tilkynnið bústaðaskipti og nafna- breytingar, svo hægt sé að fyrir- byggja óþarfa rugling. En munið að skrifa allar slíkar tilkynningar greinilega með fullu nafni, bæjar, hrepps og sýslu. — Sendið aldrei peninga í almennu bréfi. Tryggast og ódýrast er að senda peninga i póst- ávísun. J. ö. O. Skrítlur. Ivennslukonan: Hvað ertu að fikta við, Eiki minn? Eiki: Ekki neitt. Kennslukonan: Jæja, góði, stingdu því þá niður í töskuna þína, svo að þú truflir ekki krakkana í bekknum. / brauðbúðinni: Er þetta brauð ekki gamalt? Veit það ekki. Ég hef ekki verið hér nema hálfan mánuð. 19

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.